Heldur starfinu en þarf að greiða sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2021 16:15 Frá vettvangi handtökunnar í Hafnarfirði í fyrra. Aðsend Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu sem leystur var frá störfum í nóvember í fyrra vegna framkvæmdar handtöku í Hafnarfirði er aftur kominn til starfa. Hann þarf að greiða eitt hundrað þúsund króna sekt vegna þess hvernig hann beitti kylfu sinni. Fréttablaðið greindi frá málinu á forsíðu sinni þann 6. nóvember í fyrra. Umræddur maður hafði verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna. Sagðist hann vera með Covid-19. Var haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að fjórir lögreglumenn sem handtóku manninn við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði hefðu gengið allt of langt í aðgerðum sínum. Sökuðu þeir lögreglumennina um gróft ofbeldi. Lýstu þeir því hvernig einn lögreglumannannana hefði slegið inn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði málinu til héraðssaksóknara og var lögreglumaðurinn sendur í tímabundið leyfi. Meðal sönnunargagna í málinu voru upptökur úr búkmyndavél lögreglu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir í svari við skriflegri fyrirspurn Fréttablaðsins að héraðssaksóknari hafi skoðað málið en það verið fellt niður. Sú niðurstaða hafi verið kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurfellinguna að mestu leyti í haust. Hins vegar hafi ríkissaksóknari ekki fallist á niðurfellingu varðandi hvernig lögreglumaðurinn lokaði kylfu sinni með því að ýta henni í bak hins handtekna. Þeim þætti málsins hafi verið lokið með sektargerð upp á eitt hundrað þúsund krónur. Málið rataði einnig inn á borð Nefndar um eftirlit með lögreglu sem getur nú tekið það fyrir þar sem meðferð málsins hjá ákæruvaldinu er lokið. Lögreglan Hafnarfjörður Tengdar fréttir Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. 6. nóvember 2020 07:22 Upptökur úr búkmyndavélum lögreglu sendar til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað máli, þar sem fjórir lögregluþjónar hafa verið sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði, til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. 6. nóvember 2020 09:51 Lögreglumanni vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði Einn lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum tímabundið vegna handtöku manns í Hafnarfirði síðastliðinn mánudag. 6. nóvember 2020 12:44 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá málinu á forsíðu sinni þann 6. nóvember í fyrra. Umræddur maður hafði verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna. Sagðist hann vera með Covid-19. Var haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að fjórir lögreglumenn sem handtóku manninn við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði hefðu gengið allt of langt í aðgerðum sínum. Sökuðu þeir lögreglumennina um gróft ofbeldi. Lýstu þeir því hvernig einn lögreglumannannana hefði slegið inn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði málinu til héraðssaksóknara og var lögreglumaðurinn sendur í tímabundið leyfi. Meðal sönnunargagna í málinu voru upptökur úr búkmyndavél lögreglu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir í svari við skriflegri fyrirspurn Fréttablaðsins að héraðssaksóknari hafi skoðað málið en það verið fellt niður. Sú niðurstaða hafi verið kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurfellinguna að mestu leyti í haust. Hins vegar hafi ríkissaksóknari ekki fallist á niðurfellingu varðandi hvernig lögreglumaðurinn lokaði kylfu sinni með því að ýta henni í bak hins handtekna. Þeim þætti málsins hafi verið lokið með sektargerð upp á eitt hundrað þúsund krónur. Málið rataði einnig inn á borð Nefndar um eftirlit með lögreglu sem getur nú tekið það fyrir þar sem meðferð málsins hjá ákæruvaldinu er lokið.
Lögreglan Hafnarfjörður Tengdar fréttir Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. 6. nóvember 2020 07:22 Upptökur úr búkmyndavélum lögreglu sendar til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað máli, þar sem fjórir lögregluþjónar hafa verið sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði, til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. 6. nóvember 2020 09:51 Lögreglumanni vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði Einn lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum tímabundið vegna handtöku manns í Hafnarfirði síðastliðinn mánudag. 6. nóvember 2020 12:44 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. 6. nóvember 2020 07:22
Upptökur úr búkmyndavélum lögreglu sendar til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað máli, þar sem fjórir lögregluþjónar hafa verið sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði, til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. 6. nóvember 2020 09:51
Lögreglumanni vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði Einn lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum tímabundið vegna handtöku manns í Hafnarfirði síðastliðinn mánudag. 6. nóvember 2020 12:44