Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2021 18:26 Frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í veðurblíðunni dag. Stöð 2/Egill Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. Stærsti jarðskjálftinn það sem af er degi kom um hálf níu leytið í morgun og mældist hann 3,6 en upptök hans voru vestan við Kleifarvatn. Frá miðnætti hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar á svæðinu. Upptök stærsta skjálftans í dag voru vestan við Kleifarvatn.Stöð 2/Egill Grindvíkingar hafa fundið vel fyrir jarðskjálftunum síðustu daga „Okkur líður nú bara svona bærilega eftir atvikum má segja. Auðvitað hefðum við vonast til þess að þessi jarðskjálftahrina myndi ekki koma og þessir jarðskjálftar fari að endurtaka sig en við þessu mátti samt búast og við erum ýmsu vön þannig að við tökum þessu bara af æðruleysi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Þá eiga sumir bæjarbúar erfitt með svefn, sér í lagi lagi þegar jörð skelfur á nóttunni. „Ég finn alveg fyrir því að fólk er alls ekki ánægt með stöðuna. Þetta fer samt misjafnlega í fólk, sumum er svona nokkurn veginn sama en öðrum líður verr. Þannig að það er svona svolítið að endurtaka sig tímabilið sem við áttum hérna fyrir mörgum mánuðum og það hefði mátt sleppa því en svona er þetta bara. Við búum við þetta.“ Fólk taki ástandið inn á sig Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns stóð í ströngu þegar gosið í Fagradalsfjalli stóð yfir. Hann segist líkt og aðrir bæjarbúar hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill „Þetta er nú ekkert skemmtilegt sko. Frekar leiðinlegt að þetta skuli vera að koma aftur en við ráðum nú ekkert við þetta.“ Þá taki bæjarbúar þessu misjafnlega. Þó minni virkni í dag sé ákveðinn léttir. „Fólk er farið að taka þetta inn á sig og svona. “ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Stærsti jarðskjálftinn það sem af er degi kom um hálf níu leytið í morgun og mældist hann 3,6 en upptök hans voru vestan við Kleifarvatn. Frá miðnætti hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar á svæðinu. Upptök stærsta skjálftans í dag voru vestan við Kleifarvatn.Stöð 2/Egill Grindvíkingar hafa fundið vel fyrir jarðskjálftunum síðustu daga „Okkur líður nú bara svona bærilega eftir atvikum má segja. Auðvitað hefðum við vonast til þess að þessi jarðskjálftahrina myndi ekki koma og þessir jarðskjálftar fari að endurtaka sig en við þessu mátti samt búast og við erum ýmsu vön þannig að við tökum þessu bara af æðruleysi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Þá eiga sumir bæjarbúar erfitt með svefn, sér í lagi lagi þegar jörð skelfur á nóttunni. „Ég finn alveg fyrir því að fólk er alls ekki ánægt með stöðuna. Þetta fer samt misjafnlega í fólk, sumum er svona nokkurn veginn sama en öðrum líður verr. Þannig að það er svona svolítið að endurtaka sig tímabilið sem við áttum hérna fyrir mörgum mánuðum og það hefði mátt sleppa því en svona er þetta bara. Við búum við þetta.“ Fólk taki ástandið inn á sig Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns stóð í ströngu þegar gosið í Fagradalsfjalli stóð yfir. Hann segist líkt og aðrir bæjarbúar hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill „Þetta er nú ekkert skemmtilegt sko. Frekar leiðinlegt að þetta skuli vera að koma aftur en við ráðum nú ekkert við þetta.“ Þá taki bæjarbúar þessu misjafnlega. Þó minni virkni í dag sé ákveðinn léttir. „Fólk er farið að taka þetta inn á sig og svona. “
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira