Þú mátt segja nei við jólagjöf maka þíns Jenný Kristín Valberg skrifar 24. desember 2021 09:30 Nú þegar jólahátíðin fer að ganga í garð og öfl samfélagsins eru búin að sameinast um að senda þau boð út til allra að núna sé sá tími árs að renna upp þar sem ríkir friður, ró, gleði og hamingja þá langar mig að skrifa nokkur orð um annarskonar jólahátíð, jólahátíð sem veldur kvíða, hræðslu, spennu og óöryggi. Væntingar um gleðileg jól eru eðlilega í hjörtum flestra og flest viljum við reyna að gera þessa hátíð jákvæða og skapa góðar minningar fyrir okkar nánustu. En á sumum heimilum er verkefnið erfiðara og vandasamara en hjá öðrum. Mig langar að endurbirta að hluta texta sem ég skrifaði árið 2017 og sem birtist í samtekt á #metoo sögum kvenna í nánum samböndum það sama ár. En þessi texti endurspeglar eitt af mörgum aðfangadagskvöldum sem ég upplifði þann tíma sem ég var í ofbeldissambandi. Í mínu sambandi kom iðulega fyrir að fyrrverandi maki minn kvartaði undan áhugaleysi mínu þegar kom að kynlífi, sú athugasemd kom alls ekki úr lausu lofti þar sem heimilislífið einkenndist af miklu andlegu og fjárhagslegu ofbeldi, sem markaði meðal annars þau áhrif að mig langaði ekki að stunda kynlíf með honum. En eins og svo margar aðrar konur í minni stöðu hafa metið af tvennu illu, þá var það annað hvort að auka það álag sem var á heimilinu, eða gefa eftir til reyna að stuðla að einhverjum tímabundum friði. Þetta kynlíf einkenndist oftast af mikilli hörku, sem ég reyndar sá ekki vel fyrr enn ég var komin út úr aðstæðunum og upplifði kynlíf sem einkendist af virðingu og mýkt. Það var ein tegund jólagjafa sem fyrrverandi maki minn var farinn að taka upp á að gefa mér. Þessar gjafir voru oftast undirfatnaður og hlutir sem hann valdi út frá sínum hugmyndum án míns samþykkis. Því var að kvöldi aðfangadags, eftir að vera búin að vera á nálum yfir því að samskipti hans við börnin mín væru í lagi, og eftir að vera búin að horfa á börnin mín eins og hengd upp á þráð í kringum hann, því aðfangadagskvöld var það kvöld sem þau voru í lengstu samfeldum samskiptunum við hann, og allir voru orðnir örmagna á að „haga sér rétt“ til að koma í veg fyrir uppþot af hans hálfu, þá var einn liður eftir sem sneri að mér. Þetta var síðasti pakkinn undir trénu, ég var fyrir löngu búin að sjá hann og þar sem ekki átti að opna hann í návist annarra vissi ég nokkurn veginn hvað hann innihélt. Og ég vissi að ég yrði að setja mig í ákveðnar stellingar þegar ég opnaði hann, ég átti fyrir það fyrsta að vera afskaplega ánægð með að hann hefði valið þetta fyrir mig, mjög upp með mér að honum fyndist ég vera nógu sexí til að geta klæðst þessum fatnaði, svo átti ég líka að vera ofsalega spennt og að sjálfsögðu 100% til í þetta, því ef ég var það ekki, ef ég sýndi minnstu viðbrögð um að þetta væri ekki nákvæmlega það sem ég vildi líka, þá kallaði það fram sturlað ástand „það er aldrei hægt að gera þér til hæfis“ „maður reynir allt“ „hvað er að þér?“ „það er óeðlilegt að þú skulir ekki hafa áhuga á kynlífi“... og það væri bara byrjunin, svo myndi taka við augnaráðið og hávaði, hann myndi skella hurðum og skápum og strunsa svo inn í tölvuherbergið „sitt“ og þegja. Hann myndi þegja í marga daga og enginn mætti vera glaður, enginn mætti leika sér og það mætti ekki heyrast í neinum. Hann myndi passa að fylgjast vel með öllu og grípa hvert tækifæri til að refsa og meiða. Og svo, eftir að jólin væru búin og engin ástæða væri lengur til að skemma og eyðileggja þá myndi opnast á „samningsviðræður“ þar sem ég hefði möguleika