James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 09:44 Spegill JWST er sex og hálfur metri að þvermáli, mun stærri en Hubble-geimsjónaukans. NASA/MSFC/David Higginbotham Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. Hosuklemma sem festir geimsjónaukann við sérstakt millistykki sem tengir hann við efra þrep Arianne 5-eldflaugarinnar sem á að skjóta honum út í geim losnaði óvænt þegar tæknimenn bjuggu sig undir að festa sjónaukann við eldflaugina nýlega. Í kjölfarið var ákveðið að gera frekari prófanir til að meta hvort að uppákoman hafi skemmt sjónaukann eða hluta hans. Því var ákveðið að fresta geimskotinu um nokkra. Til stóð að skjóta honum á loft í fyrsta lagi 18. desember en nú er áætlað að það verði að morgni 22. desembers. Prófunum var lokið í gær og komst nefnd á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA að sjónaukinn hefði ekki skaddast. Lagði hún blessun sína yfir að byrjað yrði að fylla eldsneyti á sjónaukann. Hafist verður handa við það í dag en áfyllingin tekur um tíu daga, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. James Webb er stærsti geimsjónauki sögunnar en geimskoti hans hefur ítrekað verið frestað undanfarin ár. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum sem hann leysir af hólmi er JWST næmur fyrir innrauðu ljósi en ekki sýnilegu. Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Honum verður skotið á loft frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana. Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Franska Gvæjana Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Hosuklemma sem festir geimsjónaukann við sérstakt millistykki sem tengir hann við efra þrep Arianne 5-eldflaugarinnar sem á að skjóta honum út í geim losnaði óvænt þegar tæknimenn bjuggu sig undir að festa sjónaukann við eldflaugina nýlega. Í kjölfarið var ákveðið að gera frekari prófanir til að meta hvort að uppákoman hafi skemmt sjónaukann eða hluta hans. Því var ákveðið að fresta geimskotinu um nokkra. Til stóð að skjóta honum á loft í fyrsta lagi 18. desember en nú er áætlað að það verði að morgni 22. desembers. Prófunum var lokið í gær og komst nefnd á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA að sjónaukinn hefði ekki skaddast. Lagði hún blessun sína yfir að byrjað yrði að fylla eldsneyti á sjónaukann. Hafist verður handa við það í dag en áfyllingin tekur um tíu daga, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. James Webb er stærsti geimsjónauki sögunnar en geimskoti hans hefur ítrekað verið frestað undanfarin ár. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum sem hann leysir af hólmi er JWST næmur fyrir innrauðu ljósi en ekki sýnilegu. Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Honum verður skotið á loft frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana.
Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Franska Gvæjana Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira