Of snemmt að segja hvort Vínbúðinni í Austurstræti verði lokað Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2021 09:40 Forsvarsmenn ÁTVR vilja kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Vísir/Kolbeinn Tumi Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að ekki sé búið að ákveða að loka Vínbúðinni í Austurstræti. Hún segir leitt hvernig þetta mál hefur farið en ánægjulegt að vita að viðskiptavinir séu ánægðir með núverandi staðsetningu í Austurstræti. Þetta sagði Sigrún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún einnig að í grunninn væri ástæða þess að ÁTVR hefði auglýst eftir nýju húsnæði í miðborginni að aðgengi fyrir starfsmenn stofnunarinnar að versluninni í Austurstræti væri erfitt. Það væri erfitt að koma vörum þarna að og búðin væri frekar óhagstæð og á tveimur hæðum. Forsvarsmenn ÁTVR hafi viljað kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Sigrún sagði fjölmiðla hafa oftúlkað orð hennar hún hafi aldrei sagt að búið væri að ákveða að opna Vínbúð í Fiskislóð. „Það sem ég skrifaði er að næsta stig er að ræða við þessa eigendur húsnæðis á Fiskislóð og sjá hvort við komust að einhverju samkomulagi. Ef að það verður, þá þurfum við að ákveða hvort við opnum nýja vínbúð og hugsanlega lokum Vínbúðinni í Austurstræti en þetta hefur ekkert verið endanlega ákveðið,“ sagði Sigrún. Fram kom í síðasta mánuði að forsvarsmenn ÁTVR væru að skoða kosti sína í miðborginni. Í frétt Fréttablaðsins í gær sagði að búið væri að ákveða staðsetningu nýrrar Vínbúðar sem koma ætti í stað þeirrar sem er í Austurstræti og það væri húsnæði að Fiskislóð. Í kjölfarið sagði Vísir frá því að hugmyndin um að opna Vínbúð að Fiskislóð hefði vakið hörð viðbrögð. Margir lýstu yfir áhyggjum af því að fyrir íbúa í miðborginni yrði langt að leita í næstu Vínbúð ef þeirri í Austurstræti væri lokað. Sigrún sagði þau hjá ÁTVR vita að staðan væri erfið og mögulega þyrfti að hugsa svæðið upp á nýtt. Nauðsynlegt hefði verið að loka versluninni í Borgartúni og ekkert húsnæði hafi fengist í staðinn. „Þannig að við gerum okkur grein fyrir því að þetta er stórt svæði sem er ekki dekkað,“ sagði hún. Þess vegna væri ekki búið að taka ákvörðun um að loka í Austurstræti en það væri erfitt að reka Vínbúð þar. Hún vildi ekki segja hvort versluninni yrði lokað eða ekki. Það væri of snemmt. Vínbúðin ætti allavega eftir að vera í Austurstræti í marga mánuði. Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Þetta sagði Sigrún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún einnig að í grunninn væri ástæða þess að ÁTVR hefði auglýst eftir nýju húsnæði í miðborginni að aðgengi fyrir starfsmenn stofnunarinnar að versluninni í Austurstræti væri erfitt. Það væri erfitt að koma vörum þarna að og búðin væri frekar óhagstæð og á tveimur hæðum. Forsvarsmenn ÁTVR hafi viljað kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Sigrún sagði fjölmiðla hafa oftúlkað orð hennar hún hafi aldrei sagt að búið væri að ákveða að opna Vínbúð í Fiskislóð. „Það sem ég skrifaði er að næsta stig er að ræða við þessa eigendur húsnæðis á Fiskislóð og sjá hvort við komust að einhverju samkomulagi. Ef að það verður, þá þurfum við að ákveða hvort við opnum nýja vínbúð og hugsanlega lokum Vínbúðinni í Austurstræti en þetta hefur ekkert verið endanlega ákveðið,“ sagði Sigrún. Fram kom í síðasta mánuði að forsvarsmenn ÁTVR væru að skoða kosti sína í miðborginni. Í frétt Fréttablaðsins í gær sagði að búið væri að ákveða staðsetningu nýrrar Vínbúðar sem koma ætti í stað þeirrar sem er í Austurstræti og það væri húsnæði að Fiskislóð. Í kjölfarið sagði Vísir frá því að hugmyndin um að opna Vínbúð að Fiskislóð hefði vakið hörð viðbrögð. Margir lýstu yfir áhyggjum af því að fyrir íbúa í miðborginni yrði langt að leita í næstu Vínbúð ef þeirri í Austurstræti væri lokað. Sigrún sagði þau hjá ÁTVR vita að staðan væri erfið og mögulega þyrfti að hugsa svæðið upp á nýtt. Nauðsynlegt hefði verið að loka versluninni í Borgartúni og ekkert húsnæði hafi fengist í staðinn. „Þannig að við gerum okkur grein fyrir því að þetta er stórt svæði sem er ekki dekkað,“ sagði hún. Þess vegna væri ekki búið að taka ákvörðun um að loka í Austurstræti en það væri erfitt að reka Vínbúð þar. Hún vildi ekki segja hvort versluninni yrði lokað eða ekki. Það væri of snemmt. Vínbúðin ætti allavega eftir að vera í Austurstræti í marga mánuði.
Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00
Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25
Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent