Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2021 10:52 Gengið var frá fjórum nefndarálitum og þremur tillögum til afgreiðslu á Alþingi á fundi kjörbréfanefndar í morgun. Umræður um tillögurnar hefjast klukkan eitt í dag. Vísir/Vilhelm Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. Kjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan níu í morgun þar sem gengið var frá nefndarálitum og tillögum til þingsins um hvernig skuli afgreiða kjörbréfin. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihuta í nefndinni leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Fulltrúar þessara flokka í kjörbréfanefnd eru fyrir Sjálfstæðisflokk Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar, Diljá Mist Einarsdóttir og Vilhjálmur Árnason. Fyrir Framsóknarflokk Líneik Anna Sævarsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson. Inga Sæland er síðan fulltrúi Flokks fólksins. Í minnihlutatillögu fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar, þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur er lagt til að fjörtíu og sjö kjörbréf verði staðfest. Það er allra þingmanna annarra en kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi og níu jöfnunarþingmanna. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi. Þriðja tillagan kemur síðan frá Birni Leví Gunnarssyni fulltrúa Pírata í kjörbréfanefnd um að ekkert kjörbréfanna verði staðfest. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til nýrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Þótt Svandís og Þórunn sameinist um tillögu leggja þær þó fram sitt hvort nefndarálitið þar sem þær færa að einhverju leyti ólík rök fyrir tillögunni. Meirihlutinn er saman á áliti og Björn Leví er einn á sínu áliti. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31 Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02 Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Kjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan níu í morgun þar sem gengið var frá nefndarálitum og tillögum til þingsins um hvernig skuli afgreiða kjörbréfin. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihuta í nefndinni leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Fulltrúar þessara flokka í kjörbréfanefnd eru fyrir Sjálfstæðisflokk Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar, Diljá Mist Einarsdóttir og Vilhjálmur Árnason. Fyrir Framsóknarflokk Líneik Anna Sævarsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson. Inga Sæland er síðan fulltrúi Flokks fólksins. Í minnihlutatillögu fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar, þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur er lagt til að fjörtíu og sjö kjörbréf verði staðfest. Það er allra þingmanna annarra en kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi og níu jöfnunarþingmanna. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi. Þriðja tillagan kemur síðan frá Birni Leví Gunnarssyni fulltrúa Pírata í kjörbréfanefnd um að ekkert kjörbréfanna verði staðfest. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til nýrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Þótt Svandís og Þórunn sameinist um tillögu leggja þær þó fram sitt hvort nefndarálitið þar sem þær færa að einhverju leyti ólík rök fyrir tillögunni. Meirihlutinn er saman á áliti og Björn Leví er einn á sínu áliti.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31 Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02 Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31
Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02
Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07