Um sameiginlega hagsmuni Pétur G. Markan skrifar 14. desember 2021 08:30 Ég spilaði einu sinni með vöskum varnarmanni sem átti það til að einblýna svo mikið á andstæðinginn að hann gleymdi stundum að passa markið sitt. Mér datt þetta í hug þegar ég las grein sem átti að vera svargrein við grein sem ég skrifaði á föstudaginn. Greinin sem ég skrifaði fjallaði um innheimtu sóknargjalda, sem ríkið sinnir fyrir trúar- og lífsskoðunarfélög. Sóknargjöld sem drífa hið merkilega og mikilvæga starf áfram sem þessi félög sinna – íslensku samfélagi til ljóss, kærleika og lifandi menningar. Það er nefnilega þannig að íslenska ríkið heldur eftir hluta þessara sóknargjalda og þrengir þannig að rekstri og starfi trúar- og lífsskoðunarfélaga. Nú nálgast ég málið út frá þjóðkirkjunni, sem hefur einstaka stöðu í íslensku samfélagi. Þjóðkirkjan rækir starf sem auðveldlega má flokka sem grunnþjónustu og grafalvarlegt er að þrengja að – hvað þá halda eftir lögmætum tekjum sem fólkið í landinu velur að greiða til kirkjunnar – og sækir vandaða þjónustu á móti. En þegar kemur að skerðingu sóknargjalda er þjóðkirkjan að glíma sömu glímu og önnur trúar- og lífsskoðunarfélög. Réttlát leiðrétting eins og krafa þjóðkirkjunnar er myndi ná yfir öll félög – ekki bara þjóðkirkjuna. Hvað annað? Það er tákn um frjálsari og betri tíma að fólk hafi fleiri valkosti þegar kemur að því að sækja þjónustu og greiða sóknargjöld. Ný veröld sem mun efla og styrkja þjóðkirkjuna. Þannig rís Kristur upp við hverja áskorun og fagnaðarerindið lifir áfram. Greinin mín á föstudaginn snérist um þá óréttlátu meðferð ríkisins á tekjum trúar- og lífsskoðunarfélaga. Það eru miklir hagsmunir í húfi og mikilvægt fyrir alla haghafa að standa saman. Jafnvel standa í skjóli þess stærsta. Í það minnsta passa markið sitt. Höfundur er biskupsritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur G. Markan Trúmál Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég spilaði einu sinni með vöskum varnarmanni sem átti það til að einblýna svo mikið á andstæðinginn að hann gleymdi stundum að passa markið sitt. Mér datt þetta í hug þegar ég las grein sem átti að vera svargrein við grein sem ég skrifaði á föstudaginn. Greinin sem ég skrifaði fjallaði um innheimtu sóknargjalda, sem ríkið sinnir fyrir trúar- og lífsskoðunarfélög. Sóknargjöld sem drífa hið merkilega og mikilvæga starf áfram sem þessi félög sinna – íslensku samfélagi til ljóss, kærleika og lifandi menningar. Það er nefnilega þannig að íslenska ríkið heldur eftir hluta þessara sóknargjalda og þrengir þannig að rekstri og starfi trúar- og lífsskoðunarfélaga. Nú nálgast ég málið út frá þjóðkirkjunni, sem hefur einstaka stöðu í íslensku samfélagi. Þjóðkirkjan rækir starf sem auðveldlega má flokka sem grunnþjónustu og grafalvarlegt er að þrengja að – hvað þá halda eftir lögmætum tekjum sem fólkið í landinu velur að greiða til kirkjunnar – og sækir vandaða þjónustu á móti. En þegar kemur að skerðingu sóknargjalda er þjóðkirkjan að glíma sömu glímu og önnur trúar- og lífsskoðunarfélög. Réttlát leiðrétting eins og krafa þjóðkirkjunnar er myndi ná yfir öll félög – ekki bara þjóðkirkjuna. Hvað annað? Það er tákn um frjálsari og betri tíma að fólk hafi fleiri valkosti þegar kemur að því að sækja þjónustu og greiða sóknargjöld. Ný veröld sem mun efla og styrkja þjóðkirkjuna. Þannig rís Kristur upp við hverja áskorun og fagnaðarerindið lifir áfram. Greinin mín á föstudaginn snérist um þá óréttlátu meðferð ríkisins á tekjum trúar- og lífsskoðunarfélaga. Það eru miklir hagsmunir í húfi og mikilvægt fyrir alla haghafa að standa saman. Jafnvel standa í skjóli þess stærsta. Í það minnsta passa markið sitt. Höfundur er biskupsritari.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar