Lífið - eins og það átti að vera Arna Pálsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 09:00 Þegar ég var 20 ára þá vissi ég allt um lífið. Í alvöru, ég er ekkert að grínast. Það var til einföld formúla sem myndi leiða mig að góðu lífi. Formúlan var einhvern veginn svona: KK + KVK * <3 = barn (+/-) * $ = gott líf. Eða svona nokkurn veginn allavega. Hófst þá ferðalagið. Lífið, eins og það átti að vera. Þegar ég skildi fyrir rúmum tveimur árum (í annað sinn!) var ljóst að stærðfræðikunnátta mín var jafn takmörkuð þegar það kom að formúlu lífsins eins og öðrum formúlum sem ég hafði reynt við í stærðfræði 101 í menntaskóla á sínum tíma. Ég var fallin. Ekki nóg með það að vera fallin þá virtust allir aðrir vera með doktorsgráðu í formúlugreiningu í kringum mig. Þvílíkur bömmer. Þegar maður er í sorg þá þyrmir stundum yfir mann pervertísk löngun til að líða ógeðslega illa. Ég veit, þetta hljómar fáránlega, en ég er ekkert ein um þetta. Maður hlustar á lög sem fóðra vanlíðanina og á dramaskalanum 1-10 ertu Adele. Þarna um haustið 2019 voru ungir menn að stíga fram í stjórnuljósið á Íslandi. Í sínum fyrsta smelli syngja þeir um lífið sem þeim langar í. Það lag varð mitt fóður. Lagið, sem er alveg ótrúlega gott, leiðir okkur í gegnum staðalímynd íslensks fjölskyldulífs. Ekki bara þræða hljómsveitarmeðlimir sig í gegnum börnin og sumarbúðir, rækjusamlokuna og útilegulífið, heldur gera þeir það með öllu áreynslulaust. Ég gat hlustað á lagið aftur og aftur og velt mér upp úr því hvað mér hafði mistekist hraparlega. En hvernig gátu svona ungir menn, sem ekki svo löngu áður kynntust í unglingavinnunni, hrist svona upp í tilfinningalífi (næstum) miðaldra konu? Hægt og rólega fór Adele að renna af mér og ég fór að pæla aðeins betur í þessu. Afhverju kallaði þetta lag fram þennan mikla bömmer. Nú borða ég t.d. ekki rækjusamlokur. Mig langar ekkert í hestakerru og bara okkur á milli þá hef ég aldrei komið í Atlavík. En lagið sat hins vegar í mér því það nær utan um svo margt annað. Lagið er draumkennd sýn um áreynslulaust formúlukennt líf. Þegar við stígum inn í fullorðinsárin þá erum við gjarnan með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig lífið eigi að vera. Við setjum tvo punkta á blað og á milli þeirra drögum við þráðbeina línu. Punktarnir eru upphaf og endir, beina línan er ferðalagið. Svo bara gerist lífið og í ljós kemur að það er allt annað en bein lína. Línan beygist í allar áttir og minnir einna helst á krass á köflum. Við fáum allskonar verkefni sem passa ekkert inn í formúluna. Þessi verkefni kalla á áreynslu sem er svo lífsnauðsynleg og forsenda vaxtar og seiglu. Tíminn reynist manni oftast vel og hefur oft verið minn besti vinur. Hann hefur kennt mér að það er ekki hægt að falla í lífinu ef maður bara heldur áfram með ferðalagið. Hugarfar er lykillinn að því hvernig okkur tekst að tækla verkefnin. Allir fá erfiða kafla en þeir ganga yfir. Berum okkar ferðalög ekki saman við ferðalög annarra, það eru ekki allir á sömu vegferð. Samgleðjumst öðrum í stað þess að bera okkur saman við aðra. Líf mitt í dag er ekki eins og ég hélt að það myndi vera þegar ég var 20 ára. Það er ekki einu sinni eins og ég hélt að það myndi vera fyrir fimm árum. En þetta er lífið sem mig langar í – og formúlublaðið er farið í ruslið. Við erum öll að standa okkur vel og ef staðan virðist slæm þá ertu bara í beyju. Betri tíð er handan við hornið. Verum góð hvort við annað og njótum ferðalagsins. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var 20 ára þá vissi ég allt um lífið. Í alvöru, ég er ekkert að grínast. Það var til einföld formúla sem myndi leiða mig að góðu lífi. Formúlan var einhvern veginn svona: KK + KVK * <3 = barn (+/-) * $ = gott líf. Eða svona nokkurn veginn allavega. Hófst þá ferðalagið. Lífið, eins og það átti að vera. Þegar ég skildi fyrir rúmum tveimur árum (í annað sinn!) var ljóst að stærðfræðikunnátta mín var jafn takmörkuð þegar það kom að formúlu lífsins eins og öðrum formúlum sem ég hafði reynt við í stærðfræði 101 í menntaskóla á sínum tíma. Ég var fallin. Ekki nóg með það að vera fallin þá virtust allir aðrir vera með doktorsgráðu í formúlugreiningu í kringum mig. Þvílíkur bömmer. Þegar maður er í sorg þá þyrmir stundum yfir mann pervertísk löngun til að líða ógeðslega illa. Ég veit, þetta hljómar fáránlega, en ég er ekkert ein um þetta. Maður hlustar á lög sem fóðra vanlíðanina og á dramaskalanum 1-10 ertu Adele. Þarna um haustið 2019 voru ungir menn að stíga fram í stjórnuljósið á Íslandi. Í sínum fyrsta smelli syngja þeir um lífið sem þeim langar í. Það lag varð mitt fóður. Lagið, sem er alveg ótrúlega gott, leiðir okkur í gegnum staðalímynd íslensks fjölskyldulífs. Ekki bara þræða hljómsveitarmeðlimir sig í gegnum börnin og sumarbúðir, rækjusamlokuna og útilegulífið, heldur gera þeir það með öllu áreynslulaust. Ég gat hlustað á lagið aftur og aftur og velt mér upp úr því hvað mér hafði mistekist hraparlega. En hvernig gátu svona ungir menn, sem ekki svo löngu áður kynntust í unglingavinnunni, hrist svona upp í tilfinningalífi (næstum) miðaldra konu? Hægt og rólega fór Adele að renna af mér og ég fór að pæla aðeins betur í þessu. Afhverju kallaði þetta lag fram þennan mikla bömmer. Nú borða ég t.d. ekki rækjusamlokur. Mig langar ekkert í hestakerru og bara okkur á milli þá hef ég aldrei komið í Atlavík. En lagið sat hins vegar í mér því það nær utan um svo margt annað. Lagið er draumkennd sýn um áreynslulaust formúlukennt líf. Þegar við stígum inn í fullorðinsárin þá erum við gjarnan með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig lífið eigi að vera. Við setjum tvo punkta á blað og á milli þeirra drögum við þráðbeina línu. Punktarnir eru upphaf og endir, beina línan er ferðalagið. Svo bara gerist lífið og í ljós kemur að það er allt annað en bein lína. Línan beygist í allar áttir og minnir einna helst á krass á köflum. Við fáum allskonar verkefni sem passa ekkert inn í formúluna. Þessi verkefni kalla á áreynslu sem er svo lífsnauðsynleg og forsenda vaxtar og seiglu. Tíminn reynist manni oftast vel og hefur oft verið minn besti vinur. Hann hefur kennt mér að það er ekki hægt að falla í lífinu ef maður bara heldur áfram með ferðalagið. Hugarfar er lykillinn að því hvernig okkur tekst að tækla verkefnin. Allir fá erfiða kafla en þeir ganga yfir. Berum okkar ferðalög ekki saman við ferðalög annarra, það eru ekki allir á sömu vegferð. Samgleðjumst öðrum í stað þess að bera okkur saman við aðra. Líf mitt í dag er ekki eins og ég hélt að það myndi vera þegar ég var 20 ára. Það er ekki einu sinni eins og ég hélt að það myndi vera fyrir fimm árum. En þetta er lífið sem mig langar í – og formúlublaðið er farið í ruslið. Við erum öll að standa okkur vel og ef staðan virðist slæm þá ertu bara í beyju. Betri tíð er handan við hornið. Verum góð hvort við annað og njótum ferðalagsins. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar