Forseti Alþjóðahandboltasambandsins gerði sig að fífli í ræðu eftir úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 08:00 Norsku stelpurnar fagna hér sigri og létu fáránlega ræðu forsetans ekki trufla sig en þær frönsku urðu enn svekktari eftir að forseti IHF mundi ekki einu sinn eftir því að þær höfðu spilað úrslitaleikinn. Samsett/EPA-EFE/Enric Fontcuberta Norðmenn tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í gær eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum. Ræða eftir leik hneykslaði marga. Eftir leikinn hélt Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandboltasambandsins, nefnilega ansi skrautlega ræðu. Instagram/Sportbladet Þar sem Noregur og Frakkland voru að spila til úrslita þá ætti það ekki að fara fram hjá neinum hvaða lið vann gullið og hvaða lið varð í öðru sæti. Norsku stelpurnar fögnuðu og þær frönsku gengi niðurlútar af velli. Moustafa tókst hins vegar að klúðra því í þessari fáránlegu ræðu sinni. „Ég lýsi því yfir að Noregur er heimsmeistari,“ sagði Hassan Moustafa og tók sér smá hlé áður en hann hélt áfram: „og Danmörk ... og Danmörk varð í öðru sæti. Og Frakkland varð í þriðja sæti. Hamingjuóskir til liðanna,“ sagði Moustafa. Dönsku stelpurnar höfðu fyrr um daginn tryggt sér bronsverðlaunin með sigri á Spáni í leiknum um þriðja sætið. I m more interested in who won the Presidents Cup #handball pic.twitter.com/uE9ZpfGYPP— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 19, 2021 Fólkið í Granollers púaði á forsetann sem var að fara með fáránlegar fleipur og gera sig að fífli þrátt fyrir að vera að greinilega að lesa upplýsingarnar af miða. Það er ekki nóg með að hann gerði þessi mistök heldur sýndi hann bestu handboltakonum heims algjört virðingaleysi með þessu bulli sínu. Moustafa skildi ekkert í viðbrögðum áhorfenda og heldur ekki þegar aðstoðarmaður hans reyndi að útskýra fyrir honum að Frakkland hafði í raun lent í öðru sætinu. „Annað sætið til Danmerkur. Ég skil ekki,“ sagði Moustafa. Ups: Håndboldpræsident udråbte Danmark som sølvvinder https://t.co/bYngG37U5l pic.twitter.com/UHqrss6kGM— JP Sport (@sportenJP) December 19, 2021 HM 2021 í handbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Eftir leikinn hélt Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandboltasambandsins, nefnilega ansi skrautlega ræðu. Instagram/Sportbladet Þar sem Noregur og Frakkland voru að spila til úrslita þá ætti það ekki að fara fram hjá neinum hvaða lið vann gullið og hvaða lið varð í öðru sæti. Norsku stelpurnar fögnuðu og þær frönsku gengi niðurlútar af velli. Moustafa tókst hins vegar að klúðra því í þessari fáránlegu ræðu sinni. „Ég lýsi því yfir að Noregur er heimsmeistari,“ sagði Hassan Moustafa og tók sér smá hlé áður en hann hélt áfram: „og Danmörk ... og Danmörk varð í öðru sæti. Og Frakkland varð í þriðja sæti. Hamingjuóskir til liðanna,“ sagði Moustafa. Dönsku stelpurnar höfðu fyrr um daginn tryggt sér bronsverðlaunin með sigri á Spáni í leiknum um þriðja sætið. I m more interested in who won the Presidents Cup #handball pic.twitter.com/uE9ZpfGYPP— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 19, 2021 Fólkið í Granollers púaði á forsetann sem var að fara með fáránlegar fleipur og gera sig að fífli þrátt fyrir að vera að greinilega að lesa upplýsingarnar af miða. Það er ekki nóg með að hann gerði þessi mistök heldur sýndi hann bestu handboltakonum heims algjört virðingaleysi með þessu bulli sínu. Moustafa skildi ekkert í viðbrögðum áhorfenda og heldur ekki þegar aðstoðarmaður hans reyndi að útskýra fyrir honum að Frakkland hafði í raun lent í öðru sætinu. „Annað sætið til Danmerkur. Ég skil ekki,“ sagði Moustafa. Ups: Håndboldpræsident udråbte Danmark som sølvvinder https://t.co/bYngG37U5l pic.twitter.com/UHqrss6kGM— JP Sport (@sportenJP) December 19, 2021
HM 2021 í handbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira