Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2021 08:02 Þórólfur segir ljóst að ómíkron smitist auðveldlega en það sé mögulega vægara en delta. Enn sé þó margt á huldu og upplýsingar um hið nýja afbrigði að koma fram í rauntíma. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu á Bylgjunni nú fyrir stundu en hann skilar í dag nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sóttvarnalæknir vildi ekkert gefa upp um efni minnisblaðsins en sagði nauðsynlegt að horfa raunhæft á stöðuna. Þórólfur sagði flesta vera að passa sig mjög vel en á sama tíma væru margir sem gerðu það ekki. Þá væri ómíkron-afbrigðið komið á siglingu og það væri afar smitandi. Sóttvarnalæknir sagðist fylgjast náið með stöðunni erlendis og ef horft væri til Danmerkur, þar sem 18 þúsund manns hefðu greinst með ómíkron, væru 0,7 prósent að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta væri nokkuð minna en við hefðum séð með delta en hingað til hefðu 1,2 til 1,3 prósent lagst inn. Þórólfur sagði að ef Íslendingar færu að sjá sambærilegar tölur og Danir væri um að ræða allt að 7 til 800 greinda á dag, sem þýddi nokkrar innlagnir á dag. Ljóst væri að Landspítalinn myndi að óbreyttu ekki ráða við 4 til 6 innlagnir vegna Covid á degi hverjum. Spurður að því hvort það væri raunverulega svo að tveir bóluefnaskammtar veittu litla vörn sagði Þórólfur svo vera en að miklar vonir væru bundnar við að örvunarskammturinn veitti góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Örvunarbólusetningar hefðu gengið vel hérlendis og um 150 þúsund þegar fengið örvunarskammt en engu að síður ætti ennþá helmingur bólusettra eftir að fá örvunarskammt og þá væri fjöldi enn óbólusettur. Ómíkron ætti því greiða leið um samfélagið enn sem komið er. Þórólfur sagði þá sem væru að veikjast yngra fólk og fólk á miðjum aldri. Þetta væri fólkið sem væri minnst bólusett og mest á ferðinni. Þúsundir væru í sóttkví en hún væri helsta ráðið sem við ættum til að freista þess að hamla útbreiðslu veirunnar. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt ástand,“ sagði Þórólfur um jólahátíðina sem er framundan. „Þetta er vissulega óskemmtilegt fyrir þá sem lenda í því og ekkert hægt að draga fjöður yfir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu á Bylgjunni nú fyrir stundu en hann skilar í dag nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sóttvarnalæknir vildi ekkert gefa upp um efni minnisblaðsins en sagði nauðsynlegt að horfa raunhæft á stöðuna. Þórólfur sagði flesta vera að passa sig mjög vel en á sama tíma væru margir sem gerðu það ekki. Þá væri ómíkron-afbrigðið komið á siglingu og það væri afar smitandi. Sóttvarnalæknir sagðist fylgjast náið með stöðunni erlendis og ef horft væri til Danmerkur, þar sem 18 þúsund manns hefðu greinst með ómíkron, væru 0,7 prósent að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta væri nokkuð minna en við hefðum séð með delta en hingað til hefðu 1,2 til 1,3 prósent lagst inn. Þórólfur sagði að ef Íslendingar færu að sjá sambærilegar tölur og Danir væri um að ræða allt að 7 til 800 greinda á dag, sem þýddi nokkrar innlagnir á dag. Ljóst væri að Landspítalinn myndi að óbreyttu ekki ráða við 4 til 6 innlagnir vegna Covid á degi hverjum. Spurður að því hvort það væri raunverulega svo að tveir bóluefnaskammtar veittu litla vörn sagði Þórólfur svo vera en að miklar vonir væru bundnar við að örvunarskammturinn veitti góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Örvunarbólusetningar hefðu gengið vel hérlendis og um 150 þúsund þegar fengið örvunarskammt en engu að síður ætti ennþá helmingur bólusettra eftir að fá örvunarskammt og þá væri fjöldi enn óbólusettur. Ómíkron ætti því greiða leið um samfélagið enn sem komið er. Þórólfur sagði þá sem væru að veikjast yngra fólk og fólk á miðjum aldri. Þetta væri fólkið sem væri minnst bólusett og mest á ferðinni. Þúsundir væru í sóttkví en hún væri helsta ráðið sem við ættum til að freista þess að hamla útbreiðslu veirunnar. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt ástand,“ sagði Þórólfur um jólahátíðina sem er framundan. „Þetta er vissulega óskemmtilegt fyrir þá sem lenda í því og ekkert hægt að draga fjöður yfir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira