Á meðal þeirra sem við þjónum Ása Laufey Sæmundsdóttir, Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Hreinn Hákonarson, Kristín Pálsdóttir, Sigrún Margrétar Óskarsdóttir og Toshiki Toma skrifa 28. nóvember 2021 08:01 Öll viljum við láta gott af okkur leiða í lífinu. Á Covid-tímum höfum við sérstaklega verið minnt á hversu samskipti og samvera með samstarfsfólki, vinum og vinkonum og ekki síst þeim sem okkur þykir vænst um er mikilvæg. Við höfum þörf fyrir stuðning úr okkar nánasta umhverfi sem nærir okkur andlega og gefur okkur þá orku sem við þurfum á að halda til að takast á við öll þau fjölbreyttu verkefni sem við stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Verkefni sem geta bæði verið krefjandi og erfið en einnig fært okkur gleði og innihald í líf okkar. Covid hefur sett okkur skorður í samskiptum og sum okkar hafa þurft að passa sig betur en önnur af ýmsum ástæðum. Um leið höfum við einnig séð að fólk hefur fundið sér nýjar leiðir til að vera saman þó ekkert komi í stað þess að geta hist augliti til auglitis í eigin persónu. Aðventan og jólin hafa verið sá tími þar sem við gerum okkur dagamun og hlúum að okkur sjálfum og öðrum með því að hittast og hugsanlega fara á tónleika eða á jólahlaðborð. Allt er þetta með öðru sniði nú en áður. Við sem störfum í sérþjónustu kirkjunnar finnum hvernig sá hópur fólks sem við sinnum hefur þurft að takast á við gríðarlegar áskoranir. Störf okkar eru meðal innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda, fatlaðra og fólks með þroskahömlun, á vettvangi sjúkrahúss- og fangaþjónustu sem og þeirra sem tilheyra menningarsamfélagi heyrnarlausra. Við erum ekki staðsett í ákveðnum kirkjubyggingum heldur erum á meðal þeirra sem við þjónum. Hlutverk okkar er að veita sálgæslu sem felur m.a. í sér stuðning og samfylgd á forsendum þeirra sem þjónustuna þiggja. Stuðningurinn er oft í formi samtala bæði við einstaklinga og fjölskyldur þar sem tekist er á við margs kyns vanda og andlegan, trúarlegan, tilvistarlegan og félagslegan sársauka. Í slíkum aðstæðum verða tilvistarlegu spurningarnar og vangavelturnar ágengari en ella þar sem spurt er hver tilgangurinn sé með þessu öllu saman og hvers vegna aðstæðurnar séu með þeim hætti sem raun ber vitni. Að takast á við veikindi, að vera innilokuð í fangelsi eða að finna sig vegna fötlunar og annarra hamlandi aðstæðna vera utangarðs í okkar samfélagi er gífurleg áskorun sem á Covid-tímum hefur síst orðið auðveldari. Við undirrituð sérþjónustuprestar viljum minna okkur öll á þennan hóp fólks sem þjónusta okkar tekur til. Við teljum það afar mikilvægt að við sem samfélag stöndum vörð um sálgæsluþjónustu á heilbrigðisstofnunum, fangelsum, meðal fatlaðra og fólks með þroskahömlun, heyrnarlausra og þeirra sem hingað koma í leit að betra lífi. Ása Laufey Sæmundsdóttir, prestur innflytjendaGuðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúspresturGuðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðraHreinn Hákonarson, sérþjónustuprestur á samskiptasviði BiskupsstofuKristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausraSigrúnar Margrétar Óskarsdóttir, fangapresturToshiki Toma, prestur innflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öll viljum við láta gott af okkur leiða í lífinu. Á Covid-tímum höfum við sérstaklega verið minnt á hversu samskipti og samvera með samstarfsfólki, vinum og vinkonum og ekki síst þeim sem okkur þykir vænst um er mikilvæg. Við höfum þörf fyrir stuðning úr okkar nánasta umhverfi sem nærir okkur andlega og gefur okkur þá orku sem við þurfum á að halda til að takast á við öll þau fjölbreyttu verkefni sem við stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Verkefni sem geta bæði verið krefjandi og erfið en einnig fært okkur gleði og innihald í líf okkar. Covid hefur sett okkur skorður í samskiptum og sum okkar hafa þurft að passa sig betur en önnur af ýmsum ástæðum. Um leið höfum við einnig séð að fólk hefur fundið sér nýjar leiðir til að vera saman þó ekkert komi í stað þess að geta hist augliti til auglitis í eigin persónu. Aðventan og jólin hafa verið sá tími þar sem við gerum okkur dagamun og hlúum að okkur sjálfum og öðrum með því að hittast og hugsanlega fara á tónleika eða á jólahlaðborð. Allt er þetta með öðru sniði nú en áður. Við sem störfum í sérþjónustu kirkjunnar finnum hvernig sá hópur fólks sem við sinnum hefur þurft að takast á við gríðarlegar áskoranir. Störf okkar eru meðal innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda, fatlaðra og fólks með þroskahömlun, á vettvangi sjúkrahúss- og fangaþjónustu sem og þeirra sem tilheyra menningarsamfélagi heyrnarlausra. Við erum ekki staðsett í ákveðnum kirkjubyggingum heldur erum á meðal þeirra sem við þjónum. Hlutverk okkar er að veita sálgæslu sem felur m.a. í sér stuðning og samfylgd á forsendum þeirra sem þjónustuna þiggja. Stuðningurinn er oft í formi samtala bæði við einstaklinga og fjölskyldur þar sem tekist er á við margs kyns vanda og andlegan, trúarlegan, tilvistarlegan og félagslegan sársauka. Í slíkum aðstæðum verða tilvistarlegu spurningarnar og vangavelturnar ágengari en ella þar sem spurt er hver tilgangurinn sé með þessu öllu saman og hvers vegna aðstæðurnar séu með þeim hætti sem raun ber vitni. Að takast á við veikindi, að vera innilokuð í fangelsi eða að finna sig vegna fötlunar og annarra hamlandi aðstæðna vera utangarðs í okkar samfélagi er gífurleg áskorun sem á Covid-tímum hefur síst orðið auðveldari. Við undirrituð sérþjónustuprestar viljum minna okkur öll á þennan hóp fólks sem þjónusta okkar tekur til. Við teljum það afar mikilvægt að við sem samfélag stöndum vörð um sálgæsluþjónustu á heilbrigðisstofnunum, fangelsum, meðal fatlaðra og fólks með þroskahömlun, heyrnarlausra og þeirra sem hingað koma í leit að betra lífi. Ása Laufey Sæmundsdóttir, prestur innflytjendaGuðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúspresturGuðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðraHreinn Hákonarson, sérþjónustuprestur á samskiptasviði BiskupsstofuKristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausraSigrúnar Margrétar Óskarsdóttir, fangapresturToshiki Toma, prestur innflytjenda
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun