Hafa vísað 27 frá Íslandi vegna skorts á gögnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2021 15:57 Lögregla er reglulega kölluð til á Keflavíkurflugvelli þegar skortur er á gögnum frá ferðamönnum. Vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til aðstoðar á Keflavíkurflugvelli 440 sinnum frá 1. júní til 15. desember vegna þess að gögn ferðamanna voru ekki talin fullnægjandi. Af þeim var 27 einstaklingum vísað frá landi vegna þessa. Þetta kemur fram í svari sviðsstjóra landamærasviðs ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Beiðni nefndarinnar var send vegna þess að til skoðunar er framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæðis í loftferðalögum um tímabundnar skyldur flugrekenda þegar hætta er á að farsóttir berist til Íslands. Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir minnisblöðum um þrennt: Í fyrsta lagi gögnum um heildartölu komufarþega frá því að reglur settar skv. lögum nr. 41/2021 tóku gildi, þar af hversu margir eru íslenskir ríkisborgarar og farþegar búsettir á Íslandi (EES-borgarar). Í öðru lagi um framkvæmd sóttvarnareftirlits á Keflavíkurflugvelli, með skoðun viðeigandi skjala og sýnatöku og skoðun skjala við byrðingu erlendis. Í þriðja lagi tölfræði um hversu margir hafi komið til landsins án fullnægjandi gagna og hve mörgum hafi verið vísað frá landi af þeim sökum. Óska eftir trúnaði um framkvæmd eftirlitsins Fram kemur í svarinu að um 791 þúsund manns hafi komið til Íslands á tímabilinu. Ekki liggi þó fyrir upplýsingar um heildarfjölda íslenskra ríkisborgara og farþega búsetta á Íslandi af heildarfjöldanum. Samkvæmt forskráningarkerfi landlæknis er hlutfall íslenskra ríkisborgara 21 prósent og EES og EFTA borgara 42 prósent, samtals 63% af heildarfjölda komufarþega á umræddu tímabili. Ríkislögreglustjóri vísar í stöðuskýrslu starfshóps um aðgerðir á landamærum vegna Covid-19 varðandi fyrirspurn um framkvæmd sóttvarnaeftirlits. Er vakin athygli á að stöðuskýrslan hafi verið unnin sem umræðuskjal og ekki ætluð til opinberrar birtingar. Er því óskað eftir því að trúnaður ríki um skýrsluna. 440 tilvik og 27 vísað úr landi Að lokum vísar Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, til þess að nokkur fjöldi ferðamanna komi á hverjum degi til landsins þar sem gögn séu ekki talin fullnægjandi. Í þeim tilvikum sé lögreglan kölluð til aðstoðar. „Frá 1. júní til 15. desember eru skráð 440 tilvik í kerfum lögreglu. Á sama tímabili voru 27 einstaklingum frávísað á þeim grundvelli að þeir uppfylltu ekki kröfur um viðeigandi gögn við komu,“ segir í svari sviðsstjórans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Þetta kemur fram í svari sviðsstjóra landamærasviðs ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Beiðni nefndarinnar var send vegna þess að til skoðunar er framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæðis í loftferðalögum um tímabundnar skyldur flugrekenda þegar hætta er á að farsóttir berist til Íslands. Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir minnisblöðum um þrennt: Í fyrsta lagi gögnum um heildartölu komufarþega frá því að reglur settar skv. lögum nr. 41/2021 tóku gildi, þar af hversu margir eru íslenskir ríkisborgarar og farþegar búsettir á Íslandi (EES-borgarar). Í öðru lagi um framkvæmd sóttvarnareftirlits á Keflavíkurflugvelli, með skoðun viðeigandi skjala og sýnatöku og skoðun skjala við byrðingu erlendis. Í þriðja lagi tölfræði um hversu margir hafi komið til landsins án fullnægjandi gagna og hve mörgum hafi verið vísað frá landi af þeim sökum. Óska eftir trúnaði um framkvæmd eftirlitsins Fram kemur í svarinu að um 791 þúsund manns hafi komið til Íslands á tímabilinu. Ekki liggi þó fyrir upplýsingar um heildarfjölda íslenskra ríkisborgara og farþega búsetta á Íslandi af heildarfjöldanum. Samkvæmt forskráningarkerfi landlæknis er hlutfall íslenskra ríkisborgara 21 prósent og EES og EFTA borgara 42 prósent, samtals 63% af heildarfjölda komufarþega á umræddu tímabili. Ríkislögreglustjóri vísar í stöðuskýrslu starfshóps um aðgerðir á landamærum vegna Covid-19 varðandi fyrirspurn um framkvæmd sóttvarnaeftirlits. Er vakin athygli á að stöðuskýrslan hafi verið unnin sem umræðuskjal og ekki ætluð til opinberrar birtingar. Er því óskað eftir því að trúnaður ríki um skýrsluna. 440 tilvik og 27 vísað úr landi Að lokum vísar Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, til þess að nokkur fjöldi ferðamanna komi á hverjum degi til landsins þar sem gögn séu ekki talin fullnægjandi. Í þeim tilvikum sé lögreglan kölluð til aðstoðar. „Frá 1. júní til 15. desember eru skráð 440 tilvik í kerfum lögreglu. Á sama tímabili voru 27 einstaklingum frávísað á þeim grundvelli að þeir uppfylltu ekki kröfur um viðeigandi gögn við komu,“ segir í svari sviðsstjórans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira