Bjarki sagði frá hræðilegri upplifun þegar fyrsta barnið hans kom í heiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 09:00 Það tók á fyrir Bjarki Má Elísson að tala um þetta en sem betur fer fór allt saman vel. Skjámynd/S2 Sport Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson var gestur Stefáns Árna Pálssonar í þættinum Seinni bylgjan extra en það er viðtalsþáttur við handboltamenn sem er sýndur í beinu framhaldi af Seinni bylgjunni. Bjarki Már spilar með TBV Lemgo í Þýskalandi og hefur verið í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar undanfarin ár. Það var fjallað um margt í viðtalinu og þar á meðal lífið utan handboltans. Stefán Árni ræddi meðal annars um það þegar Bjarki Már varð faðir í fyrsta sinn en það var erfiður tími. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þennan þátt þá rakst ég á grein sem fjallaði um þegar dóttir þín kom í heiminn. Konan veikist alveg svakalega á meðgöngunni sem endar með bráðakeisara ef ég skil þetta rétt. Svo endar hún bara í öndunarvél. Hvernig var að takast á við þetta?“ spurði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Bjarki um fæðingu fyrsta barnsins síns „Það var fáránlega erfitt. Þetta gerist mjög hratt og við fáum að vita þetta þegar það eru sex vikur í settan dag. Hún var búin að vera mjög slöpp. Þetta var okkar fyrsta barn og hún hélt að þetta væri partur af því að vera ólétt,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Síðan töluðum við eina sem við þekktum sem ráðleggur okkur að fara í tékk og láta skoða hvort ekki væri allt með felldu. Við myndum ekki tapa á því. Þá leggja þeir hana strax inn. Þeir sögðu fyrst að hún þyrfti að liggja inn á spítala í eina til tvær vikur. Eins ég skil þetta var næringin ekki að skila sér nægilega vel til barnsins,“ sagði Bjarki. „Síðan gerist þetta bara svo hratt að maður náði ekki að grípa utan um þetta. Þetta var fáránlega erfitt. Hún var á gjörgæslu og barnið var svo á nýburadeildinni. Maður var að labba þarna á milli. Þetta var hræðileg upplifun og ekki eins og maður óskaði sér að eignast sitt fyrsta barn,“ sagði Bjarki. „Það blessaðist allt á endanum sem betur fer,“ sagði Bjarki Már en handboltinn skipti ekki miklu máli þarna. „Nei og það er það síðasta sem maður er að pæla í. Það sem er erfiðast í þessu er að vera úti og fjölskyldan er ekki á svæðinu. Við vorum samt mjög þakklát að vera á þessum tíma því það var verkfall hjá hjúkrunarfræðingum á Íslandi á sama tíma. Það var tekið mjög vel á móti okkur og við fengum mjög góða þjónustu. Þetta var samt þýskt sjúkrahús og erfitt að skilja þetta allt. Maður var lítið að pæla í handboltanum þarna, það er alveg rétt,“ sagði Bjarki Már en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira
Bjarki Már spilar með TBV Lemgo í Þýskalandi og hefur verið í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar undanfarin ár. Það var fjallað um margt í viðtalinu og þar á meðal lífið utan handboltans. Stefán Árni ræddi meðal annars um það þegar Bjarki Már varð faðir í fyrsta sinn en það var erfiður tími. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þennan þátt þá rakst ég á grein sem fjallaði um þegar dóttir þín kom í heiminn. Konan veikist alveg svakalega á meðgöngunni sem endar með bráðakeisara ef ég skil þetta rétt. Svo endar hún bara í öndunarvél. Hvernig var að takast á við þetta?“ spurði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Bjarki um fæðingu fyrsta barnsins síns „Það var fáránlega erfitt. Þetta gerist mjög hratt og við fáum að vita þetta þegar það eru sex vikur í settan dag. Hún var búin að vera mjög slöpp. Þetta var okkar fyrsta barn og hún hélt að þetta væri partur af því að vera ólétt,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Síðan töluðum við eina sem við þekktum sem ráðleggur okkur að fara í tékk og láta skoða hvort ekki væri allt með felldu. Við myndum ekki tapa á því. Þá leggja þeir hana strax inn. Þeir sögðu fyrst að hún þyrfti að liggja inn á spítala í eina til tvær vikur. Eins ég skil þetta var næringin ekki að skila sér nægilega vel til barnsins,“ sagði Bjarki. „Síðan gerist þetta bara svo hratt að maður náði ekki að grípa utan um þetta. Þetta var fáránlega erfitt. Hún var á gjörgæslu og barnið var svo á nýburadeildinni. Maður var að labba þarna á milli. Þetta var hræðileg upplifun og ekki eins og maður óskaði sér að eignast sitt fyrsta barn,“ sagði Bjarki. „Það blessaðist allt á endanum sem betur fer,“ sagði Bjarki Már en handboltinn skipti ekki miklu máli þarna. „Nei og það er það síðasta sem maður er að pæla í. Það sem er erfiðast í þessu er að vera úti og fjölskyldan er ekki á svæðinu. Við vorum samt mjög þakklát að vera á þessum tíma því það var verkfall hjá hjúkrunarfræðingum á Íslandi á sama tíma. Það var tekið mjög vel á móti okkur og við fengum mjög góða þjónustu. Þetta var samt þýskt sjúkrahús og erfitt að skilja þetta allt. Maður var lítið að pæla í handboltanum þarna, það er alveg rétt,“ sagði Bjarki Már en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira