Skýjalausnir lykillinn að upplýsingakerfum framtíðarinnar Rúnar Sigurðsson skrifar 30. desember 2021 08:31 Eldri upplýsingakerfi voru gjarnan með ýmis stoðkerfi inni í sjálfum grunnkerfunum. Það gerði þau óþarflega flókin og erfið í uppfærslu þegar nýjar útgáfur komu fram. Oft á tíðum voru uppfærslur það flóknar að nánast þurfti að setja kerfin upp frá grunni með viðeigandi kostnaði og einnig setja upp uppfærslur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig með ærnum kostnaði. Mörg fyrirtækin kusu því að uppfæra ekki á kostnað öryggis og hagræðingar með nýjum og öflugri upplýsingakerfum. Skýjalausnir – hver er ávinningurinn? Nútíma skýjalausnir er mikil hagræðing frá eldri lausnum þar sem þurfti að huga að rekstri netþjóna með öllum þeim kostnaði og óöryggi sem því fylgdi. Hver man ekki eftir eldri útgáfum af Excel og Word. Þá var eilíft vandamál að allir væru búnir að uppfæra til að geta sent gögn frá einum aðila til annars til að geta nýtt sér nýjustu útgáfur. Nú er þetta allt löngu leyst og engin spyr lengur um hvaða útgáfu af Excel þú ert með. Eftir tilkomu Office365 frá Microsoft er greitt eitt mánaðargjald - allir eru í nýjustu útgáfunni og engin hefur áhyggjur af rekstri netþjóna. Ekki má samt gleyma öryggis- og afritunarmálum þessu samfara, það þarf enn að huga að þeim. Nútíma upplýsingakerfi eru í skýjalausnum Í nútíma upplýsingakerfum gerum við kröfur um að allir séu í sömu útgáfu, uppfærslur og lagfæringar séu meira og minna sjálfvirkar og kosti ekkert aukalega. Nýjar útgáfur og lagfæringar koma reglulega og allir fylgja eftir þróuninni á lausninni. Það eru gríðarlega miklar breytingar að eiga sér stað í nútíma upplýsingakerfum. Einn af stóru kostunum er sá að allir njóta góðs af þróuninni og fá nýjustu uppfærslur án auka kostnaðar en þær koma reglulega eftir því sem tækninni fleygir fram. Besta lausnin val fyrir verkefnið sem á að leysa Ein af breytingunum sem er að eiga sér stað samhliða skýjalausnavæðingunni er að nú er auðvelt að samþátta lausnir við grunnupplýsingakerfið. Í dag eru svokölluð forritaskil að ryðja sér til rúms. Forritaskil eða API samþætting (Application Program Interface) auðveldar samþættingu á lausnum sem henta í mismunandi umhverfi. Nú geta fyrirtækin valið sér, t.d. verk/tímaskráningu sem hentar, vefverslun sem hentar og fleiri lausnir mætti nefna. Ef lausnirnar hafa API forritaskil er auðvelt að tengja þau við grunnnupplýsingakerfið og þannig ná fram hagræðingu. Höfum alltaf í huga að við viljum tengja ólík kerfi saman og það mega ekki vera nein göt á milli kerfanna, upplýsingar fara á milli sjálfvirkt með samþáttunum. Engin óþarfa handavinna, pappír eða möppur. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Eldri upplýsingakerfi voru gjarnan með ýmis stoðkerfi inni í sjálfum grunnkerfunum. Það gerði þau óþarflega flókin og erfið í uppfærslu þegar nýjar útgáfur komu fram. Oft á tíðum voru uppfærslur það flóknar að nánast þurfti að setja kerfin upp frá grunni með viðeigandi kostnaði og einnig setja upp uppfærslur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig með ærnum kostnaði. Mörg fyrirtækin kusu því að uppfæra ekki á kostnað öryggis og hagræðingar með nýjum og öflugri upplýsingakerfum. Skýjalausnir – hver er ávinningurinn? Nútíma skýjalausnir er mikil hagræðing frá eldri lausnum þar sem þurfti að huga að rekstri netþjóna með öllum þeim kostnaði og óöryggi sem því fylgdi. Hver man ekki eftir eldri útgáfum af Excel og Word. Þá var eilíft vandamál að allir væru búnir að uppfæra til að geta sent gögn frá einum aðila til annars til að geta nýtt sér nýjustu útgáfur. Nú er þetta allt löngu leyst og engin spyr lengur um hvaða útgáfu af Excel þú ert með. Eftir tilkomu Office365 frá Microsoft er greitt eitt mánaðargjald - allir eru í nýjustu útgáfunni og engin hefur áhyggjur af rekstri netþjóna. Ekki má samt gleyma öryggis- og afritunarmálum þessu samfara, það þarf enn að huga að þeim. Nútíma upplýsingakerfi eru í skýjalausnum Í nútíma upplýsingakerfum gerum við kröfur um að allir séu í sömu útgáfu, uppfærslur og lagfæringar séu meira og minna sjálfvirkar og kosti ekkert aukalega. Nýjar útgáfur og lagfæringar koma reglulega og allir fylgja eftir þróuninni á lausninni. Það eru gríðarlega miklar breytingar að eiga sér stað í nútíma upplýsingakerfum. Einn af stóru kostunum er sá að allir njóta góðs af þróuninni og fá nýjustu uppfærslur án auka kostnaðar en þær koma reglulega eftir því sem tækninni fleygir fram. Besta lausnin val fyrir verkefnið sem á að leysa Ein af breytingunum sem er að eiga sér stað samhliða skýjalausnavæðingunni er að nú er auðvelt að samþátta lausnir við grunnupplýsingakerfið. Í dag eru svokölluð forritaskil að ryðja sér til rúms. Forritaskil eða API samþætting (Application Program Interface) auðveldar samþættingu á lausnum sem henta í mismunandi umhverfi. Nú geta fyrirtækin valið sér, t.d. verk/tímaskráningu sem hentar, vefverslun sem hentar og fleiri lausnir mætti nefna. Ef lausnirnar hafa API forritaskil er auðvelt að tengja þau við grunnnupplýsingakerfið og þannig ná fram hagræðingu. Höfum alltaf í huga að við viljum tengja ólík kerfi saman og það mega ekki vera nein göt á milli kerfanna, upplýsingar fara á milli sjálfvirkt með samþáttunum. Engin óþarfa handavinna, pappír eða möppur. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar