Dýrmætasta gjöfin Hildur Inga Magnadóttir skrifar 22. nóvember 2021 15:00 Nú styttist í að aðventan hefjist og að jólamánuðurinn gangi í garð. Mánuður sem margir bíða eftir með eftirvæntingu en hjá öðrum stækkar kvíðahnúturinn í maganum smám saman eftir því sem nær dregur jólum. Foreldrar leggja hugann í bleyti og velta fyrir sér hvað hægt er að gefa börnunum í jólagjöf. Eða að minnsta kosti þeir sem vilja vera mjög tímanlega. Nú fara að hrúgast inn spurningar frá örvæntingarfullum foreldrum á hina ýmsu Facebook hópa þar sem óskað er eftir jólagjafahugmyndum. Mörg fyrirtæki eru meira að segja svo elskuleg að setja fram lista yfir sniðugar gjafir og það getur auðveldað foreldrum valið og auðvitað sparað tíma. Það virðist ekki lengur vera nóg að kaupa litla fallega jólagjöf heldur þarf hún að vera betri en í fyrra, þarf að standast kröfur hjá barninu og vinum þess, jafnvel líka hjá foreldrum vinanna. Kannski hjá samfélaginu öllu? Þetta jólagjafastúss er því alls ekkert grín og pressan er raunveruleg. Mikil streita getur fylgt því að toppa gjafirnar á milli ára. Foreldrar vilja ekki að börnin sín verði fyrir aðkasti vegna minni eða lélegri gjafa en hinir krakkarnir fá. Það hafa hins vegar fæstir það mikið á milli handanna að þeir geti keypt allt sem prýðir óskalistann hjá börnum sínum og jafnvel þó svo væri, hefðu börnin gott af því að fá alla veraldlega hluti sem hugur þeirra girnist? Það er líka stór hópur foreldra sem getur ekki keypt jólagjafir fyrir börnin sín og þessi samanburður og kröfur því átakanlegar fyrir marga. Því er vert að velta fyrir sér, hver viðhorf okkar til jólagjafa fyrir börnin okkar, eru. Hver er dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið þeim? Í aðdraganda jólanna, í stressmánuðinum mikla, hvet ég alla til að staldra við og spurja sig hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Hvernig er forgangsröðunin í lífinu og af hverju er hún eins og hún er? Þarf að þrífa húsið hátt og lágt, þurfa allir að vera í nýjum jólafötum eða þarf jólagjöfin að vera betri en í fyrra? Þegar uppi er staðið þá skiptir þetta engu máli. Jólin koma þó að ló leynist í horni, mylsna sé í sófa eða þótt að ekki sjáist í þvottahúsgólfið fyrir óhreinum þvotti. Dýrmætasta gjöfin er nefnilega ekki nýjasti Iphone-inn, ný úlpa eða aðrir veraldlegir hlutir. Það eru ekki þær gjafir sem börnin muna eftir þegar fram líða stundir. Dýrmætasta gjöfin er samvera. Að vera til staðar. Hlusta. Gefa af sér. Veita athygli. Vera í núinu. Leggja frá sér snjalltækin. Tala við börnin. Sýna öllu í lífi þeirra áhuga. Knúsa þau. Með því að vera til staðar og verja tíma með þeim sáir þú fræjum fyrir komandi samskipti við börnin þín og samskipti sem þau munu eiga við börnin sín í framtíðinni. Með þessu leggur þú sterkari grunn að framtíðinni þeirra. Er til eitthvað dýrmætara en það? Gleðileg jól. Höfundur er markþjálfi og foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Nú styttist í að aðventan hefjist og að jólamánuðurinn gangi í garð. Mánuður sem margir bíða eftir með eftirvæntingu en hjá öðrum stækkar kvíðahnúturinn í maganum smám saman eftir því sem nær dregur jólum. Foreldrar leggja hugann í bleyti og velta fyrir sér hvað hægt er að gefa börnunum í jólagjöf. Eða að minnsta kosti þeir sem vilja vera mjög tímanlega. Nú fara að hrúgast inn spurningar frá örvæntingarfullum foreldrum á hina ýmsu Facebook hópa þar sem óskað er eftir jólagjafahugmyndum. Mörg fyrirtæki eru meira að segja svo elskuleg að setja fram lista yfir sniðugar gjafir og það getur auðveldað foreldrum valið og auðvitað sparað tíma. Það virðist ekki lengur vera nóg að kaupa litla fallega jólagjöf heldur þarf hún að vera betri en í fyrra, þarf að standast kröfur hjá barninu og vinum þess, jafnvel líka hjá foreldrum vinanna. Kannski hjá samfélaginu öllu? Þetta jólagjafastúss er því alls ekkert grín og pressan er raunveruleg. Mikil streita getur fylgt því að toppa gjafirnar á milli ára. Foreldrar vilja ekki að börnin sín verði fyrir aðkasti vegna minni eða lélegri gjafa en hinir krakkarnir fá. Það hafa hins vegar fæstir það mikið á milli handanna að þeir geti keypt allt sem prýðir óskalistann hjá börnum sínum og jafnvel þó svo væri, hefðu börnin gott af því að fá alla veraldlega hluti sem hugur þeirra girnist? Það er líka stór hópur foreldra sem getur ekki keypt jólagjafir fyrir börnin sín og þessi samanburður og kröfur því átakanlegar fyrir marga. Því er vert að velta fyrir sér, hver viðhorf okkar til jólagjafa fyrir börnin okkar, eru. Hver er dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið þeim? Í aðdraganda jólanna, í stressmánuðinum mikla, hvet ég alla til að staldra við og spurja sig hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Hvernig er forgangsröðunin í lífinu og af hverju er hún eins og hún er? Þarf að þrífa húsið hátt og lágt, þurfa allir að vera í nýjum jólafötum eða þarf jólagjöfin að vera betri en í fyrra? Þegar uppi er staðið þá skiptir þetta engu máli. Jólin koma þó að ló leynist í horni, mylsna sé í sófa eða þótt að ekki sjáist í þvottahúsgólfið fyrir óhreinum þvotti. Dýrmætasta gjöfin er nefnilega ekki nýjasti Iphone-inn, ný úlpa eða aðrir veraldlegir hlutir. Það eru ekki þær gjafir sem börnin muna eftir þegar fram líða stundir. Dýrmætasta gjöfin er samvera. Að vera til staðar. Hlusta. Gefa af sér. Veita athygli. Vera í núinu. Leggja frá sér snjalltækin. Tala við börnin. Sýna öllu í lífi þeirra áhuga. Knúsa þau. Með því að vera til staðar og verja tíma með þeim sáir þú fræjum fyrir komandi samskipti við börnin þín og samskipti sem þau munu eiga við börnin sín í framtíðinni. Með þessu leggur þú sterkari grunn að framtíðinni þeirra. Er til eitthvað dýrmætara en það? Gleðileg jól. Höfundur er markþjálfi og foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar