Beitir neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2021 14:33 Andrzej Duda sagði að lögin hefðu haft mjög slæm áhrif á orðspor Póllands sem vænlegur fjárfestingastaður. EPA Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem pólska þingið samþykkti á dögunum og takmörkuðu erlent eignarhald. Stjórnarandstæðingar segja að frumvarpinu hafi verið ætlað að þagga niður í gagnrýnisröddum gegn stjórnvöldum, en ef lögin hefðu náð fram að ganga hefði bandaríski fjölmiðlarisinn Discovery til dæmis neyðst til að selja hlut sinn í pólska fjölmiðlafyrirtækinu TVN. Duda sagði eftir að hafa beitt neitunarvaldinu að lögin hefði haft mjög slæm áhrif á orðspor Póllands sem vænlegur fjárfestingastaður. Sagðist hann viðurkenna að lögin væru mjög óvinsæl meðal stórs hóps Pólverja, en þúsundir hafa mótmælt lögunum á götum Póllands úti síðustu vikurnar. Lögin hefðu komið í veg fyrir að aðilar utan Evrópu hefðu getað eignast að minnsta kosti helmingshlut í pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið gagnrýndu fyrirhugaða lagasetningu. Duda sagðist sammála því að réttast væri að koma í veg fyrir erlent eignarhald sem þetta. Sagði hann að réttara væri að það yrði gert síðar, en lögin hefðu tekið til aðila sem þegar væru á pólskum fjölmiðlamarkaði. Forsetinn sagðist á blaðamannafundi sömuleiðis hafa tekið tillit til þess að fjölbreytni væri á fjölmiðlamarkaði og tjáningarfrelsis. Liðsmenn pólska stjórnarflokksins Lög og réttlæti hafa lengi sagt að erlend fjölmiðlafyrirtæki séu of áhrifamikil í Póllandi og skekki almenna umræðu í landinu. Duda naut stuðnings Laga og réttlætis þegar hann bauð sig fram til forseta, en ákvörðun hans um að beita neitunarvaldi kann nú að hafa slæm áhrif á samband forsetans og helstu leiðtoga flokksins. Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. 20. desember 2021 09:09 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Stjórnarandstæðingar segja að frumvarpinu hafi verið ætlað að þagga niður í gagnrýnisröddum gegn stjórnvöldum, en ef lögin hefðu náð fram að ganga hefði bandaríski fjölmiðlarisinn Discovery til dæmis neyðst til að selja hlut sinn í pólska fjölmiðlafyrirtækinu TVN. Duda sagði eftir að hafa beitt neitunarvaldinu að lögin hefði haft mjög slæm áhrif á orðspor Póllands sem vænlegur fjárfestingastaður. Sagðist hann viðurkenna að lögin væru mjög óvinsæl meðal stórs hóps Pólverja, en þúsundir hafa mótmælt lögunum á götum Póllands úti síðustu vikurnar. Lögin hefðu komið í veg fyrir að aðilar utan Evrópu hefðu getað eignast að minnsta kosti helmingshlut í pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið gagnrýndu fyrirhugaða lagasetningu. Duda sagðist sammála því að réttast væri að koma í veg fyrir erlent eignarhald sem þetta. Sagði hann að réttara væri að það yrði gert síðar, en lögin hefðu tekið til aðila sem þegar væru á pólskum fjölmiðlamarkaði. Forsetinn sagðist á blaðamannafundi sömuleiðis hafa tekið tillit til þess að fjölbreytni væri á fjölmiðlamarkaði og tjáningarfrelsis. Liðsmenn pólska stjórnarflokksins Lög og réttlæti hafa lengi sagt að erlend fjölmiðlafyrirtæki séu of áhrifamikil í Póllandi og skekki almenna umræðu í landinu. Duda naut stuðnings Laga og réttlætis þegar hann bauð sig fram til forseta, en ákvörðun hans um að beita neitunarvaldi kann nú að hafa slæm áhrif á samband forsetans og helstu leiðtoga flokksins.
Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. 20. desember 2021 09:09 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. 20. desember 2021 09:09