Starfsmenn Barnaheilla horfnir eftir fjöldamorð á aðfangadag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 27. desember 2021 08:24 Talið er að á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafi farist í atlögu stjórnarhersins á bæinn Mo So. KNDF/AP Fjöldamorð var framið í Myanmar á aðfangadag þegar stjórnarhermenn réðust á þorpið Mo So og myrtu rúmlega þrjátíu þorpsbúa. Tveggja starfsmanna alþjóðlegu samtakanna Save the Children, eða Barnaheilla, er saknað. Morðin hafa vakið mikla reiði meðal landsmanna eftir að ljósmyndir af þorpinu, í kjölfar ódæðisverksins, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil óánægja hefur verið almennt með störf herforingjastjórnarinnar, sem tók völd í febrúar á þessu ári. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðana í mannréttindamálum, segist sleginn yfir fréttunum og krefst þess að stjórnvöld í Myanmar láti rannsaka atburðinn. Þá hefur bandaríska sendiráðið í Mjanmar lýst yfir andúð á morðunum og krafist þess að ofbeldi gegn almennum borgurum í Mjanmar verði hætt. Barnaheill hafa hætt allri starfsemi í landinu, tímabundið í það minnsta, en svo virðist sem starfsmennirnir, sem voru á leið heim í jólafrí, hafi lent í átökunum miðjum. Staðfest hefur verið að ráðist hafi verið á bíl þeirra og kveikt í honum en óljóst er hvað varð um fólkið. Dómsuppkvaðningu í málum gegn Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hefur verið frestarð fram í janúar.AP Photo/Peter Dejong Bæjarbúi í Mo So lýsti því í samtali við fréttastofu AP að hann hafi séð starfsmennina flýja átökin milli stjórnarandstæðinga og hersins á föstudag. Þeir hafi svo verið myrtir eftir að stjórnarherinn handtók þá við að reyna að komast í flóttamannabúðir nærri bænum. Þá greina erlendir fjölmiðlar frá því að réttarhöldunum yfir Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hafi verið frestað fram í janúar. Suu Kyi var handtekinn af herforingjastjórninni í febrúar, þegar hún rændi völdum, og hefur síðan verið ákærð fyrir tugi lögbrota. Kveða átti upp dóm í tveimur málum gegn henni í dag, annars vegar fyrir að hafa haft í fórum sínum ólöglegar talstöðvar. Verði Suu Kyi sakfelld fyrir allt það sem hún hefur verið ákærð fyrir gæti hún átt yfir höfði sér meira en 100 ár í fangelsi en hún hefur neitað allri sök og sagt ákærurnar pólitískar. Mjanmar Tengdar fréttir Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. 26. desember 2021 09:34 Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15 Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. 6. desember 2021 06:35 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Morðin hafa vakið mikla reiði meðal landsmanna eftir að ljósmyndir af þorpinu, í kjölfar ódæðisverksins, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil óánægja hefur verið almennt með störf herforingjastjórnarinnar, sem tók völd í febrúar á þessu ári. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðana í mannréttindamálum, segist sleginn yfir fréttunum og krefst þess að stjórnvöld í Myanmar láti rannsaka atburðinn. Þá hefur bandaríska sendiráðið í Mjanmar lýst yfir andúð á morðunum og krafist þess að ofbeldi gegn almennum borgurum í Mjanmar verði hætt. Barnaheill hafa hætt allri starfsemi í landinu, tímabundið í það minnsta, en svo virðist sem starfsmennirnir, sem voru á leið heim í jólafrí, hafi lent í átökunum miðjum. Staðfest hefur verið að ráðist hafi verið á bíl þeirra og kveikt í honum en óljóst er hvað varð um fólkið. Dómsuppkvaðningu í málum gegn Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hefur verið frestarð fram í janúar.AP Photo/Peter Dejong Bæjarbúi í Mo So lýsti því í samtali við fréttastofu AP að hann hafi séð starfsmennina flýja átökin milli stjórnarandstæðinga og hersins á föstudag. Þeir hafi svo verið myrtir eftir að stjórnarherinn handtók þá við að reyna að komast í flóttamannabúðir nærri bænum. Þá greina erlendir fjölmiðlar frá því að réttarhöldunum yfir Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hafi verið frestað fram í janúar. Suu Kyi var handtekinn af herforingjastjórninni í febrúar, þegar hún rændi völdum, og hefur síðan verið ákærð fyrir tugi lögbrota. Kveða átti upp dóm í tveimur málum gegn henni í dag, annars vegar fyrir að hafa haft í fórum sínum ólöglegar talstöðvar. Verði Suu Kyi sakfelld fyrir allt það sem hún hefur verið ákærð fyrir gæti hún átt yfir höfði sér meira en 100 ár í fangelsi en hún hefur neitað allri sök og sagt ákærurnar pólitískar.
Mjanmar Tengdar fréttir Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. 26. desember 2021 09:34 Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15 Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. 6. desember 2021 06:35 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. 26. desember 2021 09:34
Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15
Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. 6. desember 2021 06:35