Áætlað að niðurrifi Útvarpshússins á Vatnsendahæð ljúki á næstu vikum Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2021 09:00 Vinnuvélar eru mættar upp á Vatnsendahæð þar sem til stendur að rífa Útvarpshúsið, eða Langbylgjuhúsið. Vísir/Vilhelm Vinna við niðurrif Útvarpshússins á Vatnsendahæð í Kópavogi er hafin og er áætlað að henni ljúki á næstu vikum. Til stendur að um koma upp fimm hundruð íbúa byggð á lóðinni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf., segir húsið vera orðið 81 árs gamalt og á sínum tíma byggt fyrir mjög sérhæfða starfsemi, það er útvarpssendingar. „Sú tækni sem þá var til er fyrir áratugum síðan orðin úrelt. Húsið sem slíkt passaði ekki lengur undir eitt eða neitt – hvorki fjarskipti né annað. Það er auk þess mjög illa farið,“ segir Þórhallur. Rúður eru brotnar og húsið almennt illa farið.Vísir/Vilhelm Enginn vildi nýta húsið Fjarskiptafyrirtækið Öryggisfjarskipti, sem er í eigu ríkisins og á og rekur Tetra-kerfið svokallaða og fjarskiptakerfi fyrir sjóinn, yfirtók á sínum tíma leigusamning hússins og eftir að Kópavogsbær keypti 7,5 hektara lands á Vatnsendahæð síðasta sumar gerði ríkið þjónustusamning við Öryggisfjarskipti um að skila landinu til Kópavogsbæjar eins og Kópavogsbær óskaði eftir. Vísir/Vilhelm Þórhallur segir niðurstöðuna hafi verið að rífa húsið. „Þarna á að byggja nýtt íbúðahverfi þannig að það þótti ekki hagkvæmt að reyna að koma því í eitthvert horf. Það var heldur enginn sem vildi nýta húsið. Við skoðuðum það mjög vandlega.“ Innan úr Útvarpshúsinu.Vísir/Vilhelm Hann segir að það hafi verið reynt til þrautar að finna aðila sem hefði áhuga á að taka við húsinu, jafnvel þó að einhver stuðningur myndi fylgja með. „Við ræddum við mikinn fjölda fólks en það var enginn sem vildi taka við þessu. Það hefði verið líka verið mun ódýrara að rífa húsið og byggja nákvæmlega eins hús í staðinn. En eins og ég segi, þá var enginn sem sýndi þessu áhuga.“ VatnsendahæðVísir/Vilhelm Danskar teikningar Þórhallur segir ekki vera sérstaka eftirsjá af þessu húsinu sem hafi verið í mjög slæmu ásigkomulagi. „Það hefði kostað hundruð milljóna króna af skattfé að gera húsið upp – hús sem er ónýtt og mjög óhentugt fyrir langflesta starfsemi.“ Á vef Kópavogsbæjar segir að Útvarpshúsið hafi verið reist árið 1929 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar. Þórhallur telur þó að danskar teikningar hafi að stærstum hluta verið nýttar við smíði hússins á sínum tíma, enda hafi áður staðið nákvæmlega eins hús í Køge í Danmörku. Annað eins hús hafi svo verið byggt á sama tíma og það á Vatnsendahæð, í Gufunesi. Isavia haldi utan um það og er það í mun betra ásigkomulagi. Útvarpshúsið á Vatnsendahæð og hús Isavia í Gufunesi eru byggð eftir sömu teikningu.Neyðarlínan „Við ætlum okkur að koma upp sérstöku minningarsvæði um fyrstu útvarpssendingarnar á landinu þarna á Vatnsendahæð. Það verður þarna mjög fallegur pallur með myndum og upplýsingum um sögu útvarpsins og þessarar fjarskiptastöðvar. Sömuleiðis verður þarna leiksvæði og fleira. Svæðið verður þannig nýtt miklu betur en ef haldið yrði í þetta hús. Þeir hjá Minjastofnun hafa verið að hjálpa okkur með þetta og við erum að gera þessari sögu hátt undir höfði,“ segir Þórhallur. Áætlað er að um fimm hundruð íbúðir verði reistar á lóðinni.Vísir/Vilhelm Nánar má lesa um Útvarpshúsið á Vatnsendahæð á vef Ferlis. Þórhallur Ólafsson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf.Vísir Húsavernd Kópavogur Fjarskipti Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf., segir húsið vera orðið 81 árs gamalt og á sínum tíma byggt fyrir mjög sérhæfða starfsemi, það er útvarpssendingar. „Sú tækni sem þá var til er fyrir áratugum síðan orðin úrelt. Húsið sem slíkt passaði ekki lengur undir eitt eða neitt – hvorki fjarskipti né annað. Það er auk þess mjög illa farið,“ segir Þórhallur. Rúður eru brotnar og húsið almennt illa farið.Vísir/Vilhelm Enginn vildi nýta húsið Fjarskiptafyrirtækið Öryggisfjarskipti, sem er í eigu ríkisins og á og rekur Tetra-kerfið svokallaða og fjarskiptakerfi fyrir sjóinn, yfirtók á sínum tíma leigusamning hússins og eftir að Kópavogsbær keypti 7,5 hektara lands á Vatnsendahæð síðasta sumar gerði ríkið þjónustusamning við Öryggisfjarskipti um að skila landinu til Kópavogsbæjar eins og Kópavogsbær óskaði eftir. Vísir/Vilhelm Þórhallur segir niðurstöðuna hafi verið að rífa húsið. „Þarna á að byggja nýtt íbúðahverfi þannig að það þótti ekki hagkvæmt að reyna að koma því í eitthvert horf. Það var heldur enginn sem vildi nýta húsið. Við skoðuðum það mjög vandlega.“ Innan úr Útvarpshúsinu.Vísir/Vilhelm Hann segir að það hafi verið reynt til þrautar að finna aðila sem hefði áhuga á að taka við húsinu, jafnvel þó að einhver stuðningur myndi fylgja með. „Við ræddum við mikinn fjölda fólks en það var enginn sem vildi taka við þessu. Það hefði verið líka verið mun ódýrara að rífa húsið og byggja nákvæmlega eins hús í staðinn. En eins og ég segi, þá var enginn sem sýndi þessu áhuga.“ VatnsendahæðVísir/Vilhelm Danskar teikningar Þórhallur segir ekki vera sérstaka eftirsjá af þessu húsinu sem hafi verið í mjög slæmu ásigkomulagi. „Það hefði kostað hundruð milljóna króna af skattfé að gera húsið upp – hús sem er ónýtt og mjög óhentugt fyrir langflesta starfsemi.“ Á vef Kópavogsbæjar segir að Útvarpshúsið hafi verið reist árið 1929 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar. Þórhallur telur þó að danskar teikningar hafi að stærstum hluta verið nýttar við smíði hússins á sínum tíma, enda hafi áður staðið nákvæmlega eins hús í Køge í Danmörku. Annað eins hús hafi svo verið byggt á sama tíma og það á Vatnsendahæð, í Gufunesi. Isavia haldi utan um það og er það í mun betra ásigkomulagi. Útvarpshúsið á Vatnsendahæð og hús Isavia í Gufunesi eru byggð eftir sömu teikningu.Neyðarlínan „Við ætlum okkur að koma upp sérstöku minningarsvæði um fyrstu útvarpssendingarnar á landinu þarna á Vatnsendahæð. Það verður þarna mjög fallegur pallur með myndum og upplýsingum um sögu útvarpsins og þessarar fjarskiptastöðvar. Sömuleiðis verður þarna leiksvæði og fleira. Svæðið verður þannig nýtt miklu betur en ef haldið yrði í þetta hús. Þeir hjá Minjastofnun hafa verið að hjálpa okkur með þetta og við erum að gera þessari sögu hátt undir höfði,“ segir Þórhallur. Áætlað er að um fimm hundruð íbúðir verði reistar á lóðinni.Vísir/Vilhelm Nánar má lesa um Útvarpshúsið á Vatnsendahæð á vef Ferlis. Þórhallur Ólafsson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf.Vísir
Húsavernd Kópavogur Fjarskipti Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent