Braut viljandi á Azpilicueta og myndi gera það aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2021 23:30 Zlatan sér ekki eftir neinu. Jorge Guerrero/AFP/Getty Images Það er sjaldan lognmolla í kringum hinn fertuga Zlatan Ibrahimović. Hann er leikmaður AC Milan á Ítalíu og sneri til baka í sænska landsliðið á dögunum. Þar komst hann í heimsfréttirnar fyrir að keyra harkalega inn í César Azpilicueta, leikmann Chelsea og Spánar. Zlatan var í ítarlegu viðtali á The Guardian þar sem hann fór yfir víðan völl. Hann ræddi einnig atvikið sem átti sér stað í leik Svíþjóðar og Spánar í undankeppni HM. Framherjinn segist hafa gert heimskan hlut en að hann myndi 100 prósent gera það aftur ef þess þyrfti. Zlatan var að ræða samfélagsmiðla og þörf fólks í að vera fullkomið út á við. Hann segir að fólk þykist vera fullkomið en í raun sé enginn fullkominn, nema hann sjálfur. Zlatan Ibrahimovic: I did a stupid thing. But I will do it again, 100% https://t.co/jyPBPY8fZb— The Guardian (@guardian) November 22, 2021 „Ég segi að ég sé fullkominn þegar ég er ég sjálfur. Það þýðir auðvitað ekki að ég geri ekki mistök, en ég læri af þeim. Um daginn með landsliðinu tæklaði ég leikmann (Azpilicueta). Ég gerði það viljandi. Ég skammast mín ekki fyrir það því hann gerði heimskulegan hlut við leikmann í mínu liði.“ „Hann þóttist vera stór kall og ögraði samherja mínum Það var heimskulegt og ég vildi útskýra fyrir honum að svona gerum við ekki. Hann hefur ekki kjark í að haga sér svona við mig en ég ákvað að sýna honum hvað myndi gerast ef hann myndi reyna.“ Zlatan got a yellow card for this shoulder charge on Azpilicueta pic.twitter.com/64ipgvvm4X— ESPN FC (@ESPNFC) November 15, 2021 „Hvað ætti hann að segja? Hann hefur eflaust sagt eitthvað við samherja minn sem er of vingjarnlegur til að svara honum fullum hálsi,“ sagði Zlatan aðspurður hvort Azpilicueta hefði gert eða sagt eitthvað eftir leikinn sem Spánn vann með einu marki gegn engu. „Þetta var ekki fallega gert af mér en ég myndi samt gera það aftur. Þannig er ég bara, ég skammast mín ekki fyrir að segja það,“ sagði Zlatan að endingu um atvikið milli sín og spænska varnarmannsins. Zlatan fékk gult spjald fyrir brotið og verður í leikbanni er Svíþjóð tekur þátt í umspilinu fyrir HM 2022 í mars á næsta ári. Hann segir það litlu máli skipta, það sem skiptir máli er að vera trúr sjálfum sér og standa með eigin sannfæringu. Að því sögðu væri Zlatan eflaust til að geta hjálpað sænska landsliðinu á HM í Katar veturinn 2022. Svíþjóð getur mætt Tyrklandi, Póllandi, Norður-Makedóníu, Úkraínu, Austurríki eða Tékklandi í fyrstu umferð umspilsins. Fótbolti HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Tengdar fréttir Talið að Zlatan sleppi úr búrinu og met Tottis gæti fallið Meistaradeild Evrópu í fótbolta heldur áfram í þessari viku og Zlatan Ibrahimovic fær þá tækifæri til að skrá sig í sögubækurnar sem elsti markaskorari keppninnar frá upphafi. 22. nóvember 2021 16:01 Tvenna Zlatan dugði skammt þegar AC Milan tapaði í fyrsta sinn AC Milan er ekki lengur taplaust í ítölsku úrvalsdeildinni eftir að hafa heimsótt Flórens í kvöld. 20. nóvember 2021 21:54 AC Milan ætlar að bjóða fertugum Zlatan nýjan samning Þrátt fyrir að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic sé orðinn fertugur, er hann hvergi nærri hættur knattspyrnuiðkun. Ítalska stórveldið AC Milan ætlar sér að framlengja samning sínum við svíann. 2. nóvember 2021 17:49 Fertugur Zlatan snýr aftur í landsliðið Hinn fertugi Zlatan Ibrahimovic var valinn í sænska landsliðið fyrir síðustu leiki þess í undankeppni HM 2022. 2. nóvember 2021 15:02 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Zlatan var í ítarlegu viðtali á The Guardian þar sem hann fór yfir víðan völl. Hann ræddi einnig atvikið sem átti sér stað í leik Svíþjóðar og Spánar í undankeppni HM. Framherjinn segist hafa gert heimskan hlut en að hann myndi 100 prósent gera það aftur ef þess þyrfti. Zlatan var að ræða samfélagsmiðla og þörf fólks í að vera fullkomið út á við. Hann segir að fólk þykist vera fullkomið en í raun sé enginn fullkominn, nema hann sjálfur. Zlatan Ibrahimovic: I did a stupid thing. But I will do it again, 100% https://t.co/jyPBPY8fZb— The Guardian (@guardian) November 22, 2021 „Ég segi að ég sé fullkominn þegar ég er ég sjálfur. Það þýðir auðvitað ekki að ég geri ekki mistök, en ég læri af þeim. Um daginn með landsliðinu tæklaði ég leikmann (Azpilicueta). Ég gerði það viljandi. Ég skammast mín ekki fyrir það því hann gerði heimskulegan hlut við leikmann í mínu liði.“ „Hann þóttist vera stór kall og ögraði samherja mínum Það var heimskulegt og ég vildi útskýra fyrir honum að svona gerum við ekki. Hann hefur ekki kjark í að haga sér svona við mig en ég ákvað að sýna honum hvað myndi gerast ef hann myndi reyna.“ Zlatan got a yellow card for this shoulder charge on Azpilicueta pic.twitter.com/64ipgvvm4X— ESPN FC (@ESPNFC) November 15, 2021 „Hvað ætti hann að segja? Hann hefur eflaust sagt eitthvað við samherja minn sem er of vingjarnlegur til að svara honum fullum hálsi,“ sagði Zlatan aðspurður hvort Azpilicueta hefði gert eða sagt eitthvað eftir leikinn sem Spánn vann með einu marki gegn engu. „Þetta var ekki fallega gert af mér en ég myndi samt gera það aftur. Þannig er ég bara, ég skammast mín ekki fyrir að segja það,“ sagði Zlatan að endingu um atvikið milli sín og spænska varnarmannsins. Zlatan fékk gult spjald fyrir brotið og verður í leikbanni er Svíþjóð tekur þátt í umspilinu fyrir HM 2022 í mars á næsta ári. Hann segir það litlu máli skipta, það sem skiptir máli er að vera trúr sjálfum sér og standa með eigin sannfæringu. Að því sögðu væri Zlatan eflaust til að geta hjálpað sænska landsliðinu á HM í Katar veturinn 2022. Svíþjóð getur mætt Tyrklandi, Póllandi, Norður-Makedóníu, Úkraínu, Austurríki eða Tékklandi í fyrstu umferð umspilsins.
Fótbolti HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Tengdar fréttir Talið að Zlatan sleppi úr búrinu og met Tottis gæti fallið Meistaradeild Evrópu í fótbolta heldur áfram í þessari viku og Zlatan Ibrahimovic fær þá tækifæri til að skrá sig í sögubækurnar sem elsti markaskorari keppninnar frá upphafi. 22. nóvember 2021 16:01 Tvenna Zlatan dugði skammt þegar AC Milan tapaði í fyrsta sinn AC Milan er ekki lengur taplaust í ítölsku úrvalsdeildinni eftir að hafa heimsótt Flórens í kvöld. 20. nóvember 2021 21:54 AC Milan ætlar að bjóða fertugum Zlatan nýjan samning Þrátt fyrir að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic sé orðinn fertugur, er hann hvergi nærri hættur knattspyrnuiðkun. Ítalska stórveldið AC Milan ætlar sér að framlengja samning sínum við svíann. 2. nóvember 2021 17:49 Fertugur Zlatan snýr aftur í landsliðið Hinn fertugi Zlatan Ibrahimovic var valinn í sænska landsliðið fyrir síðustu leiki þess í undankeppni HM 2022. 2. nóvember 2021 15:02 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Talið að Zlatan sleppi úr búrinu og met Tottis gæti fallið Meistaradeild Evrópu í fótbolta heldur áfram í þessari viku og Zlatan Ibrahimovic fær þá tækifæri til að skrá sig í sögubækurnar sem elsti markaskorari keppninnar frá upphafi. 22. nóvember 2021 16:01
Tvenna Zlatan dugði skammt þegar AC Milan tapaði í fyrsta sinn AC Milan er ekki lengur taplaust í ítölsku úrvalsdeildinni eftir að hafa heimsótt Flórens í kvöld. 20. nóvember 2021 21:54
AC Milan ætlar að bjóða fertugum Zlatan nýjan samning Þrátt fyrir að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic sé orðinn fertugur, er hann hvergi nærri hættur knattspyrnuiðkun. Ítalska stórveldið AC Milan ætlar sér að framlengja samning sínum við svíann. 2. nóvember 2021 17:49
Fertugur Zlatan snýr aftur í landsliðið Hinn fertugi Zlatan Ibrahimovic var valinn í sænska landsliðið fyrir síðustu leiki þess í undankeppni HM 2022. 2. nóvember 2021 15:02