Afturhaldsöflin sem rækta húsbóndavaldið Sigrún Sif Jóelsdóttir skrifar 2. desember 2021 13:01 Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá var hann sérstaklega harðorður um Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vegna andstöðu hans við frumvarp um þungunarrof í fyrra og stuðning við tálmunarfrumvörp. „Skipun hans er móðgun við fólk sem gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis“ sagði Andrés. Fyrir um tveimur árum var nýr dómsmálaráðherra einn af þeim sem mælti aftur og enn fyrir „fangelsunarfrumvarpinu“ svokallaða, um að heimila skyldi allt að fimm ára refsivist á því foreldri sem takmarkar umgengni barns við hitt foreldrið. Þetta vildu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera með því að setja refsiákvæði inn í barnaverndarlög. Eins og Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur bent á liggja oftast gildar ástæður að baki því að foreldri takmarkar umgengni, til að mynda ef móðir telur að umgengni sé beinlínis andstæð hagsmunum barns. Þó eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun móður á umgengni við föður og lögð fram krafa um dagsektir gagnvart henni, þegar barn kaus að fara í skólaferðalag í stað þess að hitta foreldri á umsömdum tíma. Einnig eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun á umgengni við föður, að móðir sem ein var með forsjá fór í ferðalag erlendis með barnið og var í kjölfarið krafin af sýslumanni um að greiða milljón í dagsektir. Eins og þolendur ofbeldis og aktívistar hafa upplýst um á síðustu árum, er ásökun um tálmun á umgengni beitt markvisst gegn þolendum heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Í forsjármálum fyrir dómi og umgengnismálum hjá sýslumanni. Með íslenskum barnalögum nr. 76/2003 sem tóku gildi 2013 var vægi ofbeldis aukið við ákvörðun forsjár og umgengni. Sýslumanni og dómara ber að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins verði fyrir ofbeldi, en ofuráhersla á skyldu til samstarfs foreldra færir sönnunarbyrði af miklum þunga á barnið og verndandi foreldrið og ýtir undir tortryggni í garð þess foreldris sem greinir frá heimilisofbeldi eða kynferðisbroti gegn barni. Í dómaframkvæmd og ákvörðun sýslumanna er verndandi foreldri frekar vænt um lygar en að lagaframkvæmdin sé dregin í efa. Nýleg dæmi á Facebook-síðu Lífs án ofbeldis bera þessum hryllingi sem valdhafar leggja á þolendur ofbeldis, glöggt vitni. Nýverið sáum við einnig tilburði ákæruvaldsins í sýknudómi Hæstaréttar sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en tilraun til að gera hverskyns takmörkun á umgengni refsiverða með því að ákæra móður sem fór erlendis í nám með börn sín, án samþykkis feðra þeirra, fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga, en refsirammi ákvæðisins er 16 ár. Alþingi hefur fram til þessa hafnað tilraunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að gera tálmun á umgengni refsiverða og er ákvörðun ákæruvaldsins því mjög varhugaverð út frá þrískiptingu ríkisvalds. Mikilvægt er að halda vöku fyrir afturhaldsöflum í samfélaginu sem grafa undan mannréttindum kvenna og barna og rækta húsbóndavaldið. Árið 2018 birtist í Stundinni opið bréf til þáverandi dómsmálaráðherra í kjölfar #Metoo yfirlýsingar frá hópi 600 kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu. Í yfirlýsingu Metoo hópsins er megináhersla lögð á ósk um að konum sé trúað þegar þær greina frá ofbeldi og auk þess er óskað eftir stuðningi samfélagsins við að skerpa á nokkrum veigamiklum atriðum, þar á meðal að dómsvaldið, sýslumaður og aðrir sem koma að ákvörðunum um forsjá og umgengni fylgi þeim áherslum sem sammælst hefur verið um í lögum. Um rétt barns til verndar og lífs án ofbeldis. Um leið og við tökum heilshugar undir með Andrési Inga, þingmanni Pírata, viljum við ítreka þetta ákall þolenda ofbeldis í fjölskyldum til samfélagsins. Höfundur er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá var hann sérstaklega harðorður um Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vegna andstöðu hans við frumvarp um þungunarrof í fyrra og stuðning við tálmunarfrumvörp. „Skipun hans er móðgun við fólk sem gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis“ sagði Andrés. Fyrir um tveimur árum var nýr dómsmálaráðherra einn af þeim sem mælti aftur og enn fyrir „fangelsunarfrumvarpinu“ svokallaða, um að heimila skyldi allt að fimm ára refsivist á því foreldri sem takmarkar umgengni barns við hitt foreldrið. Þetta vildu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera með því að setja refsiákvæði inn í barnaverndarlög. Eins og Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur bent á liggja oftast gildar ástæður að baki því að foreldri takmarkar umgengni, til að mynda ef móðir telur að umgengni sé beinlínis andstæð hagsmunum barns. Þó eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun móður á umgengni við föður og lögð fram krafa um dagsektir gagnvart henni, þegar barn kaus að fara í skólaferðalag í stað þess að hitta foreldri á umsömdum tíma. Einnig eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun á umgengni við föður, að móðir sem ein var með forsjá fór í ferðalag erlendis með barnið og var í kjölfarið krafin af sýslumanni um að greiða milljón í dagsektir. Eins og þolendur ofbeldis og aktívistar hafa upplýst um á síðustu árum, er ásökun um tálmun á umgengni beitt markvisst gegn þolendum heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Í forsjármálum fyrir dómi og umgengnismálum hjá sýslumanni. Með íslenskum barnalögum nr. 76/2003 sem tóku gildi 2013 var vægi ofbeldis aukið við ákvörðun forsjár og umgengni. Sýslumanni og dómara ber að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins verði fyrir ofbeldi, en ofuráhersla á skyldu til samstarfs foreldra færir sönnunarbyrði af miklum þunga á barnið og verndandi foreldrið og ýtir undir tortryggni í garð þess foreldris sem greinir frá heimilisofbeldi eða kynferðisbroti gegn barni. Í dómaframkvæmd og ákvörðun sýslumanna er verndandi foreldri frekar vænt um lygar en að lagaframkvæmdin sé dregin í efa. Nýleg dæmi á Facebook-síðu Lífs án ofbeldis bera þessum hryllingi sem valdhafar leggja á þolendur ofbeldis, glöggt vitni. Nýverið sáum við einnig tilburði ákæruvaldsins í sýknudómi Hæstaréttar sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en tilraun til að gera hverskyns takmörkun á umgengni refsiverða með því að ákæra móður sem fór erlendis í nám með börn sín, án samþykkis feðra þeirra, fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga, en refsirammi ákvæðisins er 16 ár. Alþingi hefur fram til þessa hafnað tilraunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að gera tálmun á umgengni refsiverða og er ákvörðun ákæruvaldsins því mjög varhugaverð út frá þrískiptingu ríkisvalds. Mikilvægt er að halda vöku fyrir afturhaldsöflum í samfélaginu sem grafa undan mannréttindum kvenna og barna og rækta húsbóndavaldið. Árið 2018 birtist í Stundinni opið bréf til þáverandi dómsmálaráðherra í kjölfar #Metoo yfirlýsingar frá hópi 600 kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu. Í yfirlýsingu Metoo hópsins er megináhersla lögð á ósk um að konum sé trúað þegar þær greina frá ofbeldi og auk þess er óskað eftir stuðningi samfélagsins við að skerpa á nokkrum veigamiklum atriðum, þar á meðal að dómsvaldið, sýslumaður og aðrir sem koma að ákvörðunum um forsjá og umgengni fylgi þeim áherslum sem sammælst hefur verið um í lögum. Um rétt barns til verndar og lífs án ofbeldis. Um leið og við tökum heilshugar undir með Andrési Inga, þingmanni Pírata, viljum við ítreka þetta ákall þolenda ofbeldis í fjölskyldum til samfélagsins. Höfundur er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun