Eldhamar GK 13 strandaði fyrir 30 árum: „Mikill harmleikur og áfall fyrir bæjarfélagið Grindavík“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 09:18 Forsíða Morgunblaðsins laugardaginn 23. nóvember 1991. Timarit.is Rétt rúm þrjátíu ár eru liðin frá því fimm sjómenn fórust er Eldhamar GK13 strandaði við Grindavík. Þann 22. nóvember 1991 strandaði skipið við Hópsnes fyrir utan Grindavík en mjög erfiðar aðstæður voru á slysstað. Eins og áður segir fórust fimm úr áhöfn skipsins en einn komst lífs af. Þeir sem fórust voru: Árni Bernharð Kristinsson, skipstjóri, sem var 32 ára gamall. Bjarni Guðbrandsson, vélstjóri, sem var 31 árs gamall. Sigurður Kári Pálmason, matsveinn, sem var 27 ára gamall. Hilmar Þór Davíðsson, vélavörður, sem var 24 ára. Kristján Már Jósefsson, háseti, sem var 25 ára gamall. Hlustaði á mömmu tala í símann Kristín María Birgisdóttir vakti athygli á tímamótunum á Facebook á sunnudaginn. Í samtali við Vísi sagðist Kristín lengi hafa viljað taka eitthvað saman um slysið en hún var ellefu ára gömul þegar Eldhamar strandaði. Þrátt fyrir það segist hún muna eftir deginum eins og hann hafði verið í gær. „Ég man að ég stóð og hlustaði á mömmu tala í símann. Hún var mikið að ræða björgunarbáta og hvort menn kæmust í bátana,“ skrifaði Kristín á Facebook. „Af einhverri ástæðu (líklega þeirri að liðin eru 30 ár) langaði mig að taka saman smá myndband... söguskýringu... minningu um þá sem létu lífið í öldurótinu þetta kvöld og sorg þeirra ástvina sem þurftu að læra að lifa með henni. Börnin átta sem ólust upp án föður síns.“ Myndband Kristínar má sjá hér að neðan. Eldhamar var stálbátur sem smíðaður var í Svíþjóð árið 1988 en nokkrum mánuðum fyrir slysið hafði hann verið lengdur í Póllandi. Lifði af fyrir tilviljun Sá sem komst lífs af var Eyþór Björnsson. Hann varð seinna fiskistofustjóri en í viðtali við Auðlind sagði hann frá slysinu og sagði han meðal annars að hann hefði lifað af fyrir tilviljun. Samkvæmt fréttaflutningi Morgunblaðsins á sínum tíma barst aðstoðarbeiðni um klukkan átta að kvöldi til og strandaði báturinn skömmu síðar. Björgunarsveitarmenn komu línu um borð og áhöfn Eldhamars kom sömuleiðis línu í land. Ekki tókst þó að koma líflínu á milli áður en brotsjór reið yfir skipið og það færðist töluvert og endaði ofaní gjóti þar sem skipið sökk neðar í sjóinn. Því náðu öldurnar betur yfir skipið. Síðan gekk annað brot yfir Eldhamar og þrír skipverjar féllu útbyrðis. Eyþór var einn þeirra. „Á endanum náðu svo björgunarsveitarmenn til mín í fjörunni og komu mér á þurrt en því miður fórust þarna allir fimm félagar mínir í áhöfninni. Líkast til hefur það bjargað mér að flotgallinn hélt allan tímann og ég kom algjörlega ómeiddur úr þessum hrakningum,“ sagði hann við Auðlind. Hinir tveir sem fóru í sjóinn með Eyþóri dóu og þyrla varnarliðsins í Keflavík fann síðar hina skipsverjana þrjá sem voru látnir. „Í þessum aðstæðum verður ótrúlega stutt milli lífs og dauða og í rauninni er algjör tilviljun að ég skyldi komast þarna lífs af,”sagði Eyþór í áðurnefndu viðtali. Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Eins og áður segir fórust fimm úr áhöfn skipsins en einn komst lífs af. Þeir sem fórust voru: Árni Bernharð Kristinsson, skipstjóri, sem var 32 ára gamall. Bjarni Guðbrandsson, vélstjóri, sem var 31 árs gamall. Sigurður Kári Pálmason, matsveinn, sem var 27 ára gamall. Hilmar Þór Davíðsson, vélavörður, sem var 24 ára. Kristján Már Jósefsson, háseti, sem var 25 ára gamall. Hlustaði á mömmu tala í símann Kristín María Birgisdóttir vakti athygli á tímamótunum á Facebook á sunnudaginn. Í samtali við Vísi sagðist Kristín lengi hafa viljað taka eitthvað saman um slysið en hún var ellefu ára gömul þegar Eldhamar strandaði. Þrátt fyrir það segist hún muna eftir deginum eins og hann hafði verið í gær. „Ég man að ég stóð og hlustaði á mömmu tala í símann. Hún var mikið að ræða björgunarbáta og hvort menn kæmust í bátana,“ skrifaði Kristín á Facebook. „Af einhverri ástæðu (líklega þeirri að liðin eru 30 ár) langaði mig að taka saman smá myndband... söguskýringu... minningu um þá sem létu lífið í öldurótinu þetta kvöld og sorg þeirra ástvina sem þurftu að læra að lifa með henni. Börnin átta sem ólust upp án föður síns.“ Myndband Kristínar má sjá hér að neðan. Eldhamar var stálbátur sem smíðaður var í Svíþjóð árið 1988 en nokkrum mánuðum fyrir slysið hafði hann verið lengdur í Póllandi. Lifði af fyrir tilviljun Sá sem komst lífs af var Eyþór Björnsson. Hann varð seinna fiskistofustjóri en í viðtali við Auðlind sagði hann frá slysinu og sagði han meðal annars að hann hefði lifað af fyrir tilviljun. Samkvæmt fréttaflutningi Morgunblaðsins á sínum tíma barst aðstoðarbeiðni um klukkan átta að kvöldi til og strandaði báturinn skömmu síðar. Björgunarsveitarmenn komu línu um borð og áhöfn Eldhamars kom sömuleiðis línu í land. Ekki tókst þó að koma líflínu á milli áður en brotsjór reið yfir skipið og það færðist töluvert og endaði ofaní gjóti þar sem skipið sökk neðar í sjóinn. Því náðu öldurnar betur yfir skipið. Síðan gekk annað brot yfir Eldhamar og þrír skipverjar féllu útbyrðis. Eyþór var einn þeirra. „Á endanum náðu svo björgunarsveitarmenn til mín í fjörunni og komu mér á þurrt en því miður fórust þarna allir fimm félagar mínir í áhöfninni. Líkast til hefur það bjargað mér að flotgallinn hélt allan tímann og ég kom algjörlega ómeiddur úr þessum hrakningum,“ sagði hann við Auðlind. Hinir tveir sem fóru í sjóinn með Eyþóri dóu og þyrla varnarliðsins í Keflavík fann síðar hina skipsverjana þrjá sem voru látnir. „Í þessum aðstæðum verður ótrúlega stutt milli lífs og dauða og í rauninni er algjör tilviljun að ég skyldi komast þarna lífs af,”sagði Eyþór í áðurnefndu viðtali.
Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent