Segir að bæjarfulltrúar á Akureyri hafi beðið Þór um að hætta með handbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 09:00 Þór er í 4. sæti Grill 66 deildar karla. akureyri.net/skapti hallgrímsson Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa beðið hæstráðendur hjá Þór að hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. „Það er ekkert leyndarmál að bæjarfulltrúar hafa komið að máli við hæstráðendur hjá Þór og hreinlega beðið þá um að leggja niður handbolta, hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. Gert grín að ráðningu þjálfara handknattleiksdeildarinnar opinberlega. Hef ég heyrt margt skrautlegt um ævina en þetta fer á toppinn.“ Þetta segir Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í pistli á Akureyri.net, þar sem hann fjallar hann um aðstöðuleysi Þórs. Árni segir að handboltaiðkendur hjá Þór þurfi að flakka á milli Íþróttahallarinnar á Akureyri, sem er oft upptekin, og íþróttahússins við Síðuskóla sem er með óviðunandi aðstöðu fyrir áhorfendur. „Starf handknattleiksdeildar Þórs er tætingslegt, deildin hefur engan samastað sem tengir iðkendur við félagið, yngri flokkarnir æfa í Síðuskóla og meistaraflokkur í höllinni en þeir skottast svo í Síðuskóla þegar höllin er upptekin. Þannig að handknattleiksiðkandi hjá Þór getur æft handbolta í 15 ár án þess að „þurfa“ að koma í Hamar, félagsheimili og hjarta Þórs,“ segir Árni í pistlinum. Búist er við því að handknattleiksdeild Þórs muni stækka á næstu árum.akureyri.net/skapti hallgrímsson Hann segir að það bráðvanti íþróttahús á félagssvæði Þórs og bæjaryfirvöld þurfi að taka þá staðreynd alvarlega. Árni segir jafnframt að tilkoma nýs íþróttahúss á félagssvæði Þórs myndi leysa allan vanda boltaíþrótta að vetrarlagi og það sé kominn tími til að taka til hendinni, hugsa stórt og byggja íþróttahús sem muni standast tímans tönn. Viðbúið sé að handboltaiðkendum hjá Þór muni fjölga mikið á næstu árum í samræmi við uppbyggingu íbúðahverfa í þorpinu og þörfin fyrir betri aðstöðu aukist við það. Pistil Árna má lesa með því að smella hér. Aðstöðumál íþróttafélaga á Akureyri hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu. Til að mynda hafa bæði þjálfarar karlaliða KA í fót- og handbolta sent bæjaryfirvöldum tóninn fyrir að draga lappirnar í uppbyggingu aðstöðu á svæði félagsins. Jónatan Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í handbolta, skrifaði á dögunum pistil á Facebook-síðu sína en fyrirsögn hans var einfaldlega: „Metnaðarleysi.“ „Hér virðist bæjarstjórn og ráðamenn skammast sín fyrir að byggja upp til íþrótta, telja það óþarfa kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar í öflugu íþróttastarfi og heilbrigðu líferni. Bærinn er gjörsamlega metnaðarlaus þegar kemur að því að skara framúr,“ skrifaði Jónatan meðal annars í pistli sínum. Þór Akureyri Akureyri Íslenski handboltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að bæjarfulltrúar hafa komið að máli við hæstráðendur hjá Þór og hreinlega beðið þá um að leggja niður handbolta, hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. Gert grín að ráðningu þjálfara handknattleiksdeildarinnar opinberlega. Hef ég heyrt margt skrautlegt um ævina en þetta fer á toppinn.“ Þetta segir Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í pistli á Akureyri.net, þar sem hann fjallar hann um aðstöðuleysi Þórs. Árni segir að handboltaiðkendur hjá Þór þurfi að flakka á milli Íþróttahallarinnar á Akureyri, sem er oft upptekin, og íþróttahússins við Síðuskóla sem er með óviðunandi aðstöðu fyrir áhorfendur. „Starf handknattleiksdeildar Þórs er tætingslegt, deildin hefur engan samastað sem tengir iðkendur við félagið, yngri flokkarnir æfa í Síðuskóla og meistaraflokkur í höllinni en þeir skottast svo í Síðuskóla þegar höllin er upptekin. Þannig að handknattleiksiðkandi hjá Þór getur æft handbolta í 15 ár án þess að „þurfa“ að koma í Hamar, félagsheimili og hjarta Þórs,“ segir Árni í pistlinum. Búist er við því að handknattleiksdeild Þórs muni stækka á næstu árum.akureyri.net/skapti hallgrímsson Hann segir að það bráðvanti íþróttahús á félagssvæði Þórs og bæjaryfirvöld þurfi að taka þá staðreynd alvarlega. Árni segir jafnframt að tilkoma nýs íþróttahúss á félagssvæði Þórs myndi leysa allan vanda boltaíþrótta að vetrarlagi og það sé kominn tími til að taka til hendinni, hugsa stórt og byggja íþróttahús sem muni standast tímans tönn. Viðbúið sé að handboltaiðkendum hjá Þór muni fjölga mikið á næstu árum í samræmi við uppbyggingu íbúðahverfa í þorpinu og þörfin fyrir betri aðstöðu aukist við það. Pistil Árna má lesa með því að smella hér. Aðstöðumál íþróttafélaga á Akureyri hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu. Til að mynda hafa bæði þjálfarar karlaliða KA í fót- og handbolta sent bæjaryfirvöldum tóninn fyrir að draga lappirnar í uppbyggingu aðstöðu á svæði félagsins. Jónatan Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í handbolta, skrifaði á dögunum pistil á Facebook-síðu sína en fyrirsögn hans var einfaldlega: „Metnaðarleysi.“ „Hér virðist bæjarstjórn og ráðamenn skammast sín fyrir að byggja upp til íþrótta, telja það óþarfa kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar í öflugu íþróttastarfi og heilbrigðu líferni. Bærinn er gjörsamlega metnaðarlaus þegar kemur að því að skara framúr,“ skrifaði Jónatan meðal annars í pistli sínum.
Þór Akureyri Akureyri Íslenski handboltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira