Útlit fyrir vonskuveður og Strætó fellir niður ferðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2021 20:04 Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn á öllum vesturhluta landsins og miðhálendinu. Vísir/Vilhelm Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir stóran hluta landsins sem taka gildi á morgun. Væntanlegt illviðri mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hefur viðvörun verið gefin út frá klukkan tíu til fjögur yfir daginn. Búist er við 15 til 23 metrum á sekúndu og að hvassast verði í efri byggðum og á Kjalarnesi. Þá á að hlýna með síðdeginu, og því gæti hálka myndast þar sem rignir á þjappaðan snjó. „Það gæti verið lag að hreinsa frá niðurföllum svo að vatn eigi greiða leið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á Suðurlandi er búist við að verði jafnvel enn hvassara, 18 til 25 metrar á sekúndu, hvassast í vindstrengjum við fjöll, þar sem hviður geta náð 40 metrum á sekúndu. „Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Rigning á láglendi en mögulega snjókoma á fjallvegum og gæti færð spillst, og einnig má gera ráð fyrir hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir Veðurstofan. Sama viðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa, frá tíu til sjö yfir daginn, og er sérstaklega varað við hviðum á Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Vestfirðir og norðurlandið fá veðrið síðdegis Sama viðvörun verður í gildi frá klukkan þrjú síðdegis til ellefu annað kvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra. Eins er varað við vindi allt að 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum Vestfjarða, með lélegu skyggni og áhrifum á færð, þar gildir viðvörunin frá þrjú síðdegis til miðnættis. Þá hefur sams konar viðvörun verið gefin út fyrir Breiðafjörð, frá klukkan átta í fyrramálið til níu annað kvöld. Þar má búast við rigningu á láglendi en meiri líkur eru á snjókomu á fjallvegum, með tilheyrandi áhrifum á færð. Þá má búast við 20 til 28 metrum á sekúndu á miðhálendinu, þar sem gul veðurviðvörun verður í gildi frá sjö að morgni til ellefu annað kvöld. „Hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður um 45 m/s á þeim slóðum. Rigning eða snjókoma með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Óvissa um strætóferðir Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið muni hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Þannig falla allar ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar niður á morgun. Þá verður morgunferðin frá Stykkishólmi í Borgarnes felld niður, en búist er við því að seinni ferð dagsins verði ekin. Vonskuveðrið sem gengur yfir landið á morgun mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Fylgist með tilkynningum á morgun. #færðin https://t.co/XAw7UP0M7j— Strætó (@straetobs) December 4, 2021 Eins er óvíst með morgunferðina milli Hellissands og Stykkishólms en líklegt að sú seinni verði farin, því eru viðskiptavinir Strætó hvattir til að fylgjast með tilkynningum þar að lútandi. Þá eru taldar líkur á því að ferðir frá Reykjavík til Hafnar og Landeyjahafnar verði farnar um morguninn, en meiri óvissa ríkir um seinni ferðir dagsins. Hægt er að nálgast tilkynningar um ferðaáætlanir á heimasíðu Strætó og á Twitter. Veður Strætó Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu hefur viðvörun verið gefin út frá klukkan tíu til fjögur yfir daginn. Búist er við 15 til 23 metrum á sekúndu og að hvassast verði í efri byggðum og á Kjalarnesi. Þá á að hlýna með síðdeginu, og því gæti hálka myndast þar sem rignir á þjappaðan snjó. „Það gæti verið lag að hreinsa frá niðurföllum svo að vatn eigi greiða leið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á Suðurlandi er búist við að verði jafnvel enn hvassara, 18 til 25 metrar á sekúndu, hvassast í vindstrengjum við fjöll, þar sem hviður geta náð 40 metrum á sekúndu. „Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Rigning á láglendi en mögulega snjókoma á fjallvegum og gæti færð spillst, og einnig má gera ráð fyrir hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir Veðurstofan. Sama viðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa, frá tíu til sjö yfir daginn, og er sérstaklega varað við hviðum á Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Vestfirðir og norðurlandið fá veðrið síðdegis Sama viðvörun verður í gildi frá klukkan þrjú síðdegis til ellefu annað kvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra. Eins er varað við vindi allt að 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum Vestfjarða, með lélegu skyggni og áhrifum á færð, þar gildir viðvörunin frá þrjú síðdegis til miðnættis. Þá hefur sams konar viðvörun verið gefin út fyrir Breiðafjörð, frá klukkan átta í fyrramálið til níu annað kvöld. Þar má búast við rigningu á láglendi en meiri líkur eru á snjókomu á fjallvegum, með tilheyrandi áhrifum á færð. Þá má búast við 20 til 28 metrum á sekúndu á miðhálendinu, þar sem gul veðurviðvörun verður í gildi frá sjö að morgni til ellefu annað kvöld. „Hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður um 45 m/s á þeim slóðum. Rigning eða snjókoma með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Óvissa um strætóferðir Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið muni hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Þannig falla allar ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar niður á morgun. Þá verður morgunferðin frá Stykkishólmi í Borgarnes felld niður, en búist er við því að seinni ferð dagsins verði ekin. Vonskuveðrið sem gengur yfir landið á morgun mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Fylgist með tilkynningum á morgun. #færðin https://t.co/XAw7UP0M7j— Strætó (@straetobs) December 4, 2021 Eins er óvíst með morgunferðina milli Hellissands og Stykkishólms en líklegt að sú seinni verði farin, því eru viðskiptavinir Strætó hvattir til að fylgjast með tilkynningum þar að lútandi. Þá eru taldar líkur á því að ferðir frá Reykjavík til Hafnar og Landeyjahafnar verði farnar um morguninn, en meiri óvissa ríkir um seinni ferðir dagsins. Hægt er að nálgast tilkynningar um ferðaáætlanir á heimasíðu Strætó og á Twitter.
Veður Strætó Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira