27 milljarðar á tveimur árum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. desember 2021 20:00 Covid er kostnaðarsamt. vísir/vilhelm Heimsfaraldurinn hefur kostað heilbrigðiskerfið um 27 milljarða á síðustu tveimur árum. Heilbrigðisstofnanir hafa fengið þau skilaboð úr heilbrigðisráðuneytinu að spara ekki í baráttu sinni gegn veirunni - öllum kostnaði verði mætt. Erfitt er að áætla nákvæmlega hver afleiddur kostnaður faraldursins er en heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman tölur yfir beinan kostnað ríkissjóðs til heilbrigðisstofnana í faraldrinum. Farsóttahótel næstdýrust Á síðasta ári, 2020, kostaði faraldurinn heilbrigðiskerfið 11 milljarða. Og í ár er gert ráð fyrir að faraldurinn kosti kerfið um 16 milljarða. Þetta fjármagn skiptist niður á eftirfarandi hátt: 5,8 milljarðar fara til Landspítala og hans verkefni, Covid-göngudeildina, hlífðarbúnað og fleira Tæpir 3,5 milljarðar fara í farsóttahótelin, sem Rauði krossinn heldur utan um 2,7 milljarðar fara til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sér um sýnatökur og bólusetningar Um 2 milljarðar fóru svo í bóluefnakaup. Og restin, í kring um 2 milljarðar, hafa síðan farið til annarra stofnana til dæmis Sjúkratrygginga, landlæknis og heilbrigðisstofnana úti á landi. Willum tók við embætti heilbrigðisráðherra af Svandísi Svavarsdóttur í síðustu viku.vísir/vilhelm Sparnaður ekki málið „Þetta er oft á tíðum bara spurning um hugarfar. Og við erum ekkert að horfa í þetta öðruvísi en það að þetta þarf að gera,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þannig við erum alls ekki að reyna að spara þegar kemur að svona liðum? „Nei, ég held að það myndi nú hitta okkur illa fyrir.“ Willum segir sparnað ekki málið við þessar aðstæður. vísir/vilhelm Ráðherrann segir að við upphaf faraldursins hafi stofnanir heilbrigðiskerfisins fengið þessi skilaboð og þeim lofað að öllum kostnaði yrði mætt í fjáraukalögum. „Þess vegna held ég að það hafi verið mjög farsæl ákvörðun þegar í byrjun að segja þetta verðum við að gera,“ segir Willum. „Og bregðast hratt við og mæta öllum þeim útgjöldum sem kunnu að koma til.“ Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á klippuna hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Erfitt er að áætla nákvæmlega hver afleiddur kostnaður faraldursins er en heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman tölur yfir beinan kostnað ríkissjóðs til heilbrigðisstofnana í faraldrinum. Farsóttahótel næstdýrust Á síðasta ári, 2020, kostaði faraldurinn heilbrigðiskerfið 11 milljarða. Og í ár er gert ráð fyrir að faraldurinn kosti kerfið um 16 milljarða. Þetta fjármagn skiptist niður á eftirfarandi hátt: 5,8 milljarðar fara til Landspítala og hans verkefni, Covid-göngudeildina, hlífðarbúnað og fleira Tæpir 3,5 milljarðar fara í farsóttahótelin, sem Rauði krossinn heldur utan um 2,7 milljarðar fara til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sér um sýnatökur og bólusetningar Um 2 milljarðar fóru svo í bóluefnakaup. Og restin, í kring um 2 milljarðar, hafa síðan farið til annarra stofnana til dæmis Sjúkratrygginga, landlæknis og heilbrigðisstofnana úti á landi. Willum tók við embætti heilbrigðisráðherra af Svandísi Svavarsdóttur í síðustu viku.vísir/vilhelm Sparnaður ekki málið „Þetta er oft á tíðum bara spurning um hugarfar. Og við erum ekkert að horfa í þetta öðruvísi en það að þetta þarf að gera,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þannig við erum alls ekki að reyna að spara þegar kemur að svona liðum? „Nei, ég held að það myndi nú hitta okkur illa fyrir.“ Willum segir sparnað ekki málið við þessar aðstæður. vísir/vilhelm Ráðherrann segir að við upphaf faraldursins hafi stofnanir heilbrigðiskerfisins fengið þessi skilaboð og þeim lofað að öllum kostnaði yrði mætt í fjáraukalögum. „Þess vegna held ég að það hafi verið mjög farsæl ákvörðun þegar í byrjun að segja þetta verðum við að gera,“ segir Willum. „Og bregðast hratt við og mæta öllum þeim útgjöldum sem kunnu að koma til.“ Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á klippuna hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira