Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2021 17:38 Willum Þór Þórsson, starfandi þingforseti, gerir ráð fyrir að þing geti komið saman á þriðjudaginn í næstu viku. Vísir/Vilhelm Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. Næstkomandi laugardag verða átta vikur liðnar frá því kosið var til Alþingis. Samkvæmt stjórnarskrá skal Alþingi koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Frá kosningum hefur undirbúningskjörbréfanefnd legið yfir meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi og nú er loks útlit fyrir að þeirri vinnu fari að ljúka. Nefndin fundaði í dag og Birgir Ármannsson formaður hennar segir stefnt að löngum fundi á morgun. Nefndin gæti hugsanlega lokið frágangi á skýrslu sinni og tillögum til þingsins fyrir helgi. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti átti síðan fjarfund með formönnum þingflokka í dag til að undirbúa setningu Alþingis „Það er auðvitað háð því að undirbúningsnefndin klári sín störf. Miðað við framvinduna þar er þetta mögulegt á þriðjudag og við höfum sett stefnuna á þriðjudag klukkan eitt,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn væntanlega kynnt öðru hvoru megin við aðra helgi Setning Alþingis fer fram eftir kúnstarinnar reglum með setningarræðu forseta Íslands en fyrsta verkefni þingsins verður að kjósa hina formlegu kjörbréfanefnd. „Þá þurfum við að gera hlé á þeim fundi og setja framhaldsfund sem þá yrði væntanlega á fimmtudeginum.“ Þá kæmi til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi? „Já, þá kemur að því að útkljá þetta með kjörbréf.“ Að lokinni atkvæðagreiðslunni yrði aftur gert hlé. „Og þriðji kaflinn tekur við sem er stjórnarmyndun. Sem yrði forsenda þess að við getum kosið forseta þingsins, kosið í fastanefndir, alþjóðanefndir og sett þingið almennilega af stað,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn verði þó væntanlega ekki kynnt í næstu viku. Enda þurfi einhverja daga til að útbúa fjárlagafrumvarp og ganga frá stjórnarsáttmála, Það yrði ekki fyrr en í þar næstu viku sem það gerðist? „Já, öðru hvoru meginn við aðra helgi myndi ég giska á,“ segir starfandi forseti Alþingis. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Næstkomandi laugardag verða átta vikur liðnar frá því kosið var til Alþingis. Samkvæmt stjórnarskrá skal Alþingi koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Frá kosningum hefur undirbúningskjörbréfanefnd legið yfir meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi og nú er loks útlit fyrir að þeirri vinnu fari að ljúka. Nefndin fundaði í dag og Birgir Ármannsson formaður hennar segir stefnt að löngum fundi á morgun. Nefndin gæti hugsanlega lokið frágangi á skýrslu sinni og tillögum til þingsins fyrir helgi. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti átti síðan fjarfund með formönnum þingflokka í dag til að undirbúa setningu Alþingis „Það er auðvitað háð því að undirbúningsnefndin klári sín störf. Miðað við framvinduna þar er þetta mögulegt á þriðjudag og við höfum sett stefnuna á þriðjudag klukkan eitt,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn væntanlega kynnt öðru hvoru megin við aðra helgi Setning Alþingis fer fram eftir kúnstarinnar reglum með setningarræðu forseta Íslands en fyrsta verkefni þingsins verður að kjósa hina formlegu kjörbréfanefnd. „Þá þurfum við að gera hlé á þeim fundi og setja framhaldsfund sem þá yrði væntanlega á fimmtudeginum.“ Þá kæmi til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi? „Já, þá kemur að því að útkljá þetta með kjörbréf.“ Að lokinni atkvæðagreiðslunni yrði aftur gert hlé. „Og þriðji kaflinn tekur við sem er stjórnarmyndun. Sem yrði forsenda þess að við getum kosið forseta þingsins, kosið í fastanefndir, alþjóðanefndir og sett þingið almennilega af stað,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn verði þó væntanlega ekki kynnt í næstu viku. Enda þurfi einhverja daga til að útbúa fjárlagafrumvarp og ganga frá stjórnarsáttmála, Það yrði ekki fyrr en í þar næstu viku sem það gerðist? „Já, öðru hvoru meginn við aðra helgi myndi ég giska á,“ segir starfandi forseti Alþingis.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12
Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02
Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17