Erfiðara að sitja í einangrun en að setja sig inn í fjárlögin Óttar Kolbeinsson Proppé og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. desember 2021 20:35 Varaþingmennirnir hafa helgina til að setja sig inn í mál málanna, fjárlagafrumvarp næsta árs. vísir Varaþingmenn Viðreisnar eru klárir í slaginn en þeir þurfa að kynna sér fjárlagafrumvarpið um helgina til að geta tekið þátt í umræðum á þinginu um það í næstu viku. Allir þingmenn Viðreisnar hafa greinst með kórónuveiruna. Það er einstakt í sögunni að svo stór þingflokkur sé alfarið skipaður varamönnum vegna veikinda. „Já þetta var vissulega mjög óvænt. Ég frétti af þessu bara í morgun. Og auðvitað hugsar maður fyrst og fremst til þeirra sem smituðust en þetta er bara mikill heiður að fá að fara inn í þetta hús hérna á mánudaginn,“ segir varaþingmaðurinn Thomas Möller. Hann var ekki alveg búinn að græja það sem hann þarf að klára fyrir jólin en honum gefst eflaust lítill tími til þess í næstu viku. „En það var gerður skurkur í dag í jólainnkaupum og rauðkálið var skorið niður áðan. Þannig þetta er allt að koma.“ Rætt var við Thomas og Elínu Önnu Gísladóttur, varaþingmenn Viðreisnar í Kvöldfréttum í kvöld: Bagaleg staða Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er sjálfur í sóttkví ásamt öllum sínum þingflokki eftir að Oddný G. Harðardóttir, þingmaður flokksins, greindist með veiruna. Hann segir það bagalegt að svo margir þinmenn séu úr leik við umræðu um fjárlögin. „Það er auðvitað bagalegt þegar kannski mikilvægustu lög landsins eru til umræðu og við búin að setja okkur mikið inn í þau að þurfa að kalla algerlega nýtt fólk að borðinu í svo miklum mæli eins og til dæmis Viðreisn þarf að gera,“ segir Logi. Þrátt fyrir það telja varaþingmennirnir sig tilbúna til að takast á við áskorunina. „Við erum bara tilbúin í slaginn og hlökkum til að takast á við þetta verkefni. Þetta er stór áskorun auðvitað en við erum tilbúin,“ segir Elín Anna. Nú reynir á varaþingmenn stjórnarandstöðunnar. Elín Anna er tilbúin í slaginn.Viðreisn Það eru ekki bara þingmenn Viðreisnar sem eru smitaðir heldur líka starfsfólk þingflokksins. „Og hugur okkar er náttúrulega bara hjá starfsfólkinu og þingmönnunum sem eru veikir og við vonum að þau veikist ekki illa. Og almennt bara allir landsmenn – það er fullt af fólki í einangrun, það er erfitt, það er jólatíð núna og fólk vill vera með fjölskyldunni sinni. Þannig að þó að við fáum stórt verkefni að glíma við þá held ég að það sé erfiðara að sitja heima í einangrun núna,“ segir Elín Anna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Öll saman í litlu herbergi og ekki hægt að komast hjá því að smitast Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er annar þingmaður flokksins sem greinist með kórónuveiruna. Hann er slappur en nokkuð brattur þrátt fyrir það og er kominn í einangrun austur fyrir fjall, þar sem hann verður einn yfir jólin. 18. desember 2021 10:08 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
„Já þetta var vissulega mjög óvænt. Ég frétti af þessu bara í morgun. Og auðvitað hugsar maður fyrst og fremst til þeirra sem smituðust en þetta er bara mikill heiður að fá að fara inn í þetta hús hérna á mánudaginn,“ segir varaþingmaðurinn Thomas Möller. Hann var ekki alveg búinn að græja það sem hann þarf að klára fyrir jólin en honum gefst eflaust lítill tími til þess í næstu viku. „En það var gerður skurkur í dag í jólainnkaupum og rauðkálið var skorið niður áðan. Þannig þetta er allt að koma.“ Rætt var við Thomas og Elínu Önnu Gísladóttur, varaþingmenn Viðreisnar í Kvöldfréttum í kvöld: Bagaleg staða Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er sjálfur í sóttkví ásamt öllum sínum þingflokki eftir að Oddný G. Harðardóttir, þingmaður flokksins, greindist með veiruna. Hann segir það bagalegt að svo margir þinmenn séu úr leik við umræðu um fjárlögin. „Það er auðvitað bagalegt þegar kannski mikilvægustu lög landsins eru til umræðu og við búin að setja okkur mikið inn í þau að þurfa að kalla algerlega nýtt fólk að borðinu í svo miklum mæli eins og til dæmis Viðreisn þarf að gera,“ segir Logi. Þrátt fyrir það telja varaþingmennirnir sig tilbúna til að takast á við áskorunina. „Við erum bara tilbúin í slaginn og hlökkum til að takast á við þetta verkefni. Þetta er stór áskorun auðvitað en við erum tilbúin,“ segir Elín Anna. Nú reynir á varaþingmenn stjórnarandstöðunnar. Elín Anna er tilbúin í slaginn.Viðreisn Það eru ekki bara þingmenn Viðreisnar sem eru smitaðir heldur líka starfsfólk þingflokksins. „Og hugur okkar er náttúrulega bara hjá starfsfólkinu og þingmönnunum sem eru veikir og við vonum að þau veikist ekki illa. Og almennt bara allir landsmenn – það er fullt af fólki í einangrun, það er erfitt, það er jólatíð núna og fólk vill vera með fjölskyldunni sinni. Þannig að þó að við fáum stórt verkefni að glíma við þá held ég að það sé erfiðara að sitja heima í einangrun núna,“ segir Elín Anna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Öll saman í litlu herbergi og ekki hægt að komast hjá því að smitast Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er annar þingmaður flokksins sem greinist með kórónuveiruna. Hann er slappur en nokkuð brattur þrátt fyrir það og er kominn í einangrun austur fyrir fjall, þar sem hann verður einn yfir jólin. 18. desember 2021 10:08 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Öll saman í litlu herbergi og ekki hægt að komast hjá því að smitast Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er annar þingmaður flokksins sem greinist með kórónuveiruna. Hann er slappur en nokkuð brattur þrátt fyrir það og er kominn í einangrun austur fyrir fjall, þar sem hann verður einn yfir jólin. 18. desember 2021 10:08