Gefum umhverfisvænni jólagjafir Ingrid Kuhlman skrifar 2. desember 2021 11:31 Jólin eru yfirleitt mikil neysluhátíð. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem við þörfnumst ekki og enda inni í geymslu eða jafnvel á ruslahaugunum. Á degi einhleypra, svörtum föstudegi og stafrænum mánudegi setja kaupglaðar sálir met í að spreða. Ofangreindar verslunarhefðir hafa fest sig í sessi hér á landi og eru líklegar komnar til að vera. Afleiðingin af þessari kauphátíð er ekki aðeins að híbýli okkar, barnaherbergi, stofur og fataskápar fyllast af hlutum sem eiga sér stuttan lífdaga. Það sem er enn verra er að með þessu göngum við á náttúruauðlindir og lífsgæði okkar sjálfra, barnanna okkar og afkomenda þeirra. Lífsstíll okkar er langt frá því að vera sjálfbær. Til að viðhalda því neyslustigi sem er ríkjandi í dag þyrftum við marga hnetti á borð við jörðina. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að umhverfisvænni jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir. Hægt er t.d. að föndra, gera skartgrip, prjóna peysu, sjal eða vettlinga, gera jólakonfekt, sörur eða sultu, gefa þurrkaða villisveppi eða annað góðgæti, búa til jólakrans, gera dagatal með myndum af börnunum eða skreyta kerti. Hægt er að fylla krukku af jurtatei, sultuðum rauðlauk, ristuðum kanilmöndlum, trönuberjahlaupi, þurrkuðum jurtum eða karamellupoppi. Gjafabréf á eigin framlög, eins og t.d. að halda matarboð að indverskum sið, bjóða nýbökuðum foreldrum pössun eina kvöldstund, slá garðinn hjá ömmu og afa, samveruhelgi með fjölskyldunni uppi í bústað, lautarferð, bjóðast til að kenna fólki að mála, taka ljósmyndir eða dansa salsa. Upplifun og samvera, eins og t.d. að fara saman í leikhús, á uppistand eða á tónleika, út að borða eða á kaffihús, í hestaferð, nudd eða andlitsbað, keilu, golfhermi, jógatíma, ísklifur, gönguferð, á námskeið, o.fl. Áskriftir, t.d.áskrift að tímariti, streymisveitu, hljóðbókum eða tónlistarveitu. Gjöf til góðra málefna, eins og t.d. að styrkja börn í fátækum löndum til náms, gefa bóluefni, neyðarpakka, vatn, teppi, moskítónet, mat o.fl. Endingargóðar jólagjafir, eins og t.d.leikföng úr timbri, bækur, ljósmynd á striga, margnota innkaupapoki, falleg planta, margnota kaffimál fyrir kaffiunnanda, vatnsbrúsi eða vönduð flík úr náttúrulegum efnum. Umhverfisvottaðar gjafir. Kosturinn viðumhverfisvottaðar vörur, eins og t.d. Svansmerktar, er að þess er gætt í framleiðsluferlinu að þær hafi sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið. Notaðar gjafir. Á nytjamörkuðum og í Barnaloppunni, sem selur vel með farnar, endurnýttar barnavörur, má finna fallegar gjafir í jólapakkann. Með þessum einföldu breytingum á neysluvenjum má draga úr vistsporinu svo um munar. Höfundur er áhugamaður um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Jól Ingrid Kuhlman Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Jólin eru yfirleitt mikil neysluhátíð. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem við þörfnumst ekki og enda inni í geymslu eða jafnvel á ruslahaugunum. Á degi einhleypra, svörtum föstudegi og stafrænum mánudegi setja kaupglaðar sálir met í að spreða. Ofangreindar verslunarhefðir hafa fest sig í sessi hér á landi og eru líklegar komnar til að vera. Afleiðingin af þessari kauphátíð er ekki aðeins að híbýli okkar, barnaherbergi, stofur og fataskápar fyllast af hlutum sem eiga sér stuttan lífdaga. Það sem er enn verra er að með þessu göngum við á náttúruauðlindir og lífsgæði okkar sjálfra, barnanna okkar og afkomenda þeirra. Lífsstíll okkar er langt frá því að vera sjálfbær. Til að viðhalda því neyslustigi sem er ríkjandi í dag þyrftum við marga hnetti á borð við jörðina. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að umhverfisvænni jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir. Hægt er t.d. að föndra, gera skartgrip, prjóna peysu, sjal eða vettlinga, gera jólakonfekt, sörur eða sultu, gefa þurrkaða villisveppi eða annað góðgæti, búa til jólakrans, gera dagatal með myndum af börnunum eða skreyta kerti. Hægt er að fylla krukku af jurtatei, sultuðum rauðlauk, ristuðum kanilmöndlum, trönuberjahlaupi, þurrkuðum jurtum eða karamellupoppi. Gjafabréf á eigin framlög, eins og t.d. að halda matarboð að indverskum sið, bjóða nýbökuðum foreldrum pössun eina kvöldstund, slá garðinn hjá ömmu og afa, samveruhelgi með fjölskyldunni uppi í bústað, lautarferð, bjóðast til að kenna fólki að mála, taka ljósmyndir eða dansa salsa. Upplifun og samvera, eins og t.d. að fara saman í leikhús, á uppistand eða á tónleika, út að borða eða á kaffihús, í hestaferð, nudd eða andlitsbað, keilu, golfhermi, jógatíma, ísklifur, gönguferð, á námskeið, o.fl. Áskriftir, t.d.áskrift að tímariti, streymisveitu, hljóðbókum eða tónlistarveitu. Gjöf til góðra málefna, eins og t.d. að styrkja börn í fátækum löndum til náms, gefa bóluefni, neyðarpakka, vatn, teppi, moskítónet, mat o.fl. Endingargóðar jólagjafir, eins og t.d.leikföng úr timbri, bækur, ljósmynd á striga, margnota innkaupapoki, falleg planta, margnota kaffimál fyrir kaffiunnanda, vatnsbrúsi eða vönduð flík úr náttúrulegum efnum. Umhverfisvottaðar gjafir. Kosturinn viðumhverfisvottaðar vörur, eins og t.d. Svansmerktar, er að þess er gætt í framleiðsluferlinu að þær hafi sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið. Notaðar gjafir. Á nytjamörkuðum og í Barnaloppunni, sem selur vel með farnar, endurnýttar barnavörur, má finna fallegar gjafir í jólapakkann. Með þessum einföldu breytingum á neysluvenjum má draga úr vistsporinu svo um munar. Höfundur er áhugamaður um sjálfbærni.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun