Aukin neysla mikið áhyggjuefni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2021 12:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri. Áfengisneysla á Íslandi var um 2.207 þúsund alkahóllítrar árið 2020 samanborið við rúmlega 1.708 þúsund lítra árið 2010. Í tölum sem Hagstofan birti í mrogun segir að heildarneysla á íbúa 15 ára og eldri hafi verið 7,41 lítri árið 2020 samanborið við 6,79 lítra árið 2010, en hún náði hámarki árið 2017 þegar hún var 7,75 lítrar. Frá árinu 2010 til 2020 hefur áfengisneysla aukist um 9,1 prósent á hvern einstakling. „Það er auðvitað áhyggjuefni en um leið mikilvægt að við höfum öflugar meðferðarstofnanir til að styðja við fólk í þessum sjúkdómi,” segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þá var greint frá því í gær að notkun á ópíóðum hafi aukist gríðarlega, en í ár hafa 250 manns farið í meðferð við slíkri fíkn hjá Sjúkrahúsinu á Vogi. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagðist hafa áhyggjur af því að sjúkrahúsið færi að sligast undan álagi enda hafi fjárframlög ekkert aukist þrátt fyrir stigvaxandi aðsókn. Sala á Jólaálfi SÁÁ hófst í gær en hún sagði það mikla búbót fyrir sjúkrahúsið, þó vissulega sé það áhyggjuefni að sjúkrahúsið þurfi að treysta svo mikið á þá sölu. „Tekjuöflun hefur verið hluti af starfi SÁÁ og svo auðvitað eru þau með samning um þá mikilvægu þjónustu sem þau veita. Þetta er vel til fundið að vera með Jólaálfinn á aðventunni, vonandi gengur það bara sem allra best vegna þess að þetta er hluti af því að fjármagna þeirra starfsemi,” segir Willum. „Það er samningur um þessa mikilvægu þjónustu og hann fjármagnar að langstærstum hluta þessa starfsemi. En í gegnum tíðina hefur starfsemin verið með slíka fjáröflun og við erum líka að horfa til þess að það er ákveðið hugarfar og kraftur sem fylgir slíkri starfsemi þannig að ég held að þetta sé bara skemmtilegur þáttur í þeirra starfi.” Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Áfengisneysla á Íslandi var um 2.207 þúsund alkahóllítrar árið 2020 samanborið við rúmlega 1.708 þúsund lítra árið 2010. Í tölum sem Hagstofan birti í mrogun segir að heildarneysla á íbúa 15 ára og eldri hafi verið 7,41 lítri árið 2020 samanborið við 6,79 lítra árið 2010, en hún náði hámarki árið 2017 þegar hún var 7,75 lítrar. Frá árinu 2010 til 2020 hefur áfengisneysla aukist um 9,1 prósent á hvern einstakling. „Það er auðvitað áhyggjuefni en um leið mikilvægt að við höfum öflugar meðferðarstofnanir til að styðja við fólk í þessum sjúkdómi,” segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þá var greint frá því í gær að notkun á ópíóðum hafi aukist gríðarlega, en í ár hafa 250 manns farið í meðferð við slíkri fíkn hjá Sjúkrahúsinu á Vogi. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagðist hafa áhyggjur af því að sjúkrahúsið færi að sligast undan álagi enda hafi fjárframlög ekkert aukist þrátt fyrir stigvaxandi aðsókn. Sala á Jólaálfi SÁÁ hófst í gær en hún sagði það mikla búbót fyrir sjúkrahúsið, þó vissulega sé það áhyggjuefni að sjúkrahúsið þurfi að treysta svo mikið á þá sölu. „Tekjuöflun hefur verið hluti af starfi SÁÁ og svo auðvitað eru þau með samning um þá mikilvægu þjónustu sem þau veita. Þetta er vel til fundið að vera með Jólaálfinn á aðventunni, vonandi gengur það bara sem allra best vegna þess að þetta er hluti af því að fjármagna þeirra starfsemi,” segir Willum. „Það er samningur um þessa mikilvægu þjónustu og hann fjármagnar að langstærstum hluta þessa starfsemi. En í gegnum tíðina hefur starfsemin verið með slíka fjáröflun og við erum líka að horfa til þess að það er ákveðið hugarfar og kraftur sem fylgir slíkri starfsemi þannig að ég held að þetta sé bara skemmtilegur þáttur í þeirra starfi.”
Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira