Góð erfðaskrá er gulls ígildi Skúli Hansen skrifar 23. nóvember 2021 12:00 „Eitt sinn verða allir menn að deyja“. Þessi óhjákvæmilega staðreynd mannlegrar tilveru var gerð ódauðleg í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar á meistaraverki Jóhanns Helgasonar. Öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á einhverjum tímapunkti ævi okkar að kveðja þennan blessaða heim en oftast nær hafa þau tímamót ekki einungis áhrif á okkur sjálf heldur einnig á þau í kringum okkur sem eftir standa. Það getur því verið mikilvægt að huga vel að því fyrirfram hvernig hægt er að gera það ferli sem við tekur hjá aðstandendum okkar á þessum tímamótum eins bærilegt og hægt er. Ein besta og einfaldasta leiðin til þess er að rita erfðaskrá. En afhverju að rita erfðaskrá? Er eitthvað sem margir eru líklegir til að spurja sig að hér á landi þar sem reglur um skyldu- og lögerfingja eru nokkuð fast niðurnjörvaðar í ákvæðum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þó svo að helstu meginreglurnar séu þar fastmótaðar þá eru samt til ýmsar fjölskylduaðstæður sem eru orðnar nokkuð algengar í samfélagi okkar en fyrrnefnd lagaákvæði gera ekki ráð fyrir. Augljósasta dæmið um þetta eru stjúpbörn en ólíkt kynbörnum og kjörbörnum arfleifanda þá eru stjúpbörn ekki lögerfingjar. Af því leiðir að ef ekki er kveðið á um erfðarétt stjúpbarna í erfðaskrá þá er erfðaréttur þeirra, við andlát stjúpforeldris, því miður enginn. Stjúpbarn, sem ekki nýtur réttar samkvæmt erfðaskrá, er því háð góðvild og gjafmildi eftirlifandi foreldris og stjúpsystkina sinna þegar kemur að skiptingu arfs. Hið sama gildir um fósturbörn, en líkt og stjúpbörn hafa þau ekki erfðarétt nema kveðið sé á um hann í erfðaskrá. Annað algengt dæmi eru sambúðarmakar í óvígðri sambúð. Það kann að hljóma undarlega á 21. öldinni þegar stór hluti fólks ákveður að velja óvígða sambúð fram yfir hjónaband, að sambúðarfólk hafi ekki gagnkvæman erfðarétt samkvæmt erfðalögum en þannig er þó mál með vexti. Vilji sambúðarfólk tryggja að það erfi hvort annað í kjölfar andláts þá þarf það að kveða á um gagnkvæman erfðarétt í erfðaskrá. Það liggur í augum uppi að þær ósanngjörnu aðstæður skapast ef ofangreindir aðilar eru skildir eftir arflausir við andlát stjúpforeldris, fósturforeldris eða sambúðarmaka eru líklegar til að skapa sár sem sennilegast gróa aldrei um heilt. Það getur því reynst þýðingarmikið að tryggja erfðarétt ofangreindra ástvina með erfðaskrá. Þess skal þó getið að arfleifandi getur lögum samkvæmt einungis ráðstafað þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá. Til viðbótar því að fyrirbyggja að þær ósanngjörnu aðstæður, sem greint er frá hér að ofan, skapist þá getur erfðaskrá komið í veg fyrir að deilur verði til síðar meir um ráðstöfun arfs, t.d. við hjónaskilnað. Þannig er hægt að kveða á um það í erfðaskrá að arfur skuli vera séreign erfingja, en með slíku ákvæði er tryggt að viðkomandi arfi sé haldið utan skiptingu hjúskapareignar við skilnað. Getur þetta skipt sköpum þegar um er að ræða sérstaklega verðmæta eign, t.d. fasteign, nú eða hlut sem hefur mikið tilfinningalegt verðmæti, t.d. erfðagrip sem haldist hefur lengi innan fjölskyldunnar. Til að rétt sé staðið að gerð erfðaskrá, og tryggt sé að hún haldi ef á hana reynir fyrir dómstólum, er mikilvægt að leita sér aðstoðar lögmanns við gerð hennar. Líkt og ofangreind dæmi sýna þá getur það margborgað sig að fá lögmann til að aðstoða sig við gerð góðrar erfðaskrár enda getur slík skrá komið í veg fyrir óþarfa sárindi við skiptingu erfðafjár og tryggt að vilji arfleiðanda komist skýrt til skila. Það má því með sanni segja að góð erfðaskrá sé gulls ígildi. Höfundur er lögmaður hjá lögmannsstofunni Hansen Legal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
„Eitt sinn verða allir menn að deyja“. Þessi óhjákvæmilega staðreynd mannlegrar tilveru var gerð ódauðleg í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar á meistaraverki Jóhanns Helgasonar. Öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á einhverjum tímapunkti ævi okkar að kveðja þennan blessaða heim en oftast nær hafa þau tímamót ekki einungis áhrif á okkur sjálf heldur einnig á þau í kringum okkur sem eftir standa. Það getur því verið mikilvægt að huga vel að því fyrirfram hvernig hægt er að gera það ferli sem við tekur hjá aðstandendum okkar á þessum tímamótum eins bærilegt og hægt er. Ein besta og einfaldasta leiðin til þess er að rita erfðaskrá. En afhverju að rita erfðaskrá? Er eitthvað sem margir eru líklegir til að spurja sig að hér á landi þar sem reglur um skyldu- og lögerfingja eru nokkuð fast niðurnjörvaðar í ákvæðum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þó svo að helstu meginreglurnar séu þar fastmótaðar þá eru samt til ýmsar fjölskylduaðstæður sem eru orðnar nokkuð algengar í samfélagi okkar en fyrrnefnd lagaákvæði gera ekki ráð fyrir. Augljósasta dæmið um þetta eru stjúpbörn en ólíkt kynbörnum og kjörbörnum arfleifanda þá eru stjúpbörn ekki lögerfingjar. Af því leiðir að ef ekki er kveðið á um erfðarétt stjúpbarna í erfðaskrá þá er erfðaréttur þeirra, við andlát stjúpforeldris, því miður enginn. Stjúpbarn, sem ekki nýtur réttar samkvæmt erfðaskrá, er því háð góðvild og gjafmildi eftirlifandi foreldris og stjúpsystkina sinna þegar kemur að skiptingu arfs. Hið sama gildir um fósturbörn, en líkt og stjúpbörn hafa þau ekki erfðarétt nema kveðið sé á um hann í erfðaskrá. Annað algengt dæmi eru sambúðarmakar í óvígðri sambúð. Það kann að hljóma undarlega á 21. öldinni þegar stór hluti fólks ákveður að velja óvígða sambúð fram yfir hjónaband, að sambúðarfólk hafi ekki gagnkvæman erfðarétt samkvæmt erfðalögum en þannig er þó mál með vexti. Vilji sambúðarfólk tryggja að það erfi hvort annað í kjölfar andláts þá þarf það að kveða á um gagnkvæman erfðarétt í erfðaskrá. Það liggur í augum uppi að þær ósanngjörnu aðstæður skapast ef ofangreindir aðilar eru skildir eftir arflausir við andlát stjúpforeldris, fósturforeldris eða sambúðarmaka eru líklegar til að skapa sár sem sennilegast gróa aldrei um heilt. Það getur því reynst þýðingarmikið að tryggja erfðarétt ofangreindra ástvina með erfðaskrá. Þess skal þó getið að arfleifandi getur lögum samkvæmt einungis ráðstafað þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá. Til viðbótar því að fyrirbyggja að þær ósanngjörnu aðstæður, sem greint er frá hér að ofan, skapist þá getur erfðaskrá komið í veg fyrir að deilur verði til síðar meir um ráðstöfun arfs, t.d. við hjónaskilnað. Þannig er hægt að kveða á um það í erfðaskrá að arfur skuli vera séreign erfingja, en með slíku ákvæði er tryggt að viðkomandi arfi sé haldið utan skiptingu hjúskapareignar við skilnað. Getur þetta skipt sköpum þegar um er að ræða sérstaklega verðmæta eign, t.d. fasteign, nú eða hlut sem hefur mikið tilfinningalegt verðmæti, t.d. erfðagrip sem haldist hefur lengi innan fjölskyldunnar. Til að rétt sé staðið að gerð erfðaskrá, og tryggt sé að hún haldi ef á hana reynir fyrir dómstólum, er mikilvægt að leita sér aðstoðar lögmanns við gerð hennar. Líkt og ofangreind dæmi sýna þá getur það margborgað sig að fá lögmann til að aðstoða sig við gerð góðrar erfðaskrár enda getur slík skrá komið í veg fyrir óþarfa sárindi við skiptingu erfðafjár og tryggt að vilji arfleiðanda komist skýrt til skila. Það má því með sanni segja að góð erfðaskrá sé gulls ígildi. Höfundur er lögmaður hjá lögmannsstofunni Hansen Legal.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun