Að vera eða ekki vera... fullbólusettur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2021 07:37 Raunin gæti orðið sú að skilgreiningin á fullbólusettur mun breytast í takt við nýjar upplýsingar en það getur haft miklar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér. AP/Robert F. Bukaty Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ en það þykir hafa bæði kosti og galla. Eins og stendur er talað um að menn séu fullbólusettir eftir tvo skammta en spurningin er hvort menn þurfa ekki að hafa fengið þrjá skammta til að geta raunverulega talist bólusettir að fullu. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld, stofnanir og fyrirtæki víðsvegar í Bandaríkjunum glímt við spurninguna í nokkurn tíma, að minnsta kosti frá því að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar kom fram á sjónarsviðið og mikilvægi þriðja skammtsins lá fyrir. Í New York hyggjast yfirvöld ekki flokka íbúa fullbólusetta fyrr en þeir hafa fengið þriðja skammtinn og sömu sögu má segja um University of Oregon og fjárfestingabankann Goldman Sachs. Heilbrigðisyfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að hvetja Bandaríkjamenn til að þiggja svokallaðan örvunarskammt en hafa veigrað sér við því að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ þar sem hugtakið er orðið rótgróið og notað í ýmsu mikilvægu samhengi. Rochelle P. Walensky, framkvæmdastjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, segir málið í skoðun en spurningin sé ekki hvað fólk eigi að gera; það eigi klárlega að þiggja þriðja skammtinn. Einn skammtur, tveir, þrír... fjórir?AP/Charles Krupa Hvað gerist ef fjórða skammtsins verður þörf? „Ég held að núna sé tíminn,“ segir Georges C. Benjamin, framkvæmdastjóri American Public Health Association. Raunin sé sú að menn séu ekki fullbólusettir nema eftir þriðja skammtinn. Breytingin gæti hins vegar haft verulegar afleiðingar í för með sér. Fólk sem áður taldi sig fullbólusett gæti til að mynda allt í einu uppgötvað að það getur ekki lengur komist inn á ákveðna staði þar sem krafa er gerð um að menn séu fullbólusettir, það er að menn hafi þegið örvunarskammt til viðbótar við fyrri skammtana tvo. Þá gæti breytingin grafið undan trausti til yfirvalda, ef fólki finnst sífellt verið að breyta viðmiðum. Larry Levitt, framkvæmdastjóri heilbrigðissamtakanna KFF, segir að þrátt fyrir að ákvörðunin myndi byggja á vísindalegum grunni gæti hún haft verulegar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar. Einnig er óhjákvæmilegt að leiða hugann að því hvað gerist svo ef í ljós kemur að fleiri örvunarskammta er þörf en yfirvöld í Ísrael og á Kúbu leggja nú þegar drög að fjórðu umferð bólusetninga. Samkvæmt núgildandi skilgreiningu bandarísku sóttvarnastofnunarinnar eru 62 prósent Bandaríkjamanna fullbólusettir en aðeins þriðjungur þeirra hefur þegið örvunarskammtinn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld, stofnanir og fyrirtæki víðsvegar í Bandaríkjunum glímt við spurninguna í nokkurn tíma, að minnsta kosti frá því að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar kom fram á sjónarsviðið og mikilvægi þriðja skammtsins lá fyrir. Í New York hyggjast yfirvöld ekki flokka íbúa fullbólusetta fyrr en þeir hafa fengið þriðja skammtinn og sömu sögu má segja um University of Oregon og fjárfestingabankann Goldman Sachs. Heilbrigðisyfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að hvetja Bandaríkjamenn til að þiggja svokallaðan örvunarskammt en hafa veigrað sér við því að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ þar sem hugtakið er orðið rótgróið og notað í ýmsu mikilvægu samhengi. Rochelle P. Walensky, framkvæmdastjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, segir málið í skoðun en spurningin sé ekki hvað fólk eigi að gera; það eigi klárlega að þiggja þriðja skammtinn. Einn skammtur, tveir, þrír... fjórir?AP/Charles Krupa Hvað gerist ef fjórða skammtsins verður þörf? „Ég held að núna sé tíminn,“ segir Georges C. Benjamin, framkvæmdastjóri American Public Health Association. Raunin sé sú að menn séu ekki fullbólusettir nema eftir þriðja skammtinn. Breytingin gæti hins vegar haft verulegar afleiðingar í för með sér. Fólk sem áður taldi sig fullbólusett gæti til að mynda allt í einu uppgötvað að það getur ekki lengur komist inn á ákveðna staði þar sem krafa er gerð um að menn séu fullbólusettir, það er að menn hafi þegið örvunarskammt til viðbótar við fyrri skammtana tvo. Þá gæti breytingin grafið undan trausti til yfirvalda, ef fólki finnst sífellt verið að breyta viðmiðum. Larry Levitt, framkvæmdastjóri heilbrigðissamtakanna KFF, segir að þrátt fyrir að ákvörðunin myndi byggja á vísindalegum grunni gæti hún haft verulegar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar. Einnig er óhjákvæmilegt að leiða hugann að því hvað gerist svo ef í ljós kemur að fleiri örvunarskammta er þörf en yfirvöld í Ísrael og á Kúbu leggja nú þegar drög að fjórðu umferð bólusetninga. Samkvæmt núgildandi skilgreiningu bandarísku sóttvarnastofnunarinnar eru 62 prósent Bandaríkjamanna fullbólusettir en aðeins þriðjungur þeirra hefur þegið örvunarskammtinn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira