Bjarki sagði frá hræðilegri upplifun þegar fyrsta barnið hans kom í heiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 09:00 Það tók á fyrir Bjarki Má Elísson að tala um þetta en sem betur fer fór allt saman vel. Skjámynd/S2 Sport Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson var gestur Stefáns Árna Pálssonar í þættinum Seinni bylgjan extra en það er viðtalsþáttur við handboltamenn sem er sýndur í beinu framhaldi af Seinni bylgjunni. Bjarki Már spilar með TBV Lemgo í Þýskalandi og hefur verið í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar undanfarin ár. Það var fjallað um margt í viðtalinu og þar á meðal lífið utan handboltans. Stefán Árni ræddi meðal annars um það þegar Bjarki Már varð faðir í fyrsta sinn en það var erfiður tími. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þennan þátt þá rakst ég á grein sem fjallaði um þegar dóttir þín kom í heiminn. Konan veikist alveg svakalega á meðgöngunni sem endar með bráðakeisara ef ég skil þetta rétt. Svo endar hún bara í öndunarvél. Hvernig var að takast á við þetta?“ spurði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Bjarki um fæðingu fyrsta barnsins síns „Það var fáránlega erfitt. Þetta gerist mjög hratt og við fáum að vita þetta þegar það eru sex vikur í settan dag. Hún var búin að vera mjög slöpp. Þetta var okkar fyrsta barn og hún hélt að þetta væri partur af því að vera ólétt,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Síðan töluðum við eina sem við þekktum sem ráðleggur okkur að fara í tékk og láta skoða hvort ekki væri allt með felldu. Við myndum ekki tapa á því. Þá leggja þeir hana strax inn. Þeir sögðu fyrst að hún þyrfti að liggja inn á spítala í eina til tvær vikur. Eins ég skil þetta var næringin ekki að skila sér nægilega vel til barnsins,“ sagði Bjarki. „Síðan gerist þetta bara svo hratt að maður náði ekki að grípa utan um þetta. Þetta var fáránlega erfitt. Hún var á gjörgæslu og barnið var svo á nýburadeildinni. Maður var að labba þarna á milli. Þetta var hræðileg upplifun og ekki eins og maður óskaði sér að eignast sitt fyrsta barn,“ sagði Bjarki. „Það blessaðist allt á endanum sem betur fer,“ sagði Bjarki Már en handboltinn skipti ekki miklu máli þarna. „Nei og það er það síðasta sem maður er að pæla í. Það sem er erfiðast í þessu er að vera úti og fjölskyldan er ekki á svæðinu. Við vorum samt mjög þakklát að vera á þessum tíma því það var verkfall hjá hjúkrunarfræðingum á Íslandi á sama tíma. Það var tekið mjög vel á móti okkur og við fengum mjög góða þjónustu. Þetta var samt þýskt sjúkrahús og erfitt að skilja þetta allt. Maður var lítið að pæla í handboltanum þarna, það er alveg rétt,“ sagði Bjarki Már en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Bjarki Már spilar með TBV Lemgo í Þýskalandi og hefur verið í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar undanfarin ár. Það var fjallað um margt í viðtalinu og þar á meðal lífið utan handboltans. Stefán Árni ræddi meðal annars um það þegar Bjarki Már varð faðir í fyrsta sinn en það var erfiður tími. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þennan þátt þá rakst ég á grein sem fjallaði um þegar dóttir þín kom í heiminn. Konan veikist alveg svakalega á meðgöngunni sem endar með bráðakeisara ef ég skil þetta rétt. Svo endar hún bara í öndunarvél. Hvernig var að takast á við þetta?“ spurði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Bjarki um fæðingu fyrsta barnsins síns „Það var fáránlega erfitt. Þetta gerist mjög hratt og við fáum að vita þetta þegar það eru sex vikur í settan dag. Hún var búin að vera mjög slöpp. Þetta var okkar fyrsta barn og hún hélt að þetta væri partur af því að vera ólétt,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Síðan töluðum við eina sem við þekktum sem ráðleggur okkur að fara í tékk og láta skoða hvort ekki væri allt með felldu. Við myndum ekki tapa á því. Þá leggja þeir hana strax inn. Þeir sögðu fyrst að hún þyrfti að liggja inn á spítala í eina til tvær vikur. Eins ég skil þetta var næringin ekki að skila sér nægilega vel til barnsins,“ sagði Bjarki. „Síðan gerist þetta bara svo hratt að maður náði ekki að grípa utan um þetta. Þetta var fáránlega erfitt. Hún var á gjörgæslu og barnið var svo á nýburadeildinni. Maður var að labba þarna á milli. Þetta var hræðileg upplifun og ekki eins og maður óskaði sér að eignast sitt fyrsta barn,“ sagði Bjarki. „Það blessaðist allt á endanum sem betur fer,“ sagði Bjarki Már en handboltinn skipti ekki miklu máli þarna. „Nei og það er það síðasta sem maður er að pæla í. Það sem er erfiðast í þessu er að vera úti og fjölskyldan er ekki á svæðinu. Við vorum samt mjög þakklát að vera á þessum tíma því það var verkfall hjá hjúkrunarfræðingum á Íslandi á sama tíma. Það var tekið mjög vel á móti okkur og við fengum mjög góða þjónustu. Þetta var samt þýskt sjúkrahús og erfitt að skilja þetta allt. Maður var lítið að pæla í handboltanum þarna, það er alveg rétt,“ sagði Bjarki Már en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira