Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2021 18:41 Móðir Guðbjörns lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er nú kominn til starfa á Landspítalanum. „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. Líkt og fréttastofa hefur fjallað ítarlega um telur lögregla að dauðsföll sex sjúklinga Skúla Tómasar hafi borið að með saknæmum hætti. Dauðsföll fimm annarra eru til rannsóknar. Guðbjörn furðar sig á því að Skúli Tómas fái að starfa hjá Landspítalanum, þrátt fyrir að manndrápsrannsókn standi yfir. „Ég hef áhyggjur af þeim sjúklingum sem hann er mögulega að sinna. Mér finnst hann ekki hafa neitt erindi á spítalanum þangað til búið er að fá niðurstöðu í þessa lögreglurannsókn,” segir hann. Skúli var sviptur starfsleyfi sínu eftir að rannsókn landlæknis á máli móður Guðbjörns lauk, en fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir viðtali við forstjóra Landspítalans vegna málsins en alltaf verið hafnað. Þá hefur Guðbjörn sjálfur óskað skýringa frá Landspítalanum en ekki haft erindi sem erfiði. „Mér finnst þetta mjög einkennilegt. Mér finnst mjög skrítin þessi þögn sem virðist umlykja þetta mál,” segir hann. Enn fremur sé ákveðinn tvískinnungur fólginn í því að læknir sem nýlega var sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu hafi samstundis verið settur í leyfi frá störfum – en ekki læknir sem sæti lögreglurannsókn. „Það hafa komið upp önnur mál, mjög alvarleg en ekki eins alvarleg og mál móður minnar, og í þeim tilfellum hefur fólki verið gert að hætta að vinna á meðan málið er rannsakað. En í þessu máli, þar sem eru ellefu meint fórnarlömb, að þar fær Skúli að starfa óáreittur á spítalanum.” „Skelfilegasta sem ég hef upplifað” Skýrsla landlæknis um mál móður Guðbjörns er ítarleg og svört, en þar er Skúli meðal annars sakaður um röð alvarlegra mistaka og hirðuleysi í starfi. Guðbjörn segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á móður sína í þessum aðstæðum. Hún hafi ekki verið með neina lífsógnandi sjúkdóma og hefði ekki þurft að deyja. „Þetta er það skelfilegasta sem ég hef upplifað og óska ekki neinum að þurfa að horfa upp á svona. Það tók ellefu vikur að draga hana til dauða. Hún fékk sýkingar sem voru ekki meðhöndlaðar og hún var með legusár sem náðu inn að beini. Hún fékk ekki deyfingu þegar það var verið að hreinsa sárin og var sárkvalin. Hún fékk drep í eyrað og það datt hluti af því af,” lýsir Guðbjörn, en lífslokameðferð á aðeins að taka örfáa daga – ekki ellefu vikur líkt og í tilfelli móður hans. Guðbjörn segir það eðlilega og sanngjarna kröfu til stjórnenda Landspítalans að ræða við aðstandendur. „Mér þætti vænt um ef aðstandendum yrði til dæmis boðið á fund þar sem þetta yrði rætt. Og mér finnst mjög einkennilegt af þeim að segjast ekki ætla að ræða þetta. En ég vona að stjórnendur spítalans skipti um skoðun og bjóði okkur að ræða við sig.” Læknamistök á HSS Landspítalinn Tengdar fréttir Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Líkt og fréttastofa hefur fjallað ítarlega um telur lögregla að dauðsföll sex sjúklinga Skúla Tómasar hafi borið að með saknæmum hætti. Dauðsföll fimm annarra eru til rannsóknar. Guðbjörn furðar sig á því að Skúli Tómas fái að starfa hjá Landspítalanum, þrátt fyrir að manndrápsrannsókn standi yfir. „Ég hef áhyggjur af þeim sjúklingum sem hann er mögulega að sinna. Mér finnst hann ekki hafa neitt erindi á spítalanum þangað til búið er að fá niðurstöðu í þessa lögreglurannsókn,” segir hann. Skúli var sviptur starfsleyfi sínu eftir að rannsókn landlæknis á máli móður Guðbjörns lauk, en fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir viðtali við forstjóra Landspítalans vegna málsins en alltaf verið hafnað. Þá hefur Guðbjörn sjálfur óskað skýringa frá Landspítalanum en ekki haft erindi sem erfiði. „Mér finnst þetta mjög einkennilegt. Mér finnst mjög skrítin þessi þögn sem virðist umlykja þetta mál,” segir hann. Enn fremur sé ákveðinn tvískinnungur fólginn í því að læknir sem nýlega var sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu hafi samstundis verið settur í leyfi frá störfum – en ekki læknir sem sæti lögreglurannsókn. „Það hafa komið upp önnur mál, mjög alvarleg en ekki eins alvarleg og mál móður minnar, og í þeim tilfellum hefur fólki verið gert að hætta að vinna á meðan málið er rannsakað. En í þessu máli, þar sem eru ellefu meint fórnarlömb, að þar fær Skúli að starfa óáreittur á spítalanum.” „Skelfilegasta sem ég hef upplifað” Skýrsla landlæknis um mál móður Guðbjörns er ítarleg og svört, en þar er Skúli meðal annars sakaður um röð alvarlegra mistaka og hirðuleysi í starfi. Guðbjörn segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á móður sína í þessum aðstæðum. Hún hafi ekki verið með neina lífsógnandi sjúkdóma og hefði ekki þurft að deyja. „Þetta er það skelfilegasta sem ég hef upplifað og óska ekki neinum að þurfa að horfa upp á svona. Það tók ellefu vikur að draga hana til dauða. Hún fékk sýkingar sem voru ekki meðhöndlaðar og hún var með legusár sem náðu inn að beini. Hún fékk ekki deyfingu þegar það var verið að hreinsa sárin og var sárkvalin. Hún fékk drep í eyrað og það datt hluti af því af,” lýsir Guðbjörn, en lífslokameðferð á aðeins að taka örfáa daga – ekki ellefu vikur líkt og í tilfelli móður hans. Guðbjörn segir það eðlilega og sanngjarna kröfu til stjórnenda Landspítalans að ræða við aðstandendur. „Mér þætti vænt um ef aðstandendum yrði til dæmis boðið á fund þar sem þetta yrði rætt. Og mér finnst mjög einkennilegt af þeim að segjast ekki ætla að ræða þetta. En ég vona að stjórnendur spítalans skipti um skoðun og bjóði okkur að ræða við sig.”
Læknamistök á HSS Landspítalinn Tengdar fréttir Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31
Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35
Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent