Sérfræðingar SB ósammála um hvort Berglind átti að fá rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 14:01 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir meiddi sig illa við fallið í gólfið og var born af velli. Skjámynd/S2 Sport Seinni bylgjan ræddi rauða spjaldið sem Haukakonan Berglind Benediktsdóttir fékk þegar Haukarnir heimsóttu HK í Kórinn í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Berglind Benediktsdóttir reyndi að útskýra sitt mál og að hún hafi bara verið í venjulegri varnarstöðu.Skjámynd/S2 Sport Berglind fékk beint rautt spjald fyrir brot á HK-ingnum Valgerði Ýr Þorsteinsdóttur í fyrri hálfleiknum. Valgerður varð búin að skora fjögur af fyrstu tíu mörk HK í leiknum en var borin meidd af velli í kjölfar brotsins. „Berglind fær beint rautt spjald fyrir þetta brot á Völu. Stelpur hvað finnst ykkur um þetta? Hún fær bláa spjaldið og allt saman og strákarnir hikuðu ekki,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta vera rautt út af afleiðingunni. Hún dettur það illa. Þetta er ekki eitthvað brútalt brot. Vala hoppar þarna upp og er að fara að senda hann. Hún lendir illa,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Mér finnst þetta rautt, þetta er bara afleiðingin. Þetta er hættulegt að lenda og ógeðslega vont. Mér fannst samt ekki mikill ásetningur í þessu,“ sagði Sunneva. „Hún er borin út af á börum. Það fyrsta sem við hugsuðum, held ég allar, var grindin,“ sagði Svava Kristín og Anna Úrsúla var sammála. Valgerði Ýr er nýkomin til baka eftir að hafa eignast barn. Sunneva var reyndar ekki á því að hafa hugsað um það eins og hinar. Sérfræðingarnir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Sunneva Einarsdóttir. Anna Úrsúla sýnir hér tökin og hvað Berglind átti að gera betur.Skjámynd/S2 Sport Anna Úrsúla var heldur ekki sammála Sunnevu um að Berglind hafi átt að fá rauða spjaldið frá dómurum leiksins. „Ég er leiðinlega týpan en mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. Mér fannst þetta reynsluleysi hjá henni að hjálpa henni ekki aðeins með að taka undir hana,“ sagði Anna Úrsúla og sýndi tökin sem hún hefði notað. „Hún er ekki að ýta henni til að meiða hana. Hún er í venjulegri stöðu. Jú, Vala dettur illa og hún hefði kannski getað gripið hana. Beint rautt og svo beint blátt, það fannst mér svolítið dýrt,“ sagði Anna Úrsúla. Það má sjá brotið og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Átti Berglind að fá rautt spjald eða ekki? Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar HK Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Sjá meira
Berglind Benediktsdóttir reyndi að útskýra sitt mál og að hún hafi bara verið í venjulegri varnarstöðu.Skjámynd/S2 Sport Berglind fékk beint rautt spjald fyrir brot á HK-ingnum Valgerði Ýr Þorsteinsdóttur í fyrri hálfleiknum. Valgerður varð búin að skora fjögur af fyrstu tíu mörk HK í leiknum en var borin meidd af velli í kjölfar brotsins. „Berglind fær beint rautt spjald fyrir þetta brot á Völu. Stelpur hvað finnst ykkur um þetta? Hún fær bláa spjaldið og allt saman og strákarnir hikuðu ekki,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta vera rautt út af afleiðingunni. Hún dettur það illa. Þetta er ekki eitthvað brútalt brot. Vala hoppar þarna upp og er að fara að senda hann. Hún lendir illa,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Mér finnst þetta rautt, þetta er bara afleiðingin. Þetta er hættulegt að lenda og ógeðslega vont. Mér fannst samt ekki mikill ásetningur í þessu,“ sagði Sunneva. „Hún er borin út af á börum. Það fyrsta sem við hugsuðum, held ég allar, var grindin,“ sagði Svava Kristín og Anna Úrsúla var sammála. Valgerði Ýr er nýkomin til baka eftir að hafa eignast barn. Sunneva var reyndar ekki á því að hafa hugsað um það eins og hinar. Sérfræðingarnir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Sunneva Einarsdóttir. Anna Úrsúla sýnir hér tökin og hvað Berglind átti að gera betur.Skjámynd/S2 Sport Anna Úrsúla var heldur ekki sammála Sunnevu um að Berglind hafi átt að fá rauða spjaldið frá dómurum leiksins. „Ég er leiðinlega týpan en mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. Mér fannst þetta reynsluleysi hjá henni að hjálpa henni ekki aðeins með að taka undir hana,“ sagði Anna Úrsúla og sýndi tökin sem hún hefði notað. „Hún er ekki að ýta henni til að meiða hana. Hún er í venjulegri stöðu. Jú, Vala dettur illa og hún hefði kannski getað gripið hana. Beint rautt og svo beint blátt, það fannst mér svolítið dýrt,“ sagði Anna Úrsúla. Það má sjá brotið og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Átti Berglind að fá rautt spjald eða ekki?
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar HK Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Sjá meira