Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2021 23:21 Puseletso Lesofi vinnur að því að raðgreina ómíkron-sýni í Ndlovu rannsóknarmiðstöðinni í bænum Elandsdoorn í Suður-Afríku. AP/Jerome Delay Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. Þó sé of snemmt að segja til um það með fullri vissu þar sem of stuttur tími sé liðinn frá því að nýja afbrigðið kom á sjónarsviðið. Ómíkron-afbrigðið dreifist nú hratt um Suður-Afríku þar sem það var fyrst uppgötvað fyrir tveimur vikum. Læknirinn Unben Pillay hittir nú tugi Covid-sjúklinga á degi hverjum en segist þó ekki hafa þurft að senda neinn á spítala. Hann segir í samtali við AP-fréttaveituna að hið sama eigi við um eldri sjúklinga og þá með heilsufarsvandamál sem geti aukið hættuna á því að þeir veikist alvarlega af Covid-19. Flestir sjúklinga hans hafi jafnað sig á innan við tíu til fjórtán dögum. Á þeim tveimur vikum sem eru nú liðnar frá því að ómíkron-afbrigðið uppgötvaðist hafa fleiri læknar í Suður-Afríku deilt svipuðum sögum. Allir árétta að fleiri vikur þurfi til þess að safna nægilega traustum gögnum. Þessi fyrsta reynsla geti þó veitt einhverjar vísbendingar. Helmingi lægra hlutfall veikist alvarlega Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í landinu hafa um 30% þeirra sjúklinga sem voru lagðir inn á sjúkrahús á seinustu vikum vegna Covid-19 orðið alvarlega veikir. Það er minna en helmingi lægra hlutfall en við upphaf fyrri bylgja faraldursins. Þar að auki er meðallengd sjúkrahúsdvalar nú sögð vera um 2,8 dagar samanborið við átta daga áður. Til viðbótar hafa um 3% þessara sjúklinga látist, samanborið við um 20% í fyrri bylgjum þar í landi. „Eins og er þá bendir nánast allt til þess að afbrigðið valdi vægari sjúkdómi,“ segir Willem Hanekom, forstöðumaður Africa Health Research Institute. „Það er stutt liðið og við þurfum að fá skýrari gögn. Það eru einungis liðnar tvær vikur af þessari bylgju og oft sjáum við spítalainnlagnir og dauðsföll koma síðar.“ Smitstuðullinn aldrei verið hærri Pillay telur vera ástæðu til bjartsýni. Sjúklingar sem leituðu til hans í síðustu delta-bylgju áttu yfirleitt erfitt með andardrátt, voru með lægri súrefnismettun og margir þurft spítalainnlögn eftir nokkra daga. Til samanburðar segir hann sjúklinga núna vera með vægari, flensulík einkenni, á borð við verki og hósta. Pillay, sem er forstöðumaður aðildarsamtaka um fimm þúsund lækna í Suður-Afríku, bætir við að kollegar hans sjái margir svipaða þróun. Netcare, stærsta einkarekna heilbrigðisþjónustufyrirtæki landsins, sér nú jafnframt vægari tilfelli Covid-19. Samhliða þessu stórfjölgar þeim sem greinast með sjúkdóminn en tilkynnt var um 22.400 ný tilfelli á fimmtudag og 19.000 á föstudag. Til samanburðar sáu Suður-Afríkubúar að jafnaði 200 ný dagleg tilfelli fyrir einungis nokkrum vikum. Gögnin sýna að hver sýktur einstaklingur er nú líklegur til að smita 2,5 aðra. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra landsins, sagði á föstudag að sú tala hafi aldrei verið hærri. Rannsóknir sýni að um 70% nýrra tilfella í landinu megi rekja til ómíkron-afbrigðisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Þó sé of snemmt að segja til um það með fullri vissu þar sem of stuttur tími sé liðinn frá því að nýja afbrigðið kom á sjónarsviðið. Ómíkron-afbrigðið dreifist nú hratt um Suður-Afríku þar sem það var fyrst uppgötvað fyrir tveimur vikum. Læknirinn Unben Pillay hittir nú tugi Covid-sjúklinga á degi hverjum en segist þó ekki hafa þurft að senda neinn á spítala. Hann segir í samtali við AP-fréttaveituna að hið sama eigi við um eldri sjúklinga og þá með heilsufarsvandamál sem geti aukið hættuna á því að þeir veikist alvarlega af Covid-19. Flestir sjúklinga hans hafi jafnað sig á innan við tíu til fjórtán dögum. Á þeim tveimur vikum sem eru nú liðnar frá því að ómíkron-afbrigðið uppgötvaðist hafa fleiri læknar í Suður-Afríku deilt svipuðum sögum. Allir árétta að fleiri vikur þurfi til þess að safna nægilega traustum gögnum. Þessi fyrsta reynsla geti þó veitt einhverjar vísbendingar. Helmingi lægra hlutfall veikist alvarlega Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í landinu hafa um 30% þeirra sjúklinga sem voru lagðir inn á sjúkrahús á seinustu vikum vegna Covid-19 orðið alvarlega veikir. Það er minna en helmingi lægra hlutfall en við upphaf fyrri bylgja faraldursins. Þar að auki er meðallengd sjúkrahúsdvalar nú sögð vera um 2,8 dagar samanborið við átta daga áður. Til viðbótar hafa um 3% þessara sjúklinga látist, samanborið við um 20% í fyrri bylgjum þar í landi. „Eins og er þá bendir nánast allt til þess að afbrigðið valdi vægari sjúkdómi,“ segir Willem Hanekom, forstöðumaður Africa Health Research Institute. „Það er stutt liðið og við þurfum að fá skýrari gögn. Það eru einungis liðnar tvær vikur af þessari bylgju og oft sjáum við spítalainnlagnir og dauðsföll koma síðar.“ Smitstuðullinn aldrei verið hærri Pillay telur vera ástæðu til bjartsýni. Sjúklingar sem leituðu til hans í síðustu delta-bylgju áttu yfirleitt erfitt með andardrátt, voru með lægri súrefnismettun og margir þurft spítalainnlögn eftir nokkra daga. Til samanburðar segir hann sjúklinga núna vera með vægari, flensulík einkenni, á borð við verki og hósta. Pillay, sem er forstöðumaður aðildarsamtaka um fimm þúsund lækna í Suður-Afríku, bætir við að kollegar hans sjái margir svipaða þróun. Netcare, stærsta einkarekna heilbrigðisþjónustufyrirtæki landsins, sér nú jafnframt vægari tilfelli Covid-19. Samhliða þessu stórfjölgar þeim sem greinast með sjúkdóminn en tilkynnt var um 22.400 ný tilfelli á fimmtudag og 19.000 á föstudag. Til samanburðar sáu Suður-Afríkubúar að jafnaði 200 ný dagleg tilfelli fyrir einungis nokkrum vikum. Gögnin sýna að hver sýktur einstaklingur er nú líklegur til að smita 2,5 aðra. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra landsins, sagði á föstudag að sú tala hafi aldrei verið hærri. Rannsóknir sýni að um 70% nýrra tilfella í landinu megi rekja til ómíkron-afbrigðisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38