SA vill lækka eða fresta samningsbundnum launahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2021 20:00 Á köflum neistaði á milli forseta Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í Pallborðinu í dag. Stöð 2/Ragnar Visage Samtök atvinnulífsins vilja lækka eða fresta samningsbundum launahækkunum á næsta ári til að forðast frekari vaxahækkanir og saka verkalýðshreyfinguna um ábyrgðarleysi. Forseti ASÍ segir launafólk hins vegar rétt núna vera að ná þeim kaupmætti sem glataðist í hruninu. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tókust á um stöðuna í efnahags- og kjaramálum í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Verkalýðshreyfingin hefur mótmælt vaxtahækkunum Seðlabankans undanfarna mánuði og segir þær kalla á kjarabætur. Famkvæmdastjóri SA segir verkalýðshreyfinguna á villigötum í þeim málflutningi og tekur undir með Seðlabankanum um að laun hafi hækkað of mikið miðað við stöðuna í dag. Haldór Benjamín segir serkalýðshreyfingin hafa hafnað öllum óskum um samtal um breytingar á kjarasamningi frá upphafi kórónuveirufaraldursins, hvort sem um væri að ræða seinkun launahækkana eða minni hækkanir. „Mér finnst það óskynsamleg afstaða hjá verkalýðshreyfingunni og ég held að sagan muni ekki fara blíðum höndum um þessa afstöðu. Við munum öll fá þessar launahækkanir í hausinn vegna þess að Seðlabankinn mun bregðast við. Þegar Seðlabankinn bregst við hefur það bein áhrif á heimilin í landinu, á fyrirtækin í landinu. Sem munu bera hærri greiðslubyrði og í mörgum tilvikum kannski hærri greiðslubyrði en sem nemur umsömdum launahækkunum,“ sagði Halldór Benjamín. Í Pallborðinu á Vísi og Vísi/Stöð 2 í dag komu fram gerólíkt mat verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og atvinnurekenda hins vegar á stöðunni í kjara- og efnahagsmálum.Stöð 2/Ragnar Visage Drífa vísaði þessum málflutningi á bug og sagði tíma til komin að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins styddu aðgerðir til að taka á hinum raunverulegu ástæðum verðbólgunnar. „Ég held að það sé kannski tækifæri til núna bæði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann að fara aðeins að skipta um plötu. Það þýðir ekki að vera að ráðast stöðugt á launafólk og segja að launahækkanir hér á Íslandi séu að hleypa öllu í bál og brand. Nú skulum við aðeins fara að líta til baka síðustu áratugi. Þessi kór er búinn að dynja á stöðugt á okkur, launafólki á Íslandi. Ef þið semjið um þetta eða ef þessum kröfum verður mætt, ef þetta gerist, þá mun allt fara í bál og brand. Staðreyndin er sú að við erum bara núna að ná upp í kaupmáttinn sem var tekinn af okkur í hruninu,“ sagði Drífa. Hún og Halldór tókust hart á um næstu skref og höfðu ólíka sýn á næstu kjarasamninga sem þegar er byrjað að undirbúa. Horfa má á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan. Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tókust á um stöðuna í efnahags- og kjaramálum í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Verkalýðshreyfingin hefur mótmælt vaxtahækkunum Seðlabankans undanfarna mánuði og segir þær kalla á kjarabætur. Famkvæmdastjóri SA segir verkalýðshreyfinguna á villigötum í þeim málflutningi og tekur undir með Seðlabankanum um að laun hafi hækkað of mikið miðað við stöðuna í dag. Haldór Benjamín segir serkalýðshreyfingin hafa hafnað öllum óskum um samtal um breytingar á kjarasamningi frá upphafi kórónuveirufaraldursins, hvort sem um væri að ræða seinkun launahækkana eða minni hækkanir. „Mér finnst það óskynsamleg afstaða hjá verkalýðshreyfingunni og ég held að sagan muni ekki fara blíðum höndum um þessa afstöðu. Við munum öll fá þessar launahækkanir í hausinn vegna þess að Seðlabankinn mun bregðast við. Þegar Seðlabankinn bregst við hefur það bein áhrif á heimilin í landinu, á fyrirtækin í landinu. Sem munu bera hærri greiðslubyrði og í mörgum tilvikum kannski hærri greiðslubyrði en sem nemur umsömdum launahækkunum,“ sagði Halldór Benjamín. Í Pallborðinu á Vísi og Vísi/Stöð 2 í dag komu fram gerólíkt mat verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og atvinnurekenda hins vegar á stöðunni í kjara- og efnahagsmálum.Stöð 2/Ragnar Visage Drífa vísaði þessum málflutningi á bug og sagði tíma til komin að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins styddu aðgerðir til að taka á hinum raunverulegu ástæðum verðbólgunnar. „Ég held að það sé kannski tækifæri til núna bæði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann að fara aðeins að skipta um plötu. Það þýðir ekki að vera að ráðast stöðugt á launafólk og segja að launahækkanir hér á Íslandi séu að hleypa öllu í bál og brand. Nú skulum við aðeins fara að líta til baka síðustu áratugi. Þessi kór er búinn að dynja á stöðugt á okkur, launafólki á Íslandi. Ef þið semjið um þetta eða ef þessum kröfum verður mætt, ef þetta gerist, þá mun allt fara í bál og brand. Staðreyndin er sú að við erum bara núna að ná upp í kaupmáttinn sem var tekinn af okkur í hruninu,“ sagði Drífa. Hún og Halldór tókust hart á um næstu skref og höfðu ólíka sýn á næstu kjarasamninga sem þegar er byrjað að undirbúa. Horfa má á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20
Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14