Skólar í Fjarðabyggð áfram lokaðir vegna fjölgunar smita Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2021 13:19 Frá Reyðarfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þeim sem smitaðir eru af COVID-19 á Austurlandi hefur fjölgað síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa hafa tæp þrjátíu ný smit greinst, flest þeirra í Fjarðabyggð. Leikskólinn Lyngholt og grunnskólinn á Reyðarfirði og grunnskólinn á Eskifirði verða lokaðir út vikuna vegna þessa. Lögreglan á Austurlandi segir að smitin séu dreifð og það sé mat aðgerðastjórnar að úti í samfélaginu séu mögulega smit, meðal annars hjá fólki sem ekki hafi einkenni og sé því ekki meðvitað um að það sé smitað og geti þá smitað aðra. „Þess vegna er mikilvægt að fá sem flesta í sýnatöku í dag og næstu daga til að kortleggja mögulega útbreiðslu veirunnar. Í morgun var stór sýnataka á Reyðarfirði og nú stendur yfir sýnataka á Eskifirði kl. 11-13. Vonast er til að mæting verði góð. Niðurstöður úr sýnatöku dagsins ættu að liggja fyrir seint í kvöld eða fyrramálið. Önnur tilkynning frá aðgerðastjórn verður send út þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Fylgist vel með auglýsingu um frekari sýnatökur. Í ljósi þessarar stöðu telja fræðsluyfirvöld í Fjarðabyggð í samráði við aðgerðastjórn og HSA nauðsynlegt að grípa til áframhaldandi lokana í Leikskólanum Lyngholti og Eskifjarðarskóla auk þess sem Grunnskóla Reyðarfjarðar verður lokað. Leikskólinn Lyngholt: Ljóst er að smitum á leikskólanum Lyngholti, bæði meðal starfsmanna og barna hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Lyngholti eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Reyðarfjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Reyðarfjarðar hefur fjölgað. Allir nemendur og starfsmenn skólans voru hvattir til að fara í sýnatöku í dag og ættu niðurstöður að liggja fyrir seint í kvöld eða á morgun. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Grunnskóla Reyðarfjarðar eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Eskifjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Eskifjarðar hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir. Ekkert skólahald verður því í Eskifjarðarskóla á morgun föstudaginn 10. desember,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Grunnskólar Fjarðabyggð Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi segir að smitin séu dreifð og það sé mat aðgerðastjórnar að úti í samfélaginu séu mögulega smit, meðal annars hjá fólki sem ekki hafi einkenni og sé því ekki meðvitað um að það sé smitað og geti þá smitað aðra. „Þess vegna er mikilvægt að fá sem flesta í sýnatöku í dag og næstu daga til að kortleggja mögulega útbreiðslu veirunnar. Í morgun var stór sýnataka á Reyðarfirði og nú stendur yfir sýnataka á Eskifirði kl. 11-13. Vonast er til að mæting verði góð. Niðurstöður úr sýnatöku dagsins ættu að liggja fyrir seint í kvöld eða fyrramálið. Önnur tilkynning frá aðgerðastjórn verður send út þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Fylgist vel með auglýsingu um frekari sýnatökur. Í ljósi þessarar stöðu telja fræðsluyfirvöld í Fjarðabyggð í samráði við aðgerðastjórn og HSA nauðsynlegt að grípa til áframhaldandi lokana í Leikskólanum Lyngholti og Eskifjarðarskóla auk þess sem Grunnskóla Reyðarfjarðar verður lokað. Leikskólinn Lyngholt: Ljóst er að smitum á leikskólanum Lyngholti, bæði meðal starfsmanna og barna hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Lyngholti eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Reyðarfjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Reyðarfjarðar hefur fjölgað. Allir nemendur og starfsmenn skólans voru hvattir til að fara í sýnatöku í dag og ættu niðurstöður að liggja fyrir seint í kvöld eða á morgun. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Grunnskóla Reyðarfjarðar eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Eskifjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Eskifjarðar hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir. Ekkert skólahald verður því í Eskifjarðarskóla á morgun föstudaginn 10. desember,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Grunnskólar Fjarðabyggð Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira