Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2021 11:18 Björn Zoëga er forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi en var áður forstjóri Landspítala í þrjú ár. „Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu. Björn, sem starfar nú sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn í tímabundið starf ráðgjafa heilbrigðisráðherra. Hann sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að of mikil áhersla hefði verið lögð á vandamál Landspítalans, í stað þess að reyna að leysa málin með „jákvæðum hugsunarhætti“. Peningar væru ekki alltaf lausnin. „Ljóst er að Landspítalinn er hryggjarstykkið í okkar heilbrigðiskerfi. Spítalinn verður að geta sinnt sínu mikilvæga hlutverki nú og í framtíðinni. Þá er gott samspil spítalans við aðra þætti heilbrigðiskerfisins lykilatriði. Umtalsverðar breytingar á rekstri og yfirstjórn Landspítalans munu eiga sér stað á næstunni og því er gríðarlega mikilvægt að sérfróðir aðilar með þekkingu á rekstri slíkrar stofnunar séu til að veita ráð við slíka vinnu,“ var haft eftir Willum Þór Þórssyni, nýjum heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins þegar tilkynnt var um ráðningu Björns í ráðgjafastarfið. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp þær aðstæður sem voru uppi þegar Björn ákvað að hætta sem forstjóri Landspítala. Guðbjartur Hannesson var heilbrigðis- og velferðarráðherra á þeim tíma sem Björn starfaði sem forstjóri Landspítalans en þegar Björn sagði upp var Kristján Þór Júlíusson nýtekinn við. Vildi ekki fara með spítalann „fram af bjargbrúninni“ „Þetta hefur verið línudans í nokkurn tíma. Spítalinn er í lagi eins og er en það er mjög fljótt að breytast. Það eru ákveðnar vísbendingar um það og ég hef varað við því, bæði opinberlega og í samtölum við ráðamenn,“ sagði Björn í september 2013. Sagði hann nauðsynlega uppbyggingu spítalans ekki í augsýn og að við þær aðstæður treysti hann sér ekki til að leiða spítalann lengur. „Ég sagði fyrir tveimur árum að ef kreista eigi meira úr þessum steini þá styttist í að það verði blóð,“ sagði Björn, sem hafði þá verið forstjóri í þrjú ár. „Það liggur fyrir að uppbygging á innviðum spítalans er ekki á dagskrá. Kannski þvert á móti,“ sagði hann. Blóðugur niðurskurður í kjölfar hrunsins hefði tekið á. Þegar Björn lét ummælin falla haustið 2013 voru örfáir mánuðir frá því að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu myndað nýja ríkisstjórn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Kosið var um vorið og í júní hafði Vigdís Hauksdóttir, þá þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, stigið í pontu og gefið fyrirheit um að staðið yrði við kosningaloforð flokksins um 12 til 13 milljarða framlag til Landspítalans. Um haustið, þegar drög að fjárlögum lágu fyrir, virtist ekki útlit fyrir að orðum myndu fylgja efndir. Þá sagði Björn undirbúning fyrir uppbyggingu fyrir bý. „Svo innilega trúði ég því í kringum kosningarnar að komið væri að uppbyggingartíma að ráðist var í þá vinnu. Og kannski ekki að furða. Það kom margoft fram í kosningabaráttunni, og síðar, að það yrði gert. Báðir stjórnarflokkarnir komu hingað á spítalann og héldu þessu fram,“ sagði Björn. „Það eru vonbrigði með efndirnar. Smala smákóngum undir stóran kóng Þegar árið 2011 hafði Landspítalanum verið gert að skera niður um nærri fjórðung og starfsmönnum fækkað um 12 prósent. Samkvæmt útreikningum Kjarnans voru raunframlög úr ríkissjóði til rekstur spítalans í lágmarki það árið, rétt yfir 140 þúsund krónur, en hækkuðu töluvert milli áranna 2013 og 2014 og náðu hámarki árið 2019, þegar þau námu í kringum 190 þúsund krónur. „Það er hægt að vera fórnarlamb og bíða eftir að aðrir leysi málið fyrir mann sjálfan og þá með peningum eða öðru en mér finnst of mikil áhersla hafa verið lögð á vandamálin í staðinn fyrir að reyna að leysa málin á besta mögulega hátt með jákvæðum hugsunarhætti,“ sagði Björn í Bítínu í morgun, eftir að hafa greint frá samstarfi hans og Willum hjá Val forðum daga. Heilbrigðisráðherra var þá þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu og Björn læknir liðsins. Það gerist minna þegar maður er neikvæður, bætti Björn við í morgun; meiri peningar væru ekki alltaf lausnin. Björn sagðist hafa fylgst með þróun mála úr fjarlægð og það væri sín tilfinning að meira væri gert úr vandamálunum en möguleikum „frábærrar“ stofnunar. Björn sagði að á Karolinska hefðu menn farið í mikla naflaskoðun og 30 milljarða tapi snúið í afgang. Eitt af þeim verkefnum sem stæðu fyrir hér væri að finna það fyrirkomulag sem gerði mest úr þeim mannauð sem fyrir væri. Spurður að því hvort hann teldi að það þyrfti að segja upp millistjórnendum hér líkt og gert var á Karolinska vildi Björn ekki svara því en sagði síðar að eitt væri að minnka „skrifstofuhlutann“. Þáttastjórnendur reyndu aftur og sögðu menn tala um að á Landspítalanum væru margir „smákóngar“, hvað segði hann við því? „Ég held að það sé nú bara frekar algengt í spítalaumhverfinu af einhverjum ástæðum að það séu smákóngar... Það er alveg hægt að smala smákóngum saman undir einn stóran kóng.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas. 14. desember 2021 09:53 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Björn, sem starfar nú sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn í tímabundið starf ráðgjafa heilbrigðisráðherra. Hann sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að of mikil áhersla hefði verið lögð á vandamál Landspítalans, í stað þess að reyna að leysa málin með „jákvæðum hugsunarhætti“. Peningar væru ekki alltaf lausnin. „Ljóst er að Landspítalinn er hryggjarstykkið í okkar heilbrigðiskerfi. Spítalinn verður að geta sinnt sínu mikilvæga hlutverki nú og í framtíðinni. Þá er gott samspil spítalans við aðra þætti heilbrigðiskerfisins lykilatriði. Umtalsverðar breytingar á rekstri og yfirstjórn Landspítalans munu eiga sér stað á næstunni og því er gríðarlega mikilvægt að sérfróðir aðilar með þekkingu á rekstri slíkrar stofnunar séu til að veita ráð við slíka vinnu,“ var haft eftir Willum Þór Þórssyni, nýjum heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins þegar tilkynnt var um ráðningu Björns í ráðgjafastarfið. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp þær aðstæður sem voru uppi þegar Björn ákvað að hætta sem forstjóri Landspítala. Guðbjartur Hannesson var heilbrigðis- og velferðarráðherra á þeim tíma sem Björn starfaði sem forstjóri Landspítalans en þegar Björn sagði upp var Kristján Þór Júlíusson nýtekinn við. Vildi ekki fara með spítalann „fram af bjargbrúninni“ „Þetta hefur verið línudans í nokkurn tíma. Spítalinn er í lagi eins og er en það er mjög fljótt að breytast. Það eru ákveðnar vísbendingar um það og ég hef varað við því, bæði opinberlega og í samtölum við ráðamenn,“ sagði Björn í september 2013. Sagði hann nauðsynlega uppbyggingu spítalans ekki í augsýn og að við þær aðstæður treysti hann sér ekki til að leiða spítalann lengur. „Ég sagði fyrir tveimur árum að ef kreista eigi meira úr þessum steini þá styttist í að það verði blóð,“ sagði Björn, sem hafði þá verið forstjóri í þrjú ár. „Það liggur fyrir að uppbygging á innviðum spítalans er ekki á dagskrá. Kannski þvert á móti,“ sagði hann. Blóðugur niðurskurður í kjölfar hrunsins hefði tekið á. Þegar Björn lét ummælin falla haustið 2013 voru örfáir mánuðir frá því að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu myndað nýja ríkisstjórn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Kosið var um vorið og í júní hafði Vigdís Hauksdóttir, þá þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, stigið í pontu og gefið fyrirheit um að staðið yrði við kosningaloforð flokksins um 12 til 13 milljarða framlag til Landspítalans. Um haustið, þegar drög að fjárlögum lágu fyrir, virtist ekki útlit fyrir að orðum myndu fylgja efndir. Þá sagði Björn undirbúning fyrir uppbyggingu fyrir bý. „Svo innilega trúði ég því í kringum kosningarnar að komið væri að uppbyggingartíma að ráðist var í þá vinnu. Og kannski ekki að furða. Það kom margoft fram í kosningabaráttunni, og síðar, að það yrði gert. Báðir stjórnarflokkarnir komu hingað á spítalann og héldu þessu fram,“ sagði Björn. „Það eru vonbrigði með efndirnar. Smala smákóngum undir stóran kóng Þegar árið 2011 hafði Landspítalanum verið gert að skera niður um nærri fjórðung og starfsmönnum fækkað um 12 prósent. Samkvæmt útreikningum Kjarnans voru raunframlög úr ríkissjóði til rekstur spítalans í lágmarki það árið, rétt yfir 140 þúsund krónur, en hækkuðu töluvert milli áranna 2013 og 2014 og náðu hámarki árið 2019, þegar þau námu í kringum 190 þúsund krónur. „Það er hægt að vera fórnarlamb og bíða eftir að aðrir leysi málið fyrir mann sjálfan og þá með peningum eða öðru en mér finnst of mikil áhersla hafa verið lögð á vandamálin í staðinn fyrir að reyna að leysa málin á besta mögulega hátt með jákvæðum hugsunarhætti,“ sagði Björn í Bítínu í morgun, eftir að hafa greint frá samstarfi hans og Willum hjá Val forðum daga. Heilbrigðisráðherra var þá þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu og Björn læknir liðsins. Það gerist minna þegar maður er neikvæður, bætti Björn við í morgun; meiri peningar væru ekki alltaf lausnin. Björn sagðist hafa fylgst með þróun mála úr fjarlægð og það væri sín tilfinning að meira væri gert úr vandamálunum en möguleikum „frábærrar“ stofnunar. Björn sagði að á Karolinska hefðu menn farið í mikla naflaskoðun og 30 milljarða tapi snúið í afgang. Eitt af þeim verkefnum sem stæðu fyrir hér væri að finna það fyrirkomulag sem gerði mest úr þeim mannauð sem fyrir væri. Spurður að því hvort hann teldi að það þyrfti að segja upp millistjórnendum hér líkt og gert var á Karolinska vildi Björn ekki svara því en sagði síðar að eitt væri að minnka „skrifstofuhlutann“. Þáttastjórnendur reyndu aftur og sögðu menn tala um að á Landspítalanum væru margir „smákóngar“, hvað segði hann við því? „Ég held að það sé nú bara frekar algengt í spítalaumhverfinu af einhverjum ástæðum að það séu smákóngar... Það er alveg hægt að smala smákóngum saman undir einn stóran kóng.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas. 14. desember 2021 09:53 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas. 14. desember 2021 09:53
Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent