Ekkert spurt um aðbúnað dýra í útlöndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2021 13:16 Mjög strangar aðbúnaðarreglugerðir eru á Íslandi varðandi aðbúnað þeirra skepna, sem bændur eiga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtakanna segir íslenska neytendur ekki hafa hugmynd um hvernig farið er með þau dýr í útlöndum og við hvernig aðbúnað þau lifa þegar kjöt af gripunum eru flutt inn til Íslands. Hann krefst þess að sömu kröfur verði gerðar til innfluttra matvæla eins og gert er til innlendrar matvælaframleiðslu þegar aðbúnaðarreglugerð dýra er annars vegar. Bændur á Íslandi þurfa að uppfylla ákveðna aðbúnaðarreglugerð, sem fjallar um hvernig aðbúnaði dýra á bænum skuli háttað. Í reglugerð um velferð nautgripa kemur til dæmis fram að tilgangur reglugerðarinnar sé að tryggja velferð og heilbrigði allra nautgripa með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Leitast skuli við að nautgripir geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og framast er kostur. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna er ósáttur við að aðbúnaðarreglugerðir eins og eru í gildi á Íslandi séu ekki í gildi líka í þeim löndum sem flytja inn kjöt til Íslands, þar séu engar kröfur gerðar til bænda um aðbúnað gripa sinna, sem sé fráleitt. „Það sem við erum að amast við er að aðbúnaðarreglugerðin hér heima á Íslandi að hún skuli ekki gilda jafnframt um þau dýr, sem við erum að flytja inn í kjöti til landsins. Má bara framleiða þetta við alls konar aðbúnað út í útlöndum án þess að menn krefjist þess að það sama gildi við þá eins og okkur“, spyr Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sem vill að sömu reglur gildi um aðbúnað dýra á Íslandi og í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir að hljóð og mynd fari ekki saman í málinu. „Nei, nei, það er sko langt því frá. Eins og ég hef sagt, það er gríðarlega erfitt að spila handboltaleik á móti landsliði Hollands með hendurnar bundnar fyrir aftan bak ef þeir mega vera með fríar hendur,“ segir Gunnar. Þannig að við höfum ekki hugmynd um það hvernig dýrin hafa það sem eru flutt hingað inn, kjötið af þeim ? „Nei, það er ekkert spurt að því. Við viljum bara gera sömu kröfu til innfluttra matvæla eins og við gerum til innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir Gunnar. Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Bændur á Íslandi þurfa að uppfylla ákveðna aðbúnaðarreglugerð, sem fjallar um hvernig aðbúnaði dýra á bænum skuli háttað. Í reglugerð um velferð nautgripa kemur til dæmis fram að tilgangur reglugerðarinnar sé að tryggja velferð og heilbrigði allra nautgripa með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Leitast skuli við að nautgripir geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og framast er kostur. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna er ósáttur við að aðbúnaðarreglugerðir eins og eru í gildi á Íslandi séu ekki í gildi líka í þeim löndum sem flytja inn kjöt til Íslands, þar séu engar kröfur gerðar til bænda um aðbúnað gripa sinna, sem sé fráleitt. „Það sem við erum að amast við er að aðbúnaðarreglugerðin hér heima á Íslandi að hún skuli ekki gilda jafnframt um þau dýr, sem við erum að flytja inn í kjöti til landsins. Má bara framleiða þetta við alls konar aðbúnað út í útlöndum án þess að menn krefjist þess að það sama gildi við þá eins og okkur“, spyr Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sem vill að sömu reglur gildi um aðbúnað dýra á Íslandi og í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir að hljóð og mynd fari ekki saman í málinu. „Nei, nei, það er sko langt því frá. Eins og ég hef sagt, það er gríðarlega erfitt að spila handboltaleik á móti landsliði Hollands með hendurnar bundnar fyrir aftan bak ef þeir mega vera með fríar hendur,“ segir Gunnar. Þannig að við höfum ekki hugmynd um það hvernig dýrin hafa það sem eru flutt hingað inn, kjötið af þeim ? „Nei, það er ekkert spurt að því. Við viljum bara gera sömu kröfu til innfluttra matvæla eins og við gerum til innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir Gunnar.
Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði