Vilja staðfestingu á að friðlýsingin hafi ekki áhrif út fyrir landamörk Dranga Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 10:39 Pétur Guðmundsson, bóndi í Ófeigsfirði, á göngubrúnni yfir Hvalá. Vísir/Egill Eigendur Ófeigsfjarðar, jarðar í Árneshreppi, hafa óskað eftir staðfestingu á að nýleg friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanna Norðvesturkjördæmis, en það er Bæjarins besta sem greinir frá málinu. Í bréfinu er þeirri kröfu beint til ráðherra, Umhverfisstofnunar og forsvarsmanna Dranga að þeir staðfesti að friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga eða að opinber yfirlýsing komi frá Alþingi um að áhrifasvæði friðlýsingar nái aðeins til „óumdeildra landamerkja“ Dranga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, skrifaði undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á síðasta degi sínum í embættinu, en undirbúningur hafði þá staðið yfir í nokkur ár. Með friðlýsingunni mætti ekki reisa ný mannvirki í fimm kílómetra radíus frá Drangajörðinni. Sjá má á kortinu hve langt það nær, um það bil, en það gæti haft áhrif á svæði þar sem virkjanaframkvæmdir eru fyrirhugaðar.Vísir/Hjalti „Frekleg aðför“ Það er Pétur Guðmundsson sem ritar undir bréfið fyrir hönd eigenda jarðarinnar Ófeigsfjarðar. Þar segir að eins og friðlýsingin beri með sér að áhrifasvæði friðlýsingarinnar nái yfir nær alla Skjaldabjarnarvík, Drangavík, Engjanes og talsvert inn á jörð Ófeigsfjarðar. „Þetta er frekleg aðför að einkaeignarrétti þeirra sem eiga jarðir sem þessi friðun hefur áhrif á,“ segir í bréfinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 þar sem rétt er við Pétur um deilurnar um friðlýsingu og mögulega Hvalárvirkjun. Lögum var breytt á síðasta ári á þann veg að hægt væri að friðlýsa svæði sem uppfylli öll skilyrði sem óbyggt víðerni þótt mannvirki séu til staðar í innan við fimm kílómetra fjarlægð að jafnaði frá mörkum svæðisins. Í svari Evu B. Sólan Hannesdóttur, lögfræðings Umhverfisstofnunar og formanns starfshóps um friðlýsingu Dranga, kemur ekki fram hvort athugað hafi verið hvort hugmyndir um Hvalárvirkjun myndi að einhverju leyti vera innan fjarlægðamarka friðlýsta svæðisins að Dröngum. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47 Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07 Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem sent var til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanna Norðvesturkjördæmis, en það er Bæjarins besta sem greinir frá málinu. Í bréfinu er þeirri kröfu beint til ráðherra, Umhverfisstofnunar og forsvarsmanna Dranga að þeir staðfesti að friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga eða að opinber yfirlýsing komi frá Alþingi um að áhrifasvæði friðlýsingar nái aðeins til „óumdeildra landamerkja“ Dranga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, skrifaði undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á síðasta degi sínum í embættinu, en undirbúningur hafði þá staðið yfir í nokkur ár. Með friðlýsingunni mætti ekki reisa ný mannvirki í fimm kílómetra radíus frá Drangajörðinni. Sjá má á kortinu hve langt það nær, um það bil, en það gæti haft áhrif á svæði þar sem virkjanaframkvæmdir eru fyrirhugaðar.Vísir/Hjalti „Frekleg aðför“ Það er Pétur Guðmundsson sem ritar undir bréfið fyrir hönd eigenda jarðarinnar Ófeigsfjarðar. Þar segir að eins og friðlýsingin beri með sér að áhrifasvæði friðlýsingarinnar nái yfir nær alla Skjaldabjarnarvík, Drangavík, Engjanes og talsvert inn á jörð Ófeigsfjarðar. „Þetta er frekleg aðför að einkaeignarrétti þeirra sem eiga jarðir sem þessi friðun hefur áhrif á,“ segir í bréfinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 þar sem rétt er við Pétur um deilurnar um friðlýsingu og mögulega Hvalárvirkjun. Lögum var breytt á síðasta ári á þann veg að hægt væri að friðlýsa svæði sem uppfylli öll skilyrði sem óbyggt víðerni þótt mannvirki séu til staðar í innan við fimm kílómetra fjarlægð að jafnaði frá mörkum svæðisins. Í svari Evu B. Sólan Hannesdóttur, lögfræðings Umhverfisstofnunar og formanns starfshóps um friðlýsingu Dranga, kemur ekki fram hvort athugað hafi verið hvort hugmyndir um Hvalárvirkjun myndi að einhverju leyti vera innan fjarlægðamarka friðlýsta svæðisins að Dröngum.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47 Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07 Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47
Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07
Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34