Fagna sigri gyðinga fyrir meira en tvö þúsund árum á ljósahátíðinni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. desember 2021 19:42 Rabbíninn Avraham "Avi" Feldman segir gyðingasamfélagið á Íslandi telja hátt í 600 manns. Vísir/Arnar Á sama tíma og margir Íslendingar búa sig undir jólin er íslenska gyðingasamfélagið búið að halda upp á sína hátíð. Nokkur hundruð manns tilheyra samfélaginu en rabbíni segist þakklátur fyrir stuðningin sem yfirvöld og Íslendingar hafa veitt þeim. Rabbíninn Avraham Feldman kom til Íslands ásamt fjölskyldu sinni fyrir um fjórum árum til að skapa ný tækifæri fyrir gyðingasamfélagið á Íslandi. Avraham, eða Avi eins og hann er kallaður, er fyrsti rabbíninn með fasta búsetu á Íslandi en hann tilheyrir Chabad-Lubavitch söfnuðinum. „Gyðingasamfélagið á Íslandi hefur verið hér í meira en 150 ár en það hefur aldrei verið opinbert og viðurkennt gyðingasamfélag hér,“ segir Avi. Að sögn Avis telur gyðingasamfélagið á Íslandi um 500 til 600 manns í dag en skömmu eftir að fjölskyldan kom til Íslands hófust þau handa við að fá gyðingatrú samþykkta af yfirvöldum. „Í apríl á þessu ári var gyðingdómur viðurkenndur og skráður á Íslandi sem trú og sem samfélag,“ segir Avi en hann þakkar stjórnvöldum fyrir að styðja við samfélagið og Íslendingum fyrir að taka vel á móti þeim. Í febrúar 2020 fékk íslenski söfnuðurinn Torah rollu sem að sögn Avis er undirstaða hvers gyðingasamfélags. Engin sýnagóga er hér á landi en Avi bindur vonir við að bráðlega muni íslenska gyðingasamfélagið eiga sinn eigin stað. „Framtíðarsýn okkar fyrir gyðingasamfélagið er að hafa gyðingahús, samkomuhús einhvern tímann í framtíðinni,“ segir Avi. Þakklát fyrir að geta haldið upp á sína hátíð Hátíðirnar hjá gyðingum eru með öðru sniði en margir Íslendingar hafa komið til með að venjast en þau halda upp á Hanukkah, eða ljósahátíðina eins og hún kallast á íslensku. Misjafnt er eftir árum hvenær hátíðin fram, en það er yfirleitt í desember. „Saga ljósahátíðarinnar er meira en tvö þúsund ára gömul. Það var þegar sýrlensku Grikkirnir komu til Ísraels og vildu þröngva menningu sinni og heimspeki upp á alla,“ útskýrir Avi. „Fyrir kraftaverk tókst Gyðingum einhvern veginn að hrekja herina út úr Ísrael svo við fögnum þeirri staðreynd að við gátum viðhaldið hefðum okkar, lífsháttum okkar og einnig erum við að fagna kraftaverki olíunnar.“ „Það er saga um það kraftaverk að hún logaði í átta daga þótt það væri bara næg olía fyrir einn dag. Svo við fögnum með ljósum, við kveikjum á „menorah,“ sem er átta arma ljósastika fyrir átta nætur ljósahátíðarinnar,“ segir Avi. Undanfarin fjögur ár hefur gyðingasamfélagið á Íslandi fagnað hátíðinni í miðbænum. Í ár hófst hátíðin í lok nóvember og lauk þann 6. desember. Forsetafrúin Eliza Reid var meðal viðstaddra í ár og hélt ræðu auk þess sem nokkrir sendiherrar tóku þátt í fögnuðinum. „Sú staðreynd að við getum gert þetta hérna sýnir að það er stuðningur frá borginni og frá stjórnvöldum við gyðingasamfélagið og alls konar fólk með alls konar bakgrunn,“ segir Avi. Þrátt fyrir að þau haldi ekki upp á jólin segir Avi þau hafa gaman af stemningunni sem skapast á þessum tíma. „Þetta kemur mjög vel út því við njótum þess að gefa „hanukkah“-gjafir, svo við kunnum að meta andrúmsloftið í borginni, sérstaklega í miðborginni,“ segir Avi. „Við njótum þess virkilega að vera hér á Íslandi á þessum tíma árs.“ Trúmál Jól Reykjavík Tengdar fréttir Gyðingar fari huldu höfði á Íslandi Það eru einna helst tvær ástæður fyrir því að gyðingdómur er ekki með formlega trúfélagsskráningu á Íslandi. 2. maí 2019 09:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Rabbíninn Avraham Feldman kom til Íslands ásamt fjölskyldu sinni fyrir um fjórum árum til að skapa ný tækifæri fyrir gyðingasamfélagið á Íslandi. Avraham, eða Avi eins og hann er kallaður, er fyrsti rabbíninn með fasta búsetu á Íslandi en hann tilheyrir Chabad-Lubavitch söfnuðinum. „Gyðingasamfélagið á Íslandi hefur verið hér í meira en 150 ár en það hefur aldrei verið opinbert og viðurkennt gyðingasamfélag hér,“ segir Avi. Að sögn Avis telur gyðingasamfélagið á Íslandi um 500 til 600 manns í dag en skömmu eftir að fjölskyldan kom til Íslands hófust þau handa við að fá gyðingatrú samþykkta af yfirvöldum. „Í apríl á þessu ári var gyðingdómur viðurkenndur og skráður á Íslandi sem trú og sem samfélag,“ segir Avi en hann þakkar stjórnvöldum fyrir að styðja við samfélagið og Íslendingum fyrir að taka vel á móti þeim. Í febrúar 2020 fékk íslenski söfnuðurinn Torah rollu sem að sögn Avis er undirstaða hvers gyðingasamfélags. Engin sýnagóga er hér á landi en Avi bindur vonir við að bráðlega muni íslenska gyðingasamfélagið eiga sinn eigin stað. „Framtíðarsýn okkar fyrir gyðingasamfélagið er að hafa gyðingahús, samkomuhús einhvern tímann í framtíðinni,“ segir Avi. Þakklát fyrir að geta haldið upp á sína hátíð Hátíðirnar hjá gyðingum eru með öðru sniði en margir Íslendingar hafa komið til með að venjast en þau halda upp á Hanukkah, eða ljósahátíðina eins og hún kallast á íslensku. Misjafnt er eftir árum hvenær hátíðin fram, en það er yfirleitt í desember. „Saga ljósahátíðarinnar er meira en tvö þúsund ára gömul. Það var þegar sýrlensku Grikkirnir komu til Ísraels og vildu þröngva menningu sinni og heimspeki upp á alla,“ útskýrir Avi. „Fyrir kraftaverk tókst Gyðingum einhvern veginn að hrekja herina út úr Ísrael svo við fögnum þeirri staðreynd að við gátum viðhaldið hefðum okkar, lífsháttum okkar og einnig erum við að fagna kraftaverki olíunnar.“ „Það er saga um það kraftaverk að hún logaði í átta daga þótt það væri bara næg olía fyrir einn dag. Svo við fögnum með ljósum, við kveikjum á „menorah,“ sem er átta arma ljósastika fyrir átta nætur ljósahátíðarinnar,“ segir Avi. Undanfarin fjögur ár hefur gyðingasamfélagið á Íslandi fagnað hátíðinni í miðbænum. Í ár hófst hátíðin í lok nóvember og lauk þann 6. desember. Forsetafrúin Eliza Reid var meðal viðstaddra í ár og hélt ræðu auk þess sem nokkrir sendiherrar tóku þátt í fögnuðinum. „Sú staðreynd að við getum gert þetta hérna sýnir að það er stuðningur frá borginni og frá stjórnvöldum við gyðingasamfélagið og alls konar fólk með alls konar bakgrunn,“ segir Avi. Þrátt fyrir að þau haldi ekki upp á jólin segir Avi þau hafa gaman af stemningunni sem skapast á þessum tíma. „Þetta kemur mjög vel út því við njótum þess að gefa „hanukkah“-gjafir, svo við kunnum að meta andrúmsloftið í borginni, sérstaklega í miðborginni,“ segir Avi. „Við njótum þess virkilega að vera hér á Íslandi á þessum tíma árs.“
Trúmál Jól Reykjavík Tengdar fréttir Gyðingar fari huldu höfði á Íslandi Það eru einna helst tvær ástæður fyrir því að gyðingdómur er ekki með formlega trúfélagsskráningu á Íslandi. 2. maí 2019 09:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Gyðingar fari huldu höfði á Íslandi Það eru einna helst tvær ástæður fyrir því að gyðingdómur er ekki með formlega trúfélagsskráningu á Íslandi. 2. maí 2019 09:00