Af línunni, í markið og í landsliðið á níu árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2021 11:01 Saga Sif Gísladóttir er með rúmlega fjörutíu prósent hlutfallsmarkvörslu í Olís-deild kvenna. vísir/Hulda Margrét Saga Sif Gísladóttir, 26 ára gamall markvörður Vals og íslenska landsliðsins, byrjaði afar seint að æfa mark, eða þegar hún var sautján ára. „Ég byrjaði bara í meistaraflokki, fyrir níu árum,“ sagði Saga aðspurð um óvenjulega byrjun á markvarðaferlinum. „Ég var línumaður og okkur vantaði markvörð í meistaraflokkinn. Gulli [Jón Gunnlaugur Viggósson] hringdi í mig rétt áður en tímabilið byrjaði og bað mig um að koma út til Þýskalands í æfingaferð sem markvörður. Það var skrítið augnablik,“ sagði Saga sem er uppalinn hjá FH. Hún fann strax að hún var komin á rétta hillu í markinu. „Mér fannst frábært að spila úti en þetta er þar sem ég á að vera.“ Á síðasta ári var Saga valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn, þá 24 ára. Hún á ekki neina yngri landsleiki á ferilskránni og hafði aldrei komist nálægt neinu landsliði. „Ég byrjaði seint að æfa handbolta, eða í 4. flokki, og var aldrei í neinni hæfileikamótun eða neinu slíku. Ég komst aldrei í nein úrtök en það var alltaf markmiðið að komast í landsliðið.“ Íslenska landsliðið vann það serbneska í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022 og því eru möguleikar þess á að komast á Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi ágætir. Næstu leikir Íslands í undankeppninni eru gegn Tyrklandi í byrjun mars á næsta ári. „Auðvitað leyfum við okkur að dreyma,“ sagði Saga aðspurð um möguleikana á að komast á EM. „Hvort sem ég verð í landsliðinu eða ekki vona ég að Ísland komist á stórmót og geri vel. Það eitt að fá að æfa og spila með þessum hópi eru forréttindi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og æfingarnar eru geggjaðar.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Valur EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Ég byrjaði bara í meistaraflokki, fyrir níu árum,“ sagði Saga aðspurð um óvenjulega byrjun á markvarðaferlinum. „Ég var línumaður og okkur vantaði markvörð í meistaraflokkinn. Gulli [Jón Gunnlaugur Viggósson] hringdi í mig rétt áður en tímabilið byrjaði og bað mig um að koma út til Þýskalands í æfingaferð sem markvörður. Það var skrítið augnablik,“ sagði Saga sem er uppalinn hjá FH. Hún fann strax að hún var komin á rétta hillu í markinu. „Mér fannst frábært að spila úti en þetta er þar sem ég á að vera.“ Á síðasta ári var Saga valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn, þá 24 ára. Hún á ekki neina yngri landsleiki á ferilskránni og hafði aldrei komist nálægt neinu landsliði. „Ég byrjaði seint að æfa handbolta, eða í 4. flokki, og var aldrei í neinni hæfileikamótun eða neinu slíku. Ég komst aldrei í nein úrtök en það var alltaf markmiðið að komast í landsliðið.“ Íslenska landsliðið vann það serbneska í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022 og því eru möguleikar þess á að komast á Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi ágætir. Næstu leikir Íslands í undankeppninni eru gegn Tyrklandi í byrjun mars á næsta ári. „Auðvitað leyfum við okkur að dreyma,“ sagði Saga aðspurð um möguleikana á að komast á EM. „Hvort sem ég verð í landsliðinu eða ekki vona ég að Ísland komist á stórmót og geri vel. Það eitt að fá að æfa og spila með þessum hópi eru forréttindi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og æfingarnar eru geggjaðar.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Valur EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira