Þurfa ekki að borga með skónum sínum þetta árið Eiður Þór Árnason skrifar 9. desember 2021 20:26 Mikið álag hefur verið á starfsfólki Landspítalans síðustu tvö ár vegna faraldursins. vísir/vilhelm Starfsmenn Landspítalans geta valið milli sjö mismunandi jólagjafa þetta árið. Mikil umræða skapaðist um val stjórnenda í fyrra þegar um sex þúsund starfsmenn fengu Omnom súkkulaðistykki og sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers. Sitt sýndist hverjum um þessa gjöf spítalans á ári sem einkenndist af farsótt og var sérstaklega róstusamt fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Mátti víða heyra óánægjuraddir innan heilbrigðisstétta og vöktu sumir athygli á því að upphæðin nægði ekki til að kaupa stakt skópar. Sky Lagoon, Cintamani og Zipline Í ár er hvergi að finna skó á jólagjafalista mannauðssviðsins en starfsmenn spítalans geta nú valið milli eftirfarandi valkosta: 7.000 króna styrkur til Mæðrastyrksnefndar 14.000 króna gjafabréf hjá Sky Lagoon 9.000 króna gjafabréf hjá Sælkerabúðinni 12.000 króna gjafabréf hjá Cintamani 12.475 króna gjafabréf hjá FlyOver Iceland sem nýtist fyrir tvo fullorðna og eitt barn 14.990 króna gjafabréf hjá Zipline í Vík í Mýrdal 12.000 króna gjafabréf hjá Bestseller sem rekur verslanir Selected, Vera Moda, VILA, Jack & Jones og Name-it Mismunandi upphæðir gjafabréfanna er sagðar skýrast af þeim afsláttarkjörum sem spítalanum bauðst hjá hverjum og einum aðila. Mbl.is greindi fyrst frá jólagjöf ársins. Ekki hægt að gefa stórar jólagjafir á stærsta vinnustað landsins Stefán Hrafn Hagalín, deilarstjóri samsiptadeildar Landspítalans sagði í svari við fyrirspurn Vísis í fyrra að gjafir þessarar stærstu heilbrigðisstofnunar landsins væru alltaf mjög litlar því starfsmenn væru sex þúsund talsins. lang='is' dir='ltr'>gleðilegt ár hjúkrunar + covid hérna er blaut tuska í andlitið, jólakveðjaLSHH a AB3W8wdPsz'>pic.twitter.comtAB3W8wdPsz gleðilegt ár hjúkrunar + covid hérna er blaut tuska í andlitið, jólakveðja LSH pic.twitter.com/AB3W8wdPsz— mjög mikilvæg áminning, drekka vatn (@herreguddm) December 11, 2020 Ásta Bjarnadóttir, þáverandi framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, sagði að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans árið 2020 hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna starfsmanna. Árið 2019 fengu starfsmenn spítalans gjafabréf upp á 8.500 krónur í búsáhaldaversluninni Kokku á Laugavegi. Landspítalinn Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Gefa einstæðum mæðrum og heimilislausum gjafabréf í tuga tali Læknar af lyflækningasviði Landspítalans gáfu áttatíu gjafabréf sín í skóbúð til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Fleiri deildar söfnuðu gjafabréfum, sem eru jólagjöf til starfsmanna, saman og gáfu til góðgerðarmála, svo sem Hjálparstofnunar Kirkjunnar. 23. desember 2020 11:53 Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna. 14. desember 2020 09:02 Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40 Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
Sitt sýndist hverjum um þessa gjöf spítalans á ári sem einkenndist af farsótt og var sérstaklega róstusamt fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Mátti víða heyra óánægjuraddir innan heilbrigðisstétta og vöktu sumir athygli á því að upphæðin nægði ekki til að kaupa stakt skópar. Sky Lagoon, Cintamani og Zipline Í ár er hvergi að finna skó á jólagjafalista mannauðssviðsins en starfsmenn spítalans geta nú valið milli eftirfarandi valkosta: 7.000 króna styrkur til Mæðrastyrksnefndar 14.000 króna gjafabréf hjá Sky Lagoon 9.000 króna gjafabréf hjá Sælkerabúðinni 12.000 króna gjafabréf hjá Cintamani 12.475 króna gjafabréf hjá FlyOver Iceland sem nýtist fyrir tvo fullorðna og eitt barn 14.990 króna gjafabréf hjá Zipline í Vík í Mýrdal 12.000 króna gjafabréf hjá Bestseller sem rekur verslanir Selected, Vera Moda, VILA, Jack & Jones og Name-it Mismunandi upphæðir gjafabréfanna er sagðar skýrast af þeim afsláttarkjörum sem spítalanum bauðst hjá hverjum og einum aðila. Mbl.is greindi fyrst frá jólagjöf ársins. Ekki hægt að gefa stórar jólagjafir á stærsta vinnustað landsins Stefán Hrafn Hagalín, deilarstjóri samsiptadeildar Landspítalans sagði í svari við fyrirspurn Vísis í fyrra að gjafir þessarar stærstu heilbrigðisstofnunar landsins væru alltaf mjög litlar því starfsmenn væru sex þúsund talsins. lang='is' dir='ltr'>gleðilegt ár hjúkrunar + covid hérna er blaut tuska í andlitið, jólakveðjaLSHH a AB3W8wdPsz'>pic.twitter.comtAB3W8wdPsz gleðilegt ár hjúkrunar + covid hérna er blaut tuska í andlitið, jólakveðja LSH pic.twitter.com/AB3W8wdPsz— mjög mikilvæg áminning, drekka vatn (@herreguddm) December 11, 2020 Ásta Bjarnadóttir, þáverandi framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, sagði að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans árið 2020 hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna starfsmanna. Árið 2019 fengu starfsmenn spítalans gjafabréf upp á 8.500 krónur í búsáhaldaversluninni Kokku á Laugavegi.
Landspítalinn Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Gefa einstæðum mæðrum og heimilislausum gjafabréf í tuga tali Læknar af lyflækningasviði Landspítalans gáfu áttatíu gjafabréf sín í skóbúð til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Fleiri deildar söfnuðu gjafabréfum, sem eru jólagjöf til starfsmanna, saman og gáfu til góðgerðarmála, svo sem Hjálparstofnunar Kirkjunnar. 23. desember 2020 11:53 Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna. 14. desember 2020 09:02 Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40 Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
Gefa einstæðum mæðrum og heimilislausum gjafabréf í tuga tali Læknar af lyflækningasviði Landspítalans gáfu áttatíu gjafabréf sín í skóbúð til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Fleiri deildar söfnuðu gjafabréfum, sem eru jólagjöf til starfsmanna, saman og gáfu til góðgerðarmála, svo sem Hjálparstofnunar Kirkjunnar. 23. desember 2020 11:53
Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna. 14. desember 2020 09:02
Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40
Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00