á að „laga“ ástandið á heimilinu og slaka á spennunni. Á þeim stað í ofbeldishringnum gat ég gert allt gott að nýju ef ég aðeins tæki á mig aukalán, borgaði fleiri reikninga, hefði betri stjórn á börnunum, bæðist afsökunar og þakkaði fyrir hversu gott líf hann væri að skapa fyrir okkur. Þetta kvöld var því bjargráðið mitt að draga andann varlega inn, anda frá, brosa, og samþykkja ofbeldið. Á þeim heimilum sem konur og börn búa við ofbeldi þá er þessi tími sem er að ganga í garð kvíðvænlegur. Þetta er einnig mjög streituvaldandi tími fyrir þær konur sem eru búnar að ná að skilja við ofbeldisfulla maka því þær þurfa á þessum tíma að vera í meiri samskiptum við þá sem þeir nýta sér til þess að hóta, ógna og beita ofbeldi til að reyna að ná aftur því valdi á því sem þeir gætu hafa misst. Börn þessara aðila eru kvíðin vegna þess að þau upplifa meiri spennu, ótta og óöryggi þar sem þau verða ýmist beint fyrir ofbeldi í þessum átökum eða óbeint fyrir því þar sem þau heyra, sjá eða finna fyrir því sem liggur í loftinu. Ofbeldi í nánum samböndum getur haft ótal margar birtingarmyndir. Konur í þessum aðstæðum bera oft ábyrgð að skapa góðar minningar fyrir sýna nánustu og verða því berskjaldaðari fyrir því að mörk þeirra séu færð og stigmögnum verði í því ofbeldi sem þær verða fyrir og þær segja ekki frá, því það á jú allt að vera svo gott á jólunum. Ofbeldi kemur okkur öllum við og ef okkur grunar að það sé verið að beita ofbeldi þá eigum við að skipta okkur að. Sýnum kærleik í því að líta í kringum okkur og láta okkur málin varða. Að lokum vil ég minna á að vaktsími Kvennaathvarfsins er opin alla hátíðina og þangað er hægt að leita til að fá ráðgjöf og stuðning. Gleðileg jól. Höfundur er kynjafræðingur og starfar sem ráðgjafi í Bjarkarhlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar jólahátíðin fer að ganga í garð og öfl samfélagsins eru búin að sameinast um að senda þau boð út til allra að núna sé sá tími árs að renna upp þar sem ríkir friður, ró, gleði og hamingja þá langar mig að skrifa nokkur orð um annarskonar jólahátíð, jólahátíð sem veldur kvíða, hræðslu, spennu og óöryggi. Væntingar um gleðileg jól eru eðlilega í hjörtum flestra og flest viljum við reyna að gera þessa hátíð jákvæða og skapa góðar minningar fyrir okkar nánustu. En á sumum heimilum er verkefnið erfiðara og vandasamara en hjá öðrum. Mig langar að endurbirta að hluta texta sem ég skrifaði árið 2017 og sem birtist í samtekt á #metoo sögum kvenna í nánum samböndum það sama ár. En þessi texti endurspeglar eitt af mörgum aðfangadagskvöldum sem ég upplifði þann tíma sem ég var í ofbeldissambandi. Í mínu sambandi kom iðulega fyrir að fyrrverandi maki minn kvartaði undan áhugaleysi mínu þegar kom að kynlífi, sú athugasemd kom alls ekki úr lausu lofti þar sem heimilislífið einkenndist af miklu andlegu og fjárhagslegu ofbeldi, sem markaði meðal annars þau áhrif að mig langaði ekki að stunda kynlíf með honum. En eins og svo margar aðrar konur í minni stöðu hafa metið af tvennu illu, þá var það annað hvort að auka það álag sem var á heimilinu, eða gefa eftir til reyna að stuðla að einhverjum tímabundum friði. Þetta kynlíf einkenndist oftast af mikilli hörku, sem ég reyndar sá ekki vel fyrr enn ég var komin út úr aðstæðunum og upplifði kynlíf sem einkendist af virðingu og mýkt. Það var ein tegund jólagjafa sem fyrrverandi maki minn var farinn að taka upp á að gefa mér. Þessar gjafir voru oftast undirfatnaður og hlutir sem hann valdi út frá sínum hugmyndum án míns samþykkis. Því var að kvöldi aðfangadags, eftir