Allt að 72 tíma bið eftir niðurstöðu úr PCR Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 11:52 Löng röð myndaðist við Suðurlandsbraut um jólin. Vísir Óvenjumörg PCR-einkennasýni hafa verið tekin síðustu daga og fjöldinn farið fram úr afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sem sér um greiningu sýnanna. Getur fólk nú átt von á því að bið eftir niðurstöðu sé allt að þrír sólarhringar eða 72 tímar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að hringja ekki inn á heilsugæslustöðvarnar til að spyrja um niðurstöður sínar úr sýnatöku. Mikið álag sé á stöðvunum og ekkert sem starfsfólk geti gert til að fá niðurstöður fyrr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni sem segir enn fremur að unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Greint var frá því í dag að Íslensk erfðagreining hafi á nýjan leik tekið að sér greiningu á innanlandssýnum. Landspítalinn mun í stað þess einbeita sér að greiningu á sýnum frá landamærum. Alls voru tekin 3.973 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá var 1.202 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 1.061í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta er næstmesti heildarfjöldi sýna sem tekinn hefur hefur verið á þessu ári. Margir úti í kuldanum um jólin Mjög langar raðir mynduðust við Suðurlandsbraut 34 um jólin og þurftu margir að bíða í á annan klukkutíma í miklum kulda eftir því að komast í einkennasýnatöku. Óljóst er hvernig staðan verður á morgun, gamlársdag en þá verður opið frá 8 til 12 í sýnatöku á Suðurlandsbraut. Á nýarsdag verður ekki opið í hraðpróf né í PCR-sýnatöku fyrir ferðalög en opið verður í PCR-einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. Fólk sem er að losna úr sóttkví fær strikamerki sent frá rakningateyminu kvöldið áður. Búið að grípa til aðgerða til að stytta bið Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, greindi frá því í gær að vel hafi gengið að taka sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga og tekist að útrýma löngum röðum með breytingum á starfseminni. „Það er alveg hellings aðsókn, meiri en hefur verið, en engin röð því við erum búin að bæta fólki við og breyta. Við erum farin að taka sýni á tveimur stöðum í húsinu,“ sagði Ingibjörg. Hún bætti við að klukkutíma löng bið í röð væri vandamál sem nú sé úr sögunni. Einnig hefur komið fram að veikindi meðal starfsfólks hafi takmarkað afkastagetu sýnatökunnar yfir jólahátíðina. Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnatökuna innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlnads. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Klukkutíma sýnatökuröð úr sögunni eftir breytingar hjá heilsugæslunni Vel hefur gengið að taka Covid-sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga, eftir að fréttir bárust af því nú um helgina að löng röð hafi myndast við sýnatökuhúsið og fólk jafnvel þurft að bíða í röð fyrir utan í meira en klukkustund. 29. desember 2021 15:34 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að hringja ekki inn á heilsugæslustöðvarnar til að spyrja um niðurstöður sínar úr sýnatöku. Mikið álag sé á stöðvunum og ekkert sem starfsfólk geti gert til að fá niðurstöður fyrr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni sem segir enn fremur að unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Greint var frá því í dag að Íslensk erfðagreining hafi á nýjan leik tekið að sér greiningu á innanlandssýnum. Landspítalinn mun í stað þess einbeita sér að greiningu á sýnum frá landamærum. Alls voru tekin 3.973 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá var 1.202 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 1.061í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta er næstmesti heildarfjöldi sýna sem tekinn hefur hefur verið á þessu ári. Margir úti í kuldanum um jólin Mjög langar raðir mynduðust við Suðurlandsbraut 34 um jólin og þurftu margir að bíða í á annan klukkutíma í miklum kulda eftir því að komast í einkennasýnatöku. Óljóst er hvernig staðan verður á morgun, gamlársdag en þá verður opið frá 8 til 12 í sýnatöku á Suðurlandsbraut. Á nýarsdag verður ekki opið í hraðpróf né í PCR-sýnatöku fyrir ferðalög en opið verður í PCR-einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. Fólk sem er að losna úr sóttkví fær strikamerki sent frá rakningateyminu kvöldið áður. Búið að grípa til aðgerða til að stytta bið Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, greindi frá því í gær að vel hafi gengið að taka sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga og tekist að útrýma löngum röðum með breytingum á starfseminni. „Það er alveg hellings aðsókn, meiri en hefur verið, en engin röð því við erum búin að bæta fólki við og breyta. Við erum farin að taka sýni á tveimur stöðum í húsinu,“ sagði Ingibjörg. Hún bætti við að klukkutíma löng bið í röð væri vandamál sem nú sé úr sögunni. Einnig hefur komið fram að veikindi meðal starfsfólks hafi takmarkað afkastagetu sýnatökunnar yfir jólahátíðina.
Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnatökuna innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlnads. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Klukkutíma sýnatökuröð úr sögunni eftir breytingar hjá heilsugæslunni Vel hefur gengið að taka Covid-sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga, eftir að fréttir bárust af því nú um helgina að löng röð hafi myndast við sýnatökuhúsið og fólk jafnvel þurft að bíða í röð fyrir utan í meira en klukkustund. 29. desember 2021 15:34 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnatökuna innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlnads. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08
Klukkutíma sýnatökuröð úr sögunni eftir breytingar hjá heilsugæslunni Vel hefur gengið að taka Covid-sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga, eftir að fréttir bárust af því nú um helgina að löng röð hafi myndast við sýnatökuhúsið og fólk jafnvel þurft að bíða í röð fyrir utan í meira en klukkustund. 29. desember 2021 15:34
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04