Brynjar Ingi til Vålerenga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2021 19:31 Brynjar Ingi við undirskriftina í dag. Vålerenga Brynjar Ingi Bjarnason hefur gengið til liðs við norska knattspyrnufélagið Vålerenga. Samningur hans gildir til ársins 2025. Miðvörðurinn Brynjar Ingi hefur verið orðaður við fjölda liða á Norðurlöndunum undanfarna daga en nú er ljóst að hann mun spila með Vålerenga næstu fjögur árin. Frá þessu greindi félagið á samfélagsmiðlum sínum nú í dag. pic.twitter.com/kQdZHrCAJZ— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) December 27, 2021 Brynjar Ingi kemur til Vålerenga frá Lecce á Ítalíu en hann gekk til liðs við félagið frá KA síðasta sumar. Akureyringurinn fékk hins vegar ekki mörg tækifæri í Serie B, næstefstu deild Ítalíu, og hefur nú ákveðið að færa sig um set. Hann verður annars Íslendingurinn í herbúðum félagsins en framherjinn Viðar Örn Kjartansson leikur með félaginu. „Það er gott að biðin er á enda. Nú verður það bara Vålerenga hjá mér. Þetta er skref fram á við á ferli mínum. Margir Íslendingar hafa spilað og eru að spila í Noregi.“ „Ég talaði mikið við Viðar Örn áður en ég skrifaði undir. Hann hefur talað mjög fallega um félagið og sérstaklega stuðningsfólk þess. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili,“ sagði Brynjar Ingi í viðtali við vef Vålerenga við undirskriftina. https://t.co/9aXWzGZ2zC pic.twitter.com/T6eh4uqxEE— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) December 27, 2021 Vålerenga endaði í 7. sæti af 16 liðum á nýafstaðinni leiktíð í Noregi. Hinn 22 ára gamli Brynjar Ingi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu á árinu. Hann hefur spilað 10 A-landsleiki og skorað tvö mörk. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Miðvörðurinn Brynjar Ingi hefur verið orðaður við fjölda liða á Norðurlöndunum undanfarna daga en nú er ljóst að hann mun spila með Vålerenga næstu fjögur árin. Frá þessu greindi félagið á samfélagsmiðlum sínum nú í dag. pic.twitter.com/kQdZHrCAJZ— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) December 27, 2021 Brynjar Ingi kemur til Vålerenga frá Lecce á Ítalíu en hann gekk til liðs við félagið frá KA síðasta sumar. Akureyringurinn fékk hins vegar ekki mörg tækifæri í Serie B, næstefstu deild Ítalíu, og hefur nú ákveðið að færa sig um set. Hann verður annars Íslendingurinn í herbúðum félagsins en framherjinn Viðar Örn Kjartansson leikur með félaginu. „Það er gott að biðin er á enda. Nú verður það bara Vålerenga hjá mér. Þetta er skref fram á við á ferli mínum. Margir Íslendingar hafa spilað og eru að spila í Noregi.“ „Ég talaði mikið við Viðar Örn áður en ég skrifaði undir. Hann hefur talað mjög fallega um félagið og sérstaklega stuðningsfólk þess. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili,“ sagði Brynjar Ingi í viðtali við vef Vålerenga við undirskriftina. https://t.co/9aXWzGZ2zC pic.twitter.com/T6eh4uqxEE— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) December 27, 2021 Vålerenga endaði í 7. sæti af 16 liðum á nýafstaðinni leiktíð í Noregi. Hinn 22 ára gamli Brynjar Ingi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu á árinu. Hann hefur spilað 10 A-landsleiki og skorað tvö mörk.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira