Náð betri árangri ef stjórnvöld hefðu sleppt því að veita undanþágur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2021 18:45 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. Fjöldi beiðna hefur borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem taka gildi á miðnætti en þær fela í sér að aðeins tuttugu mega koma saman. Samtök fyrirtækja í veitingarekstri eru á meðal þeirra sem óskað hafa eftir undanþágum. Þau hafa sent inn beiðni fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja. „Við komum náttúrulega með þessar tillögur með fyrir augum að við teldum að það þyrfti að takmarka,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um þá ákvörðun í ráðuneytinu um að veita undanþágur frá reglunum um samkomutakmarkanir. Hann segir lokaákvörðun liggja hjá stjórnvöldum þegar kemur að reglugerðum og undanþágum hans hlutverk sé að leggja til hvað sé skynsamlegt út frá sóttvarnarsjónarmiðum. „Síðan er það stjórnvalda að gefa þessar undanþágur og skoða þá aðra þætti og þau gera það og það er endanleg niðurstaða á því. Auðvitað held ég við hefðum náð betri árangri með því að hafa takmarkanir en eins og ég segi þá þurfa stjórnvöld að skoða aðra þætti líka sem vegur þá inn í þeirra endanlegu niðurstöðu.“ Þegar hefur tveimur tónleikahöldurum verið gefnar undanþágur til að halda tónleika á morgun. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort að það sé skynsamlegt. „Það fer náttúrulega allt eftir því hvernig staðið er að hlutum. Það getur verið mjög breytilegt frá einum tónleikum til annarra. Auðvitað er margt undir í því og menn eru búnir að undirbúa þetta mjög lengi. Ef við erum að hugsa bara um faraldsfræðina og smithættuna og smitlíkurnar, sérstaklega á þessu meira smitandi ómíkron, þá því minni samgangur því minni hreyfanleiki á fólki því minni líkur á smiti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar 22. desember 2021 16:36 Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Fjöldi beiðna hefur borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem taka gildi á miðnætti en þær fela í sér að aðeins tuttugu mega koma saman. Samtök fyrirtækja í veitingarekstri eru á meðal þeirra sem óskað hafa eftir undanþágum. Þau hafa sent inn beiðni fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja. „Við komum náttúrulega með þessar tillögur með fyrir augum að við teldum að það þyrfti að takmarka,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um þá ákvörðun í ráðuneytinu um að veita undanþágur frá reglunum um samkomutakmarkanir. Hann segir lokaákvörðun liggja hjá stjórnvöldum þegar kemur að reglugerðum og undanþágum hans hlutverk sé að leggja til hvað sé skynsamlegt út frá sóttvarnarsjónarmiðum. „Síðan er það stjórnvalda að gefa þessar undanþágur og skoða þá aðra þætti og þau gera það og það er endanleg niðurstaða á því. Auðvitað held ég við hefðum náð betri árangri með því að hafa takmarkanir en eins og ég segi þá þurfa stjórnvöld að skoða aðra þætti líka sem vegur þá inn í þeirra endanlegu niðurstöðu.“ Þegar hefur tveimur tónleikahöldurum verið gefnar undanþágur til að halda tónleika á morgun. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort að það sé skynsamlegt. „Það fer náttúrulega allt eftir því hvernig staðið er að hlutum. Það getur verið mjög breytilegt frá einum tónleikum til annarra. Auðvitað er margt undir í því og menn eru búnir að undirbúa þetta mjög lengi. Ef við erum að hugsa bara um faraldsfræðina og smithættuna og smitlíkurnar, sérstaklega á þessu meira smitandi ómíkron, þá því minni samgangur því minni hreyfanleiki á fólki því minni líkur á smiti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar 22. desember 2021 16:36 Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar 22. desember 2021 16:36
Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57