að vera búin að vera á nálum yfir því að samskipti hans við börnin mín væru í lagi, og eftir að vera búin að horfa á börnin mín eins og hengd upp á þráð í kringum hann, því aðfangadagskvöld var það kvöld sem þau voru í lengstu samfeldum samskiptunum við hann, og allir voru orðnir örmagna á að „haga sér rétt“ til að koma í veg fyrir uppþot af hans hálfu, þá var einn liður eftir sem sneri að mér. Þetta var síðasti pakkinn undir trénu, ég var fyrir löngu búin að sjá hann og þar sem ekki átti að opna hann í návist annarra vissi ég nokkurn veginn hvað hann innihélt. Og ég vissi að ég yrði að setja mig í ákveðnar stellingar þegar ég opnaði hann, ég átti fyrir það fyrsta að vera afskaplega ánægð með að hann hefði valið þetta fyrir mig, mjög upp með mér að honum fyndist ég vera nógu sexí til að geta klæðst þessum fatnaði, svo átti ég líka að vera ofsalega spennt og að sjálfsögðu 100% til í þetta, því ef ég var það ekki, ef ég sýndi minnstu viðbrögð um að þetta væri ekki nákvæmlega það sem ég vildi líka, þá kallaði það fram sturlað ástand „það er aldrei hægt að gera þér til hæfis“ „maður reynir allt“ „hvað er að þér?“ „það er óeðlilegt að þú skulir ekki hafa áhuga á kynlífi“... og það væri bara byrjunin, svo myndi taka við augnaráðið og hávaði, hann myndi skella hurðum og skápum og strunsa svo inn í tölvuherbergið „sitt“ og þegja. Hann myndi þegja í marga daga og enginn mætti vera glaður, enginn mætti leika sér og það mætti ekki heyrast í neinum. Hann myndi passa að fylgjast vel með öllu og grípa hvert tækifæri til að refsa og meiða. Og svo, eftir að jólin væru búin og engin ástæða væri lengur til að skemma og eyðileggja þá myndi opnast á „samningsviðræður“ þar sem ég hefði möguleika á að „laga“ ástandið á heimilinu og slaka á spennunni. Á þeim stað í ofbeldishringnum gat ég gert allt gott að nýju ef ég aðeins tæki á mig aukalán, borgaði fleiri reikninga, hefði betri stjórn á börnunum, bæðist afsökunar og þakkaði fyrir hversu gott líf hann væri að skapa fyrir okkur. Þetta kvöld var því bjargráðið mitt að draga andann varlega inn, anda frá, brosa, og samþykkja ofbeldið. Á þeim heimilum sem konur og börn búa við ofbeldi þá er þessi tími sem er að ganga í garð kvíðvænlegur. Þetta er einnig mjög streituvaldandi tími fyrir þær konur sem eru búnar að ná að skilja við ofbeldisfulla maka því þær þurfa á þessum tíma að vera í meiri samskiptum við þá sem þeir nýta sér til þess að hóta, ógna og beita ofbeldi til að reyna að ná aftur því valdi á því sem þeir gætu hafa misst. Börn þessara aðila eru kvíðin vegna þess að þau upplifa meiri spennu, ótta og óöryggi þar sem þau verða ýmist beint fyrir ofbeldi í þessum átökum eða óbeint fyrir því þar sem þau heyra, sjá eða finna fyrir því sem liggur í loftinu. Ofbeldi í nánum samböndum getur haft ótal margar birtingarmyndir. Konur í þessum aðstæðum bera oft ábyrgð að skapa góðar minningar fyrir sýna nánustu og verða því berskjaldaðari fyrir því að mörk þeirra séu færð og stigmögnum verði í því ofbeldi sem þær verða fyrir og þær segja ekki frá, því það á jú allt að vera svo gott á jólunum. Ofbeldi kemur okkur öllum við og ef okkur grunar að það sé verið að beita ofbeldi þá eigum við að skipta okkur að. Sýnum kærleik í því að líta í kringum okkur og láta okkur málin varða. Að lokum vil ég minna á að vaktsími Kvennaathvarfsins er opin alla hátíðina og þangað er hægt að leita til að fá ráðgjöf og stuðning. Gleðileg jól. Höfundur er kynjafræðingur og starfar sem ráðgjafi í Bjarkarhlíð.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun