Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 13. desember 2021 13:44 Börn á aldrinum tólf til fimmtán ára voru bólusett í ágúst. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning eftir áramót en þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, í samtali við fréttastofu. Morgunblaðið greindi fyrst frá en Þórólfur sagði í samtali við mbl.is að bólusetningar hópsins færu líklega fram aðra vikuna í janúar. Þá sé von á tilkynningu um málið síðar í dag, þar á meðal varðandi framkvæmd bólusetninga. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stóra verkefnið fram undan vera bólusetningar barna. „Það verður mjög stórt og flókið verkefni og allur kraftur fer í það og það verður ekki í Laugardalshöllinni heldur verður það hugsanlega í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvort bólusett verði í Laugardalshöll eftir áramót Framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Laugardalshöll eftir áramót en þá stendur meðal annars til að skipta um gólf og ljósabúnað. „Við erum í góðu samstarfi við staðarhaldara í Laugardalshöll og við verðum þar fram að áramótum og munum nota anddyrið, því við erum ekki að boða neina stóra hópa núna heldur er þetta svona hugsað sem björgunarleið fyrir þá sem eru kannski að koma til landsins, námsmenn og aðrir, sem eru að koma yfir hátíðarnar og óska eftir bólusetningu. En það er ekki boðaðir neinir stórir hópar núna,“ segir Ragnheiður. Fyrirsjáanleikinn í faraldrinum hafi hins vegar verið afar takmarkaður og því hafi aldrei verið gerður langtímasamningur við Laugardalshöll. „Síðan erum við ekkert farin að sjá neitt lengra eftir áramót hvað verður eða hvar við verðum. Það liggja fyrir að það verða einhverjar framkvæmdir í Laugardalshöllinni og við vorum ekkert með tímasetninguna á þeim en við vonum það besta,“ segir Ragnheiður. „Ef þær verða ekki hafnar þá munum við vera þar áfram, annars munum við finna okkur nýtt húsnæði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57 Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41 Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning eftir áramót en þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, í samtali við fréttastofu. Morgunblaðið greindi fyrst frá en Þórólfur sagði í samtali við mbl.is að bólusetningar hópsins færu líklega fram aðra vikuna í janúar. Þá sé von á tilkynningu um málið síðar í dag, þar á meðal varðandi framkvæmd bólusetninga. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stóra verkefnið fram undan vera bólusetningar barna. „Það verður mjög stórt og flókið verkefni og allur kraftur fer í það og það verður ekki í Laugardalshöllinni heldur verður það hugsanlega í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvort bólusett verði í Laugardalshöll eftir áramót Framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Laugardalshöll eftir áramót en þá stendur meðal annars til að skipta um gólf og ljósabúnað. „Við erum í góðu samstarfi við staðarhaldara í Laugardalshöll og við verðum þar fram að áramótum og munum nota anddyrið, því við erum ekki að boða neina stóra hópa núna heldur er þetta svona hugsað sem björgunarleið fyrir þá sem eru kannski að koma til landsins, námsmenn og aðrir, sem eru að koma yfir hátíðarnar og óska eftir bólusetningu. En það er ekki boðaðir neinir stórir hópar núna,“ segir Ragnheiður. Fyrirsjáanleikinn í faraldrinum hafi hins vegar verið afar takmarkaður og því hafi aldrei verið gerður langtímasamningur við Laugardalshöll. „Síðan erum við ekkert farin að sjá neitt lengra eftir áramót hvað verður eða hvar við verðum. Það liggja fyrir að það verða einhverjar framkvæmdir í Laugardalshöllinni og við vorum ekkert með tímasetninguna á þeim en við vonum það besta,“ segir Ragnheiður. „Ef þær verða ekki hafnar þá munum við vera þar áfram, annars munum við finna okkur nýtt húsnæði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57 Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41 Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57
Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41
Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02