Fjör í fjárhúsum landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. desember 2021 20:05 Fengitími stendur nú sem hæst í fjárhúsum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikið líf og fjör í fjárhúsum landsins á þessum tíma árs því nú stendur fengitíminn yfir. Passað er vel upp á að velja bestu hrútana á ærnar þannig að það komi falleg og vel gerð lömb í heiminn næsta vor. Fengitíminn er anna tími hjá hrútum landsins því þá er þeim hleypt til ánna þegar þær eru að ganga. Margir bændur hafa Hrútaskrána til hliðsjónar þegar þeir ákveða hvaða hrút eða hrúta þeir ætla að nota á meðan aðrir nota bestu heimahrútana. Á bænum Oddgeirshólum í Hraungerðishreppnum hinum forna er Magnús Guðmundsson, bóndi búin að hleypa til en hann er með um 300 ær og 70 gemlinga. „Já, ég er með flotta og fína hrúta, meðal annars verðlaunahrút í Hraungerðishreppi en styttan, sem ég fékk fyrir hann er búin til af Ríkharði Jónssyni 1943 en hún er búin að vera verðlaunagripur hér í sveitinni síðan þá,“ segir Magnús En hvernig sér hann þegar ærnar eru að ganga? „Þær gefa sig af hrútnum og dingla dindlinum, þá eru þær að ganga. Hrútarnir eru mjög snöggir með sitt hlutverk en þeir hafa oft margar kindur á dag og eru því þreyttir þegar að kvölda kemur,“ bætir Magnús við. Verðlaunahrútur að störfum í fjárhúsinu á Oddgeirhsólum. Útkoman verður falleg lömb vorið 2022 ef allt hefur heppnast vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með gott bókhald og skráir allt niður hvaða kind fær hvaða hrút og svo framvegis enda sé það mikilvægt vegna ræktunarstarfsins. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, já, það er það, þetta er skemmtilegasta búgreinin,“ segir Magnús brosandi. Magnús segir að fengitíminn taki um þrjár vikur og hann verði því að vera sérstaklega vel vakandi yfir fénu þann tíma svo allt gangi upp. Ef allt gengur upp reiknar hann með að sex til sjö hundruð lömb komi í heiminn á bænum næsta vor. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Fengitíminn er anna tími hjá hrútum landsins því þá er þeim hleypt til ánna þegar þær eru að ganga. Margir bændur hafa Hrútaskrána til hliðsjónar þegar þeir ákveða hvaða hrút eða hrúta þeir ætla að nota á meðan aðrir nota bestu heimahrútana. Á bænum Oddgeirshólum í Hraungerðishreppnum hinum forna er Magnús Guðmundsson, bóndi búin að hleypa til en hann er með um 300 ær og 70 gemlinga. „Já, ég er með flotta og fína hrúta, meðal annars verðlaunahrút í Hraungerðishreppi en styttan, sem ég fékk fyrir hann er búin til af Ríkharði Jónssyni 1943 en hún er búin að vera verðlaunagripur hér í sveitinni síðan þá,“ segir Magnús En hvernig sér hann þegar ærnar eru að ganga? „Þær gefa sig af hrútnum og dingla dindlinum, þá eru þær að ganga. Hrútarnir eru mjög snöggir með sitt hlutverk en þeir hafa oft margar kindur á dag og eru því þreyttir þegar að kvölda kemur,“ bætir Magnús við. Verðlaunahrútur að störfum í fjárhúsinu á Oddgeirhsólum. Útkoman verður falleg lömb vorið 2022 ef allt hefur heppnast vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með gott bókhald og skráir allt niður hvaða kind fær hvaða hrút og svo framvegis enda sé það mikilvægt vegna ræktunarstarfsins. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, já, það er það, þetta er skemmtilegasta búgreinin,“ segir Magnús brosandi. Magnús segir að fengitíminn taki um þrjár vikur og hann verði því að vera sérstaklega vel vakandi yfir fénu þann tíma svo allt gangi upp. Ef allt gengur upp reiknar hann með að sex til sjö hundruð lömb komi í heiminn á bænum næsta vor. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira