Hvaða þingmenn kusu gegn hagsmunum kjósenda eftir ólöglega endurtalningu í norðvestur? Jón Þór Ólafsson skrifar 30. nóvember 2021 13:31 Hæstiréttur Íslands dæmdi kosningar ógildar í Borgarbyggð árið 2002 (dómur 458/2002) því eitt ógilt atkvæði hefði geta breytt niðurstöðu kosninganna. Aðrar kosningar voru haldnar. Hagsmunir kjósenda voru látnir njóta vafans. Í tilfelli Alþingiskosninga segir 46. gr. Stjórnarskrá Íslands að þingmenn sjálfir dæmi um gildi eigin kosningar, “hvort þingmenn [...] séu löglega kosnir”. Hættan er því til staðar að þingmenn freistast til að láta eigin hagsmuni njóta vafans, en ekki hagsmuni kjósenda. Landskjörstjórn bókaði sex dögum eftir Alþingiskosningarnar 25. september að endurtalningin í norðvesturkjördæmi: “leiddi til þess að jöfnunarsæti færðust milli kjördæma [...] og hafði það áhrif á kosningu fimm þingmanna[og] Að mati landskjörstjórnar hefur ekki borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis á að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningarstað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi.” Lögreglan á vestulandi rannsakaði málið ákvað að yfirkjörstjórn norðvesturkjördæmis skyldi sekta fyrir bort á lögum um kosningar til Alþingis. Alþingi skipaði því sérnefnd til að rannsaka “hvort þingmenn þess séu löglega kosnir” samkvæmt stjórnarskrá. Gögn þeirrar undirbúningsnefndar Alþingis um rannsókn kjörbréfa sýna að: A) Oddviti yfirkjörstjórnar norðvesturkjördæmis skapaði sér með lögbroti tækifæri til að svindla á atkvæðunum í Alþingiskosningum með því að innsigla ekki atkvæðin (lögbrot staðfest af lögreglu) og vera einn með þeim í rúman hálftíma (mögulegt lögbrot þar sem þau voru óinnsigluð) þegar á nokkrum mínútum var hægt að breyta niðurstöðu kosninganna með blýanti og strokleðri (mögulegt kosningasvindl sem kært hefur verið til lögreglu). B) Oddvitinn lagði svo til endurtalningu atkvæðanna sem hann hraðaði svo mikið að lögbundið eftirlit var ómögulegt, (fjögur möguleg lögbrot í viðbót kærð til lögreglu). C) Oddvitinn fór þá rangt með í gerðabók, í fjölmiðlum, fyrir þingnefnd og lögreglu þau málsatvik sem benda á mögulega sekt hans. (Annað mögulegt lögbrot kært til lögreglu). Gögn Alþingis sýna að kosningasvindl sem breytti “kosningu fimm þingmanna” var klárlega mögulegt og út frá þessum gögnum geta þingmenn einfaldlega ekki vitað “hvort þingmenn [...] séu löglega kosnir” eins og stjórnarskrá Íslands kveður á um. Á grundvelli þessara gagna Alþingis lögðu þingmenn fram fjórar mismunandi tillögur um niðurstöðu Alþingiskosninganna 25. september 2021. Sem síðasti varnaglinn er það okkar kjósenda að dæma hvaða þingmenn okkur sýnist að hafi lagt til að verja lýðræðislegan vilja okkar kjósenda eða að verja sína pólitísku sérhagsmuni. 4. Ólöglega endurtalningin staðfest Fjórða og síðasta tillagan sem Alþingi greiddi atkvæði um var að samþykkja öll kjörbréf á grundvelli endurtalningar yfirkjörstjórnar norðvesturkjördæmis. - Tillagan var frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins og samþykkt með atkvæðum allra þingmanna þeirra flokka ásamt Katrínu Jakobsdóttur og þremur öðrum þingmönnum Vinstri Grænna. Aðeins þingmenn Pírata kusu á móti. Flutningsmenn tillögunnar sögðu að gögn undirbúningsnefndar Alþingis um rannsókn kjörbréfa fengi þau ekki til að ætla að niðurstöðu kosninganna hafi breyst þrátt fyrir staðfestt lögbrot, mögulegt kosningasvindl og án þess að láta endurtelja atkvæðin aftur löglega eins og í suðurkjördæmi. Þeir þingmenn sem ekki vildu staðfesta ólöglegu endurtalninguna gátu kosið um þrjár aðrar tillögur sem greitt var atkvæði um áður. 3. Löglega fyrri talningin látin gilda Þriðja tillagan sem Alþingi greiddi atkvæði um var breytingartillaga sem lagði til að ekki væru staðfest kjörbréf þeirra fimm þingmanna sem hlutu kjör eftir endurtalningu yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. - Tillagan sem var frá fulltrúa Pírata var felld með 55 atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum. Tillagan sagði að byggja skyldi á fyrri talningu atkvæða sem færð var í gerðabók að lokinni talningu kl. 7:15 þann 26. september og því beint til Landskjörstjórnar að úthluta kjörbréfum á grundvelli þeirrar talningar. Hefði breytingartillagan verið samþykkt þá fyrirskipaði Alþingi Landskjörstjórn að gefa út kjörbréf fyrir þá fimm þingmenn, og varmenn þeirra, sem féllu út við ólöglegu endurtalninguna. Gögn Alþingis sýna að fyrri talningin var löglega framkvæmd og sannanlega lokið og niðurstöðu þeirra kynntar og bókaðar í gerðabók. Þeir þingmenn sem gátu ekki fyllilega treyst neinni talningu atkvæðanna, því hvorki eru til örugg kjörgögn til að sannreyna fyrri né síðari talninguna, þeir höfðu tvo valkosti sem komu til atkvæða áður. 2. Uppkosning í Norðvesturkjördæmi Þeir þingmenn sem gátu ekki fyllilega treyst neinni talningu atkvæðanna, því hvorki eru til örugg kjörgögn til að sannreyna fyrri né síðari talninguna, þeir höfðu tvo valkosti sem komu til atkvæða áður. Tvær eins tillögur sögðu að samþykkja skyldi kjörbréf þingmanna í öllum kjördæmum nema Norðvestur og jöfnunnarmannanna fimm sem komu inn eftir ólöglegu endurtalninguna, sem myndi leiða til uppkosningar í aðeins því kjördæmi. - Tillögurnar sem voru frá fulltrúum Samfylkingar og Vinstri Grænna, fóru saman í eina atkvæðagreiðslu og voru felldar með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum, nema Samfylkingar og Viðreisnar. Þeir þingmenn sem töldu réttast að kosið væri aftur í öllum kjördæmum, svo kjósendur í norðvesturkjördæmi sætu við sama borð og aðrir kjósendur, gátu kosið með fyrstu tillögunni. 1. Uppkosning í öllum kjördæmum Fyrsta tillagan sem Alþingi greiddi atkvæði um var að engin kjörbréf þingmanna væru samþykkt sem hefði leitt til uppkosningar í öllum kjördæmum, og þannig á landinu öllu. - Tillagan sem var frá fulltrúa Pírata var felld með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum nema Pírata. Meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Framsóknar með stuðningi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og fleiri úr hennar flokki samþykktu að Alþingi úrskurði að þingmenn væru löglega kosnir þrátt fyrir ólöglega endurtalningu og mögulegt kosningasvindl, og þó að þau gátu einfaldlega ekki vitað hvort þingmenn væru löglega kosnir, og þó að þrír skárri valkostir væru í boði, og meira að segja án þess að framkvæmda löglega endurtalningu áður en þeir létu með atkvæði sínu eyða kjörgögnunum. Nú er það kjósenda að dæma hvort þessir þingmenn hafi með atkvæði sínu staðið vörð um lýðræðislegan vilja okkar kjósenda eða hvort þeir hafa mögulega freistast til að setja sína eigin pólitísku sérhagsmuni í forgang. Næst þegar við kjósum til Alþingis fáum við tækifæri til að kjósa út af þingi þá þingmenn sem ekki stóðu vörð um að vilji okkar kjósenda réði örugglega hverjir séu Alþingismenn. Jón Þór Ólafsson, umboðsmaður lista í nýafstöðnum kosningum, fyrrv. Alþingismaður, fyrrv. formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og framsögumaður frumvarps um kosningalög nr. 112/2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Jón Þór Ólafsson Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hæstiréttur Íslands dæmdi kosningar ógildar í Borgarbyggð árið 2002 (dómur 458/2002) því eitt ógilt atkvæði hefði geta breytt niðurstöðu kosninganna. Aðrar kosningar voru haldnar. Hagsmunir kjósenda voru látnir njóta vafans. Í tilfelli Alþingiskosninga segir 46. gr. Stjórnarskrá Íslands að þingmenn sjálfir dæmi um gildi eigin kosningar, “hvort þingmenn [...] séu löglega kosnir”. Hættan er því til staðar að þingmenn freistast til að láta eigin hagsmuni njóta vafans, en ekki hagsmuni kjósenda. Landskjörstjórn bókaði sex dögum eftir Alþingiskosningarnar 25. september að endurtalningin í norðvesturkjördæmi: “leiddi til þess að jöfnunarsæti færðust milli kjördæma [...] og hafði það áhrif á kosningu fimm þingmanna[og] Að mati landskjörstjórnar hefur ekki borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis á að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningarstað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi.” Lögreglan á vestulandi rannsakaði málið ákvað að yfirkjörstjórn norðvesturkjördæmis skyldi sekta fyrir bort á lögum um kosningar til Alþingis. Alþingi skipaði því sérnefnd til að rannsaka “hvort þingmenn þess séu löglega kosnir” samkvæmt stjórnarskrá. Gögn þeirrar undirbúningsnefndar Alþingis um rannsókn kjörbréfa sýna að: A) Oddviti yfirkjörstjórnar norðvesturkjördæmis skapaði sér með lögbroti tækifæri til að svindla á atkvæðunum í Alþingiskosningum með því að innsigla ekki atkvæðin (lögbrot staðfest af lögreglu) og vera einn með þeim í rúman hálftíma (mögulegt lögbrot þar sem þau voru óinnsigluð) þegar á nokkrum mínútum var hægt að breyta niðurstöðu kosninganna með blýanti og strokleðri (mögulegt kosningasvindl sem kært hefur verið til lögreglu). B) Oddvitinn lagði svo til endurtalningu atkvæðanna sem hann hraðaði svo mikið að lögbundið eftirlit var ómögulegt, (fjögur möguleg lögbrot í viðbót kærð til lögreglu). C) Oddvitinn fór þá rangt með í gerðabók, í fjölmiðlum, fyrir þingnefnd og lögreglu þau málsatvik sem benda á mögulega sekt hans. (Annað mögulegt lögbrot kært til lögreglu). Gögn Alþingis sýna að kosningasvindl sem breytti “kosningu fimm þingmanna” var klárlega mögulegt og út frá þessum gögnum geta þingmenn einfaldlega ekki vitað “hvort þingmenn [...] séu löglega kosnir” eins og stjórnarskrá Íslands kveður á um. Á grundvelli þessara gagna Alþingis lögðu þingmenn fram fjórar mismunandi tillögur um niðurstöðu Alþingiskosninganna 25. september 2021. Sem síðasti varnaglinn er það okkar kjósenda að dæma hvaða þingmenn okkur sýnist að hafi lagt til að verja lýðræðislegan vilja okkar kjósenda eða að verja sína pólitísku sérhagsmuni. 4. Ólöglega endurtalningin staðfest Fjórða og síðasta tillagan sem Alþingi greiddi atkvæði um var að samþykkja öll kjörbréf á grundvelli endurtalningar yfirkjörstjórnar norðvesturkjördæmis. - Tillagan var frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins og samþykkt með atkvæðum allra þingmanna þeirra flokka ásamt Katrínu Jakobsdóttur og þremur öðrum þingmönnum Vinstri Grænna. Aðeins þingmenn Pírata kusu á móti. Flutningsmenn tillögunnar sögðu að gögn undirbúningsnefndar Alþingis um rannsókn kjörbréfa fengi þau ekki til að ætla að niðurstöðu kosninganna hafi breyst þrátt fyrir staðfestt lögbrot, mögulegt kosningasvindl og án þess að láta endurtelja atkvæðin aftur löglega eins og í suðurkjördæmi. Þeir þingmenn sem ekki vildu staðfesta ólöglegu endurtalninguna gátu kosið um þrjár aðrar tillögur sem greitt var atkvæði um áður. 3. Löglega fyrri talningin látin gilda Þriðja tillagan sem Alþingi greiddi atkvæði um var breytingartillaga sem lagði til að ekki væru staðfest kjörbréf þeirra fimm þingmanna sem hlutu kjör eftir endurtalningu yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. - Tillagan sem var frá fulltrúa Pírata var felld með 55 atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum. Tillagan sagði að byggja skyldi á fyrri talningu atkvæða sem færð var í gerðabók að lokinni talningu kl. 7:15 þann 26. september og því beint til Landskjörstjórnar að úthluta kjörbréfum á grundvelli þeirrar talningar. Hefði breytingartillagan verið samþykkt þá fyrirskipaði Alþingi Landskjörstjórn að gefa út kjörbréf fyrir þá fimm þingmenn, og varmenn þeirra, sem féllu út við ólöglegu endurtalninguna. Gögn Alþingis sýna að fyrri talningin var löglega framkvæmd og sannanlega lokið og niðurstöðu þeirra kynntar og bókaðar í gerðabók. Þeir þingmenn sem gátu ekki fyllilega treyst neinni talningu atkvæðanna, því hvorki eru til örugg kjörgögn til að sannreyna fyrri né síðari talninguna, þeir höfðu tvo valkosti sem komu til atkvæða áður. 2. Uppkosning í Norðvesturkjördæmi Þeir þingmenn sem gátu ekki fyllilega treyst neinni talningu atkvæðanna, því hvorki eru til örugg kjörgögn til að sannreyna fyrri né síðari talninguna, þeir höfðu tvo valkosti sem komu til atkvæða áður. Tvær eins tillögur sögðu að samþykkja skyldi kjörbréf þingmanna í öllum kjördæmum nema Norðvestur og jöfnunnarmannanna fimm sem komu inn eftir ólöglegu endurtalninguna, sem myndi leiða til uppkosningar í aðeins því kjördæmi. - Tillögurnar sem voru frá fulltrúum Samfylkingar og Vinstri Grænna, fóru saman í eina atkvæðagreiðslu og voru felldar með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum, nema Samfylkingar og Viðreisnar. Þeir þingmenn sem töldu réttast að kosið væri aftur í öllum kjördæmum, svo kjósendur í norðvesturkjördæmi sætu við sama borð og aðrir kjósendur, gátu kosið með fyrstu tillögunni. 1. Uppkosning í öllum kjördæmum Fyrsta tillagan sem Alþingi greiddi atkvæði um var að engin kjörbréf þingmanna væru samþykkt sem hefði leitt til uppkosningar í öllum kjördæmum, og þannig á landinu öllu. - Tillagan sem var frá fulltrúa Pírata var felld með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum nema Pírata. Meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Framsóknar með stuðningi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og fleiri úr hennar flokki samþykktu að Alþingi úrskurði að þingmenn væru löglega kosnir þrátt fyrir ólöglega endurtalningu og mögulegt kosningasvindl, og þó að þau gátu einfaldlega ekki vitað hvort þingmenn væru löglega kosnir, og þó að þrír skárri valkostir væru í boði, og meira að segja án þess að framkvæmda löglega endurtalningu áður en þeir létu með atkvæði sínu eyða kjörgögnunum. Nú er það kjósenda að dæma hvort þessir þingmenn hafi með atkvæði sínu staðið vörð um lýðræðislegan vilja okkar kjósenda eða hvort þeir hafa mögulega freistast til að setja sína eigin pólitísku sérhagsmuni í forgang. Næst þegar við kjósum til Alþingis fáum við tækifæri til að kjósa út af þingi þá þingmenn sem ekki stóðu vörð um að vilji okkar kjósenda réði örugglega hverjir séu Alþingismenn. Jón Þór Ólafsson, umboðsmaður lista í nýafstöðnum kosningum, fyrrv. Alþingismaður, fyrrv. formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og framsögumaður frumvarps um kosningalög nr. 112/2021.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar