Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2021 07:58 Hvað varðar spádóma japanskra vísindamanna um að Delta-afbrigðið væri að því komið að útrýma sjálfu sér með stökkbreytingum sagði Kári þá jarðsyngja veiruna sprelllifandi. „Hún er þarna ennþá, kát og glöð, og þeytist manna á milli og veldur búsifjum,“ sagði hann. Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. Þetta ítrekaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Reykjavík síðdegis í gær, þar sem rætt var um afbrigðið B.1.1.529. Afbrigðið er með fjölda stökkbreytinga í svokölluðu bindiprótíni og uggur vegna þess hefur orðið til þess að Bretar hafa bannað flug frá nokkrum Afríkuríkjum. 77 tilvik hafa verið staðfest í Suður-Afríku, fjögur í Botswana og eitt í Hong Kong en þar var um að ræða ferðalang sem var að koma frá Suður-Afríku. „Ég hef ekki séð gögn sem hægt er að rýna í sem benda til slíks,“ sagði Kári um þann möguleika að nýja afbrigðið væri smitnæmara en önnur. „Ætli það sé ekki enn einu sinni að menn séu kannski svolítið á undan sjálfum sér í að draga ályktun. Ég veit ekki hvernig við förum að því að bera saman útbreiðslu á veirunni í Botswana og til dæmis í Evrópu. „Það sem ræður útbreiðslu þessarar veiru er ekki bara hversu smitandi hún er heldur ræðst hún líka af hegðun manna. Þannig að vissu leyti er Covid-19 sjúkdómurinn hegðunarsjúkdómur; það er að segja líkurnar á því að menn smitist ráðast töluvert mikið af hegðun þeirra. Þannig að ég held að við eigum bara að draga djúpt andann og bíða svolítið. Ég held að það sé ekkert enn sem gerir það að verkum að við þurfum að rjúka upp til handa og fóta vegna enn smitnæmara afbrigðis í Botswana,“ sagði Kári. Bólusetning barna muni hafa meiriháttar áhrif Spurður um stöðu kórónuveirufaraldursins hérlendis og horfurnar fyrir jól segist Kári vonast til þess að þriðji skammturinn af bóluefnunum muni hafa mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar. „Mér skilst að býsna stór hundraðshluti af smitum sé hjá krökkum, sem hafa ekki verið bólusettir. Mér sýnist á tölum sem berast frá sjúkrastofnunum að alltof stór hundraðshluti þeirra sem er að lasnast núna sé óbólusettur. Þannig að ég vona að bólusetningarnar sem slíkar komi til með að hafa meiriháttar áhrif,“ svaraði Kári. „Ég vona að við komumst í gegnum þessi jól glöð og kát og án of mikilla áhrifa frá pestinni.“ Fregnir bárust af því í gær að Lyfjastofnunn Evrópu hefði heimilað bólusetningu barna á aldrinum 5 til 11 ára með bóluefninu frá Pfizer. Kári segist telja að það muni hafa meiriháttar áhrif, þar sem veiran sé að smokra sér manna á milli í gegnum börnin. Þá segir hann líklegt að börnin verði bólusett þrisvar, líkt og fullorðnir, en þess ber að geta að þau fá minni skammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15 Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Þetta ítrekaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Reykjavík síðdegis í gær, þar sem rætt var um afbrigðið B.1.1.529. Afbrigðið er með fjölda stökkbreytinga í svokölluðu bindiprótíni og uggur vegna þess hefur orðið til þess að Bretar hafa bannað flug frá nokkrum Afríkuríkjum. 77 tilvik hafa verið staðfest í Suður-Afríku, fjögur í Botswana og eitt í Hong Kong en þar var um að ræða ferðalang sem var að koma frá Suður-Afríku. „Ég hef ekki séð gögn sem hægt er að rýna í sem benda til slíks,“ sagði Kári um þann möguleika að nýja afbrigðið væri smitnæmara en önnur. „Ætli það sé ekki enn einu sinni að menn séu kannski svolítið á undan sjálfum sér í að draga ályktun. Ég veit ekki hvernig við förum að því að bera saman útbreiðslu á veirunni í Botswana og til dæmis í Evrópu. „Það sem ræður útbreiðslu þessarar veiru er ekki bara hversu smitandi hún er heldur ræðst hún líka af hegðun manna. Þannig að vissu leyti er Covid-19 sjúkdómurinn hegðunarsjúkdómur; það er að segja líkurnar á því að menn smitist ráðast töluvert mikið af hegðun þeirra. Þannig að ég held að við eigum bara að draga djúpt andann og bíða svolítið. Ég held að það sé ekkert enn sem gerir það að verkum að við þurfum að rjúka upp til handa og fóta vegna enn smitnæmara afbrigðis í Botswana,“ sagði Kári. Bólusetning barna muni hafa meiriháttar áhrif Spurður um stöðu kórónuveirufaraldursins hérlendis og horfurnar fyrir jól segist Kári vonast til þess að þriðji skammturinn af bóluefnunum muni hafa mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar. „Mér skilst að býsna stór hundraðshluti af smitum sé hjá krökkum, sem hafa ekki verið bólusettir. Mér sýnist á tölum sem berast frá sjúkrastofnunum að alltof stór hundraðshluti þeirra sem er að lasnast núna sé óbólusettur. Þannig að ég vona að bólusetningarnar sem slíkar komi til með að hafa meiriháttar áhrif,“ svaraði Kári. „Ég vona að við komumst í gegnum þessi jól glöð og kát og án of mikilla áhrifa frá pestinni.“ Fregnir bárust af því í gær að Lyfjastofnunn Evrópu hefði heimilað bólusetningu barna á aldrinum 5 til 11 ára með bóluefninu frá Pfizer. Kári segist telja að það muni hafa meiriháttar áhrif, þar sem veiran sé að smokra sér manna á milli í gegnum börnin. Þá segir hann líklegt að börnin verði bólusett þrisvar, líkt og fullorðnir, en þess ber að geta að þau fá minni skammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15 Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15
Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59