Döhler dró tennurnar úr Haukunum í leiknum og tók síðan viðtalið á íslensku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 13:01 Phil Döhler fagnar einu af 23 vörðum skotum í leiknum á móti Haukunum í gærkvöldi. S2 Sport Phil Döhler átti mjög flottan leik í marki FH í gær þegar liðið vann 28-24 sigur á nágrönnum sínum í Haukum. Seinni bylgjan ræddi um og ræddi við þýska markvörðinn eftir leik. Hann veitti viðtalið á íslensku. „Ef við tökum sviðið sem hann er að spila á hérna og gildi þessa leiks þá klárlega er þetta hans besta frammistaða. Hann varði jafnt og þétt yfir allan leikinn,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hann var með einhver átta skot varin í fyrri hálfleik og svo á þessum kafla þar sem FH-ingar breyta stöðunni úr 19-19 í 24-19 þá er hann gjörsamlega frábær,“ sagði Theodór. Phil Döhler var 23 skot í leiknum þar af eitt víti. Það er fimmtíu prósent markvarsla í toppslag sem er frábært. S2 Sport „Hann er ekki bara að taka þessa bolta sem hann á að verja. Hann er að verja fullt af dauðafærum og var algjörlega í ham á þessum kafla. Hann dró algjörlega tennurnar úr sóknarmönnum Hauka,“ sagði Theodór. Phil Döhler vakti ekki síður athygli fyrir það að tala á íslensku í viðtalinu eftir leik en hann hefur spilað hér í nokkur ár. „Þetta var frábær, fá tvö stig og vinna Hauka. Þetta var risaleikur á milli liðanna í fyrsta og öðru sæti og þetta var því frábær sigur,“ sagði Phil Döhler. „Já kannski var þetta bara besti leikurinn minn. Ég gerði smá mistök en fimm til tíu mínútur voru frábærar hjá mér. Þetta var bara góður leikur hjá mér,“ sagði Döhler. „Ég reyni að lesa skotin en ég er líka með frábæra vörn fyrir framan mig og mér finnst allt vera á uppleið hjá okkur,“ sagði Döhler. Hann datt reyndar aðeins inn í enskuna en það var samt til mikillar fyrirmyndar hjá honum að vera að læra íslenskuna. Það má sjá viðtalið við Döhler og umræðuna um hann hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Phil Döhler frábær á móti Haukum og flottur í viðtali eftir leik Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Haukar Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
„Ef við tökum sviðið sem hann er að spila á hérna og gildi þessa leiks þá klárlega er þetta hans besta frammistaða. Hann varði jafnt og þétt yfir allan leikinn,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hann var með einhver átta skot varin í fyrri hálfleik og svo á þessum kafla þar sem FH-ingar breyta stöðunni úr 19-19 í 24-19 þá er hann gjörsamlega frábær,“ sagði Theodór. Phil Döhler var 23 skot í leiknum þar af eitt víti. Það er fimmtíu prósent markvarsla í toppslag sem er frábært. S2 Sport „Hann er ekki bara að taka þessa bolta sem hann á að verja. Hann er að verja fullt af dauðafærum og var algjörlega í ham á þessum kafla. Hann dró algjörlega tennurnar úr sóknarmönnum Hauka,“ sagði Theodór. Phil Döhler vakti ekki síður athygli fyrir það að tala á íslensku í viðtalinu eftir leik en hann hefur spilað hér í nokkur ár. „Þetta var frábær, fá tvö stig og vinna Hauka. Þetta var risaleikur á milli liðanna í fyrsta og öðru sæti og þetta var því frábær sigur,“ sagði Phil Döhler. „Já kannski var þetta bara besti leikurinn minn. Ég gerði smá mistök en fimm til tíu mínútur voru frábærar hjá mér. Þetta var bara góður leikur hjá mér,“ sagði Döhler. „Ég reyni að lesa skotin en ég er líka með frábæra vörn fyrir framan mig og mér finnst allt vera á uppleið hjá okkur,“ sagði Döhler. Hann datt reyndar aðeins inn í enskuna en það var samt til mikillar fyrirmyndar hjá honum að vera að læra íslenskuna. Það má sjá viðtalið við Döhler og umræðuna um hann hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Phil Döhler frábær á móti Haukum og flottur í viðtali eftir leik
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Haukar Